Gosmóðan verður degi lengur og líkur á súru regni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júlí 2023 22:10 Gosmóðan hefur umlukið höfuðborgarsvæðið síðan á föstudag. Vísir/Vésteinn Rigning á höfuðborgarsvæðinu, þar sem gosmóðan hefur hangið í loftinu gæti orðið súr. Náttúruvásérfræðingur segist telja litlar líkur á að rigningin verði til trafala til skamms tíma. Veðurspá bendir til þess að gosmóðan verði degi lengur yfir höfuðborgarsvæðinu en áður var reiknað með. Nú gera spár ráð fyrir að bæti í vind á miðvikudag en ekki þriðjudag, líkt og áður var gert ráð fyrir. Salóme Jórunnar Bernharðsdóttir, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að það sé sitt hlutverk fyrst og fremst að spá fyrir um hvar gasmengun geti verið að finna. Súrt regn sé fyrirbæri sem sé á höndum nokkurra aðila að fylgjast með, líkt og Umhverfisstofnun og Landlæknisembættisins. „En spár gera nú ráð fyrir því að þessi gosmóða muni ekkert fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag, þar sem það verður enn hægbreytileg átt þangað til sem feykir henni fram og til baka. Það sem getur gerst er að þar sem rignir undir þeim kringumstæðum getur rigningin hreinsað út gastegundirnar og þá verður til súrt regn. Það er það eina sem ég hef fast í hendi.“ Salóme segir að viðvarandi súrt regn geti haft mjög slæm áhrif bæði á lífríki og á heil vistkerfi. Það sé hins vegar fátt sem bendi til þess að stakt súrt regn líkt og nú geti haft afgerandi áhrif á vistkerfið. Gerðist einnig í síðustu gosum Áður hefur Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, tekið í sama streng í samtali við fréttastofa líkt og Salóme nú. „Ef það fer að rigna þá rignir þetta niður. Þá fáum við kannski smá súrt regn. Ef það gerist einu sinni þá skiptir það ekki máli. Það sýndi sig í tveimur síðustu gosum, að þá rigndi svolítið, það hafði engin áhrif á vatnsból svo hægt væri að sjá.“ Sagði hann ómögulegt að vita hve súrt regnið yrði. Þorsteinn hvatti almenning um leið til að fylgjast með loftgæðum inni á vefnum loftgaedi.is. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Salóme Jórunnar Bernharðsdóttir, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að það sé sitt hlutverk fyrst og fremst að spá fyrir um hvar gasmengun geti verið að finna. Súrt regn sé fyrirbæri sem sé á höndum nokkurra aðila að fylgjast með, líkt og Umhverfisstofnun og Landlæknisembættisins. „En spár gera nú ráð fyrir því að þessi gosmóða muni ekkert fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag, þar sem það verður enn hægbreytileg átt þangað til sem feykir henni fram og til baka. Það sem getur gerst er að þar sem rignir undir þeim kringumstæðum getur rigningin hreinsað út gastegundirnar og þá verður til súrt regn. Það er það eina sem ég hef fast í hendi.“ Salóme segir að viðvarandi súrt regn geti haft mjög slæm áhrif bæði á lífríki og á heil vistkerfi. Það sé hins vegar fátt sem bendi til þess að stakt súrt regn líkt og nú geti haft afgerandi áhrif á vistkerfið. Gerðist einnig í síðustu gosum Áður hefur Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, tekið í sama streng í samtali við fréttastofa líkt og Salóme nú. „Ef það fer að rigna þá rignir þetta niður. Þá fáum við kannski smá súrt regn. Ef það gerist einu sinni þá skiptir það ekki máli. Það sýndi sig í tveimur síðustu gosum, að þá rigndi svolítið, það hafði engin áhrif á vatnsból svo hægt væri að sjá.“ Sagði hann ómögulegt að vita hve súrt regnið yrði. Þorsteinn hvatti almenning um leið til að fylgjast með loftgæðum inni á vefnum loftgaedi.is.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira