Slæm loftgæði á Ísafirði og í Hveragerði í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2023 07:46 Það verður mikil loftmengun á Ísafirði í dag en gosmóðan frá eldgosinu er komin vestur. Það verður því sennilega ekki svona heiðskýrt eins og á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Mikil loftmengun er á Ísafirði og í Hveragerði í dag og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna slæmra loftgæða. Gasmengun frá gosinu berst til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Samkvæmt vefnum loftgaedi.is mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma á Ísafirði og í Hveragerði í dag. Einstaklingar með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma gætu því fundið fyrir einkennum loftmengunarinnar. Alls staðar annars staðar á landinu mælast loftgæði góð eða mjög góð. Í samtali við Veðurstofuna kom fram að í Hveragerði mældist breinnsteinsvetni (H2S) í loftinu. Það væri því ekki frá eldgosinu heldur er líklegra að það komi frá Hellisheiðarvirkjun. Á Vestfjörðum er hins vegar um Súlfat (SO4) að ræða, taldi veðurfræðingur að sennilega væri þetta gosmökkur sem hefði náð að bindast við andrúmsloftið. Náttúruvársérfræðingur greindi frá því í gær að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu muni ekki fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Ef það rignir á meðan gosmóðan hangir yfir gæti fallið súrt regn en veðurfræðingar telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á lífríki eða vatnsból. Rigning í nótt hreinsaði gosmóðuna aðeins Samkvæmt spá veðurvaktar um gasdreifingu berst gasmengun frá gosinu til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Búast má við því að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram fram á miðvikudag. „Það er mjög lítil vindur þannig þetta liggur mest yfir gossvæðinu, ekki mikil hreyfing á þessu,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, um gasmengunina í dag. „Það var svona þoka yfir en hún hefur aðeins brotnað upp en það virðist liggja mökkur yfir gossvæðinu.“ „Spáin í dag er hægur vindur þannig þetta getur dreifst víða á Reykjanesskaganum,“ sagði hann. Þá sagði hann að gosmóðan sem hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram næstu tvo daga en „á miðvikudag er komin mjög ákveðin austanátt sem feykir þessu út á hafið. Þá vonandi losnum við við þetta en fram að því þurfum við sennilega að þola þetta“ Þrátt fyrir að gosmóðan hangi yfir mælast loftgæði góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Þorsteinn það sé rigningu að þakka. „Það kom einhver smá rigning sem hefur hreinsað þetta í nótt en það bætist við í dag. Við erum þakklát fyrir það en það bætist við í dag. Gosmóðan komin vestur Greint var frá því á laugardag að gosmóðan væri komin til Vestfjarða. Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að stofunni hefði borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Gervitunglamyndir frá laugardeginum sýndu magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands Móðan var þá komin inn á Breiðafjörð og þótti Magnúsi ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í kjölfarið. Gosmóðan mun líklega halda áfram yfir Tröllaskaga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Hveragerði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Samkvæmt vefnum loftgaedi.is mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma á Ísafirði og í Hveragerði í dag. Einstaklingar með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma gætu því fundið fyrir einkennum loftmengunarinnar. Alls staðar annars staðar á landinu mælast loftgæði góð eða mjög góð. Í samtali við Veðurstofuna kom fram að í Hveragerði mældist breinnsteinsvetni (H2S) í loftinu. Það væri því ekki frá eldgosinu heldur er líklegra að það komi frá Hellisheiðarvirkjun. Á Vestfjörðum er hins vegar um Súlfat (SO4) að ræða, taldi veðurfræðingur að sennilega væri þetta gosmökkur sem hefði náð að bindast við andrúmsloftið. Náttúruvársérfræðingur greindi frá því í gær að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu muni ekki fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Ef það rignir á meðan gosmóðan hangir yfir gæti fallið súrt regn en veðurfræðingar telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á lífríki eða vatnsból. Rigning í nótt hreinsaði gosmóðuna aðeins Samkvæmt spá veðurvaktar um gasdreifingu berst gasmengun frá gosinu til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Búast má við því að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram fram á miðvikudag. „Það er mjög lítil vindur þannig þetta liggur mest yfir gossvæðinu, ekki mikil hreyfing á þessu,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, um gasmengunina í dag. „Það var svona þoka yfir en hún hefur aðeins brotnað upp en það virðist liggja mökkur yfir gossvæðinu.“ „Spáin í dag er hægur vindur þannig þetta getur dreifst víða á Reykjanesskaganum,“ sagði hann. Þá sagði hann að gosmóðan sem hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram næstu tvo daga en „á miðvikudag er komin mjög ákveðin austanátt sem feykir þessu út á hafið. Þá vonandi losnum við við þetta en fram að því þurfum við sennilega að þola þetta“ Þrátt fyrir að gosmóðan hangi yfir mælast loftgæði góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Þorsteinn það sé rigningu að þakka. „Það kom einhver smá rigning sem hefur hreinsað þetta í nótt en það bætist við í dag. Við erum þakklát fyrir það en það bætist við í dag. Gosmóðan komin vestur Greint var frá því á laugardag að gosmóðan væri komin til Vestfjarða. Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að stofunni hefði borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Gervitunglamyndir frá laugardeginum sýndu magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands Móðan var þá komin inn á Breiðafjörð og þótti Magnúsi ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í kjölfarið. Gosmóðan mun líklega halda áfram yfir Tröllaskaga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Hveragerði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01