Innlent

Ó­­­venju­­mikið álag vegna um­­­gangs­­pesta og veiru­­sýkinga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Már segir ástandið munu batna eftir tvær vikur þegar fólk fer að skila sér úr sumarfríum.
Már segir ástandið munu batna eftir tvær vikur þegar fólk fer að skila sér úr sumarfríum. Stöð 2/Sigurjón

Afar erilsamt hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í sumar og á bilinu 170 til 240 manns sótt móttökuna á hverjum degi. Álagið má meðal annars rekja til fjölda ferðamanna á landinu en einnig ýmissa umgangspesta.

Þetta segir Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu á Landspítalanum, í samtali við mbl.is.

Að sögn Más var reiknað með töluverðri aðsókn í sumar vegna slysa, ekki síst vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna. Hins vegar hafi komið á óvart hversu margir hafi þurft að sækja þjónustu vegna umgangspesta og sýkinga.

„Það eru á hverj­um degi alltaf ein­hverj­ir ferðamenn sem koma. Það sem er svo­lítið óvænt og óvana­legt fyr­ir þenn­an árs­tíma er að það er búið að vera óvana­lega mikið af pest­um. Það hafa verið bæði önd­un­ar­færa­veir­ur og nóróveiru­sýk­ing­ar. Þessi um­ferðaró­höpp og frí­tíma­slys hafa líka verið nokkuð mörg,“ segir Már.

Þá segir hann kórónuveiruna enn vera að valda álagi en töluverður fjöldi sé enn að sækja þjónustu vegna Covid-19.

Sumarleyfi setja að sjálfsögðu strik í reikninginn, líkt og búast má við.

„Það eru erfiðleik­ar vegna sum­ar­leyfa annarra þjón­ustu­stiga. Líka meðal okk­ar starfs­fólks. Það dreg­ur úr hraða og af­köst­um. Það er öðru­vísi álag en engu að síður fyr­ir­sjá­an­legt,“ segir Már. Það ætti hins vegar að lagast eftir um tvær vikur, þegar fólk fer að skila sér aftur eftir sumarfrí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×