Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að stúlkunni hafi verið bjargað þann 9. júlí síðastliðinn í Long Beach í suðurhluta Los Angeles borgar. Vegfarendur létu lögreglu vita sem komu stúlkunni til bjargar.
„Vegfarendur létu lögreglu vita að stúlkan væri læst inni í bíl og hefði haldið á miða þar sem á stóð „hjálpið mér,“ hefur miðillinn eftir lögreglunni. Hún hefur handtekið 61 árs gamlan karlmann, Steven Robert Sablan vegna málsins.
Hann er sagður hafa rænt stúlkunni og brotið á henni kynferðislega. Stúlkan er sögð hafa verið á stoppistöð í San Antonio borg í Texas þremur dögum áður en henni var bjargað, þann 6 júlí.
Maðurinn keyrði upp að henni á bíl og miðaði byssu á hana og sagði henni að setjast inn í bíl. Lögregla fann skotvopn í bíl hans þegar hann var handtekinn.