Milliflutningar hjá Félagsbústöðum taki lengri tíma þegar fólk hafi sérstakar óskir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2023 16:10 Sigrún Árnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri Félagsbústaða síðan 2019. aðsend Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir nóg til af íbúðum hjá félaginu fyrir fólk með hreyfihömlun. Erfitt sé að breyta íbúðum og auka aðgengi, sérstaklega gera úrbætur á lyftuaðstöðu, þegar um íbúð í fjölbýli þar sem eru fleiri eigendur er að ræða. Stefán Gauti Stefánsson, sem er á fimmtugsaldri og með MS sjúkdóminn, leigir íbúð á vegum Félagsbústaða. Stefán lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að hann hafi ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. 450 íbúðir sérstaklega fyrir fatlað fólk Stefán sagði þá að Félagsbústaðir hafi logið því að honum að íbúðin sem hann fékk úthlutað væri sérstaklega ætluð hreyfhömluðum og fólki í hjólastól. Það sé ekki rétt enda komist hann hvorki inn á baðherbergi né inn í eldhús í hjólastólnum. „Það koma auðvitað upp þær aðstæður að fólk getur ekki búið lengur í húsnæði vegna þess kannski að þarfir þeirra hafa breyst. Svo getur það komið upp að fólk samþykki íbúðir sem því býðst þó þær henti ekki fullkomlega vel,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, þó hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. „Við erum með 450 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar fötluðu fólki. Við erum með íbúðir sem henta fötluðum. Ef fólk þarf eða íbúðir henta ekki lengur af því að þær eru gamlar og eru ekki samkvæmt kröfum í dag um aðgengi hjólastóla þá höfum við öll ráð til að bjóða fólki aðrar íbúðir. Það er lagt mat á það hverju sinni hvort borgar sig að breyta íbúðinni eitthvað líttilega en oft er það þannig að fólk flyst í íbúðir sem hentar þörfum þess.“ Millflutningar taki skamman tíma Vel geti verið að fólk þurfi að bíða í nokkra mánuði eftir að komast í hentuga íbúð en ekki mikið lengur en það. „Það er almennt ekki verið að úthluta fólki íbúðum sem ekki hentar því. Þegar það sækir um kemur fram hvers konar íbúð fólk þarf. Síðan er því sýnd íbúðin og fólk getur ákveðið hvort það vill taka hana eða ekki. Ef ekki þá býðst því önnur íbúð. En við reynum að leysa svona mál með hag allra að leiðarljósi, ekki síst leigjandans,“ segir Sigrún. Biðin sé auðvitað mislöng. „Það ætti ekki að taka langan tíma en það fer svolítið eftir því hvort fólk sé með óskir um tiltekið hverfi og vill hvergi annars staðar vera en þar. Ef það er tiltölulega opið tekur það frekar skamman tíma þegar um svona milliflutninga er að ræða. Fólk þarf hins vegar að sækja um milliflutning úr þeirri íbúð sem það er í til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Yfirleitt ganga svona mál mjög fljótt fyrir sig, ekki síst í tilfellum þar sem um fatlaða einstaklinga er að ræða.“ Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31 Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Stefán Gauti Stefánsson, sem er á fimmtugsaldri og með MS sjúkdóminn, leigir íbúð á vegum Félagsbústaða. Stefán lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að hann hafi ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. 450 íbúðir sérstaklega fyrir fatlað fólk Stefán sagði þá að Félagsbústaðir hafi logið því að honum að íbúðin sem hann fékk úthlutað væri sérstaklega ætluð hreyfhömluðum og fólki í hjólastól. Það sé ekki rétt enda komist hann hvorki inn á baðherbergi né inn í eldhús í hjólastólnum. „Það koma auðvitað upp þær aðstæður að fólk getur ekki búið lengur í húsnæði vegna þess kannski að þarfir þeirra hafa breyst. Svo getur það komið upp að fólk samþykki íbúðir sem því býðst þó þær henti ekki fullkomlega vel,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, þó hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. „Við erum með 450 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar fötluðu fólki. Við erum með íbúðir sem henta fötluðum. Ef fólk þarf eða íbúðir henta ekki lengur af því að þær eru gamlar og eru ekki samkvæmt kröfum í dag um aðgengi hjólastóla þá höfum við öll ráð til að bjóða fólki aðrar íbúðir. Það er lagt mat á það hverju sinni hvort borgar sig að breyta íbúðinni eitthvað líttilega en oft er það þannig að fólk flyst í íbúðir sem hentar þörfum þess.“ Millflutningar taki skamman tíma Vel geti verið að fólk þurfi að bíða í nokkra mánuði eftir að komast í hentuga íbúð en ekki mikið lengur en það. „Það er almennt ekki verið að úthluta fólki íbúðum sem ekki hentar því. Þegar það sækir um kemur fram hvers konar íbúð fólk þarf. Síðan er því sýnd íbúðin og fólk getur ákveðið hvort það vill taka hana eða ekki. Ef ekki þá býðst því önnur íbúð. En við reynum að leysa svona mál með hag allra að leiðarljósi, ekki síst leigjandans,“ segir Sigrún. Biðin sé auðvitað mislöng. „Það ætti ekki að taka langan tíma en það fer svolítið eftir því hvort fólk sé með óskir um tiltekið hverfi og vill hvergi annars staðar vera en þar. Ef það er tiltölulega opið tekur það frekar skamman tíma þegar um svona milliflutninga er að ræða. Fólk þarf hins vegar að sækja um milliflutning úr þeirri íbúð sem það er í til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Yfirleitt ganga svona mál mjög fljótt fyrir sig, ekki síst í tilfellum þar sem um fatlaða einstaklinga er að ræða.“
Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31 Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
„Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31
Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36