Fótbolti

Engin víta­spyrna þegar Dan­mörk lagði Kína

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. Aitor Alcalde/Getty Images

Danmörk vann Kína 1-0 á HM kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins en um var að ræða fyrsta leik mótsins þar sem ekki var dæmd vítaspyrnu.

Fyrir leik dagsins, sem var sá síðasti á HM í dag, hafði vítaspyrna verið dæmd í hverjum einasta leik. Það gerðist ekki í dag en bæði lið áttu erfitt með að skapa sér færi framan af leik.

Það leit hreinlega út fyrir að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli. Varamaðurinn Amalie Vangsgaard steig upp á ögurstundu og skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins með frábærum skalla eftir hornspyrnu Pernille Harder þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.

Lokatölur 1-0 og Danir byrja HM á gríðarlega mikilvægum sigri. Danmörk og England eru nú með 3 stig í D-riðli á meðan Kína og Haíti eru án stiga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×