Fótbolti

Eng­land marði Haíti þökk sé enn einni víta­spyrnunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. Isabel Infantes/Getty Images

England vann Haíti aðeins 1-0 á HM kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu en dæmdar hafa verið vítaspyrnur í hverjum einasta leik mótsins til þessa.

Fyrir leik var búist við auðveldum sigri Evrópumeistaranna en annað kom á daginn. Eina mark leiksins skoraði Georgia Stanway úr vítaspyrnu þegar hálftími var liðinn. Kerly Theus varði reyndar vítaspyrnu Stanway fyrst en þar sem hún fór af línunni fékk Stanway annað tækifæri og nýtti það.

Enska liðinu gekk illa að skapa sér færi og ef eitthvað þá geta Englendingar þakkað Mary Earps, markverði liðsins, fyrir sigurinn þar sem hún varði í tvígang mjög vel í síðari hálfleik.

Lokatölur 1-0 og England byrjar D-riðil á sigri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×