Vítaspyrnur áfram þemað í öruggum sigrum Bandaríkjanna og Japans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 09:31 Sophia Smith fagnar öðru marka sinna. Ulrik Pedersen/Getty Images Tveir leikir fóru fram á HM kvenna i knattspyrnu í nótt. Bandaríkin unnu Víetnam 3-0 og Japan vann Zambíu 5-0. Vítaspyrnur voru dæmdar í báðum leikjum sem þýðir að það hefur verið bent á vítapunktinn í öllum leikjum mótsins til þessa. Bandaríkin áttu ekki í teljandi vandræðum með Víetnam í nótt. Sophia Smith – sem átti án efa bestu auglýsinguna í aðdraganda mótsins – braut ísinn eftir aðeins 14. mínútur. Alex Morgan, sem lagði upp fyrsta markið, fékk svo gullið tækifæri til að í raun ganga frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks þegar Bandaríkin fengu vítaspyrnu. Spyrna hennar fór hins vegar forgörðum og það stefndi í að staðan yrði 1-0 í hálfleik. Áðurnefnd Smith var ekki á þeim buxunum en hún tvöfaldaði forystuna þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lindsey Horan gerði svo endanlega út um leikinn á 77. mínútu þegar hún skoraði eftir sendingu frá Smith. Frábær leikur hjá henni og öruggur 3-0 sigur Bandaríkjanna staðreynd. Næstu tveir leikir liðsins verða án efa erfiðari þar sem Portúgal og Holland eru einnig í E-riðli. Heimsmeistararnir, Bandaríkin, mættu til leiks á HM í nótt. Þær mættu Víetnam, sem er á HM í fyrsta sinn. pic.twitter.com/NWNC65Y1FM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Japan á topp C-riðils Það tók Japan smá tíma að ganga frá Zambíu í morgunsárið. Mina Tanaka hélt hún hefði komið Japan yfir um miðbik fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hinata Miyazawa kom þeim hins vegar yfir undir lok fyrri hálfleiks og Japan 1-0 yfir í hálfleik. Tanaka skoraði aftur í síðari hálfleik og aftur var það dæmt af. Allt er hins vegar þegar þrennt er en Tanaka kom boltanum í netið í þriðja skiptið á 55. mínútu og loks stóð markið, staðan orðin 2-0. Miyazawa bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Japans skömmu síðar áður en Jun Endo kom Japan í 4-0. Í uppbótartíma fékk Catherine Musonda, markvörður Zambíu, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Vítaspyrna var dæmd og Riko Ueki fór á punktinn. Eunice Sakala kom í markið varði spyrnu Ueki. Sakala fór hins vegar af línunni svo taka þurfti spyrnuna aftur. Þá skoraði Ueki og leiknum lauk með þægilegum 5-0 sigri Japans sem er nú komið á topp C-riðils. Annar leikur næturinnar á HM var viðureign Sambíu og Japan. Sambía kom á óvart með sigri á Þýskalandi skömmu fyrir mót en Japan ætlar sér stóra hluti á mótinu. pic.twitter.com/oDbUWQlvJt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira
Bandaríkin áttu ekki í teljandi vandræðum með Víetnam í nótt. Sophia Smith – sem átti án efa bestu auglýsinguna í aðdraganda mótsins – braut ísinn eftir aðeins 14. mínútur. Alex Morgan, sem lagði upp fyrsta markið, fékk svo gullið tækifæri til að í raun ganga frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks þegar Bandaríkin fengu vítaspyrnu. Spyrna hennar fór hins vegar forgörðum og það stefndi í að staðan yrði 1-0 í hálfleik. Áðurnefnd Smith var ekki á þeim buxunum en hún tvöfaldaði forystuna þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lindsey Horan gerði svo endanlega út um leikinn á 77. mínútu þegar hún skoraði eftir sendingu frá Smith. Frábær leikur hjá henni og öruggur 3-0 sigur Bandaríkjanna staðreynd. Næstu tveir leikir liðsins verða án efa erfiðari þar sem Portúgal og Holland eru einnig í E-riðli. Heimsmeistararnir, Bandaríkin, mættu til leiks á HM í nótt. Þær mættu Víetnam, sem er á HM í fyrsta sinn. pic.twitter.com/NWNC65Y1FM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Japan á topp C-riðils Það tók Japan smá tíma að ganga frá Zambíu í morgunsárið. Mina Tanaka hélt hún hefði komið Japan yfir um miðbik fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hinata Miyazawa kom þeim hins vegar yfir undir lok fyrri hálfleiks og Japan 1-0 yfir í hálfleik. Tanaka skoraði aftur í síðari hálfleik og aftur var það dæmt af. Allt er hins vegar þegar þrennt er en Tanaka kom boltanum í netið í þriðja skiptið á 55. mínútu og loks stóð markið, staðan orðin 2-0. Miyazawa bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Japans skömmu síðar áður en Jun Endo kom Japan í 4-0. Í uppbótartíma fékk Catherine Musonda, markvörður Zambíu, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Vítaspyrna var dæmd og Riko Ueki fór á punktinn. Eunice Sakala kom í markið varði spyrnu Ueki. Sakala fór hins vegar af línunni svo taka þurfti spyrnuna aftur. Þá skoraði Ueki og leiknum lauk með þægilegum 5-0 sigri Japans sem er nú komið á topp C-riðils. Annar leikur næturinnar á HM var viðureign Sambíu og Japan. Sambía kom á óvart með sigri á Þýskalandi skömmu fyrir mót en Japan ætlar sér stóra hluti á mótinu. pic.twitter.com/oDbUWQlvJt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira
Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01