Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2023 23:33 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps á Ströndum Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. Vestfirðingar héldu að þeir væru farnir að sjá til sólar í samgöngumálum þegar byrjað var á endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði fyrir þremur árum, á brúargerð yfir Þorskafjörð fyrir tveimur árum og á vegagerð um Teigsskóg í fyrravor. Fjallað var um boðaðan niðurskurð í þessari frétt Stöðvar 2: Rifjað var upp svar verkefnisstjóra Vegagerðarinnar, Sigurþórs Guðmundssonar, fyrir tveimur árum þegar spurt var hvenær Vestfjarðahringurinn yrði tilbúinn með bundnu slitlagi: „Við erum sem sagt að horfa til þess að vera búnir 2024,“ svaraði Sigurþór í frétt Stöðvar 2 þann 3. nóvember 2021. Sem sagt á næsta ári átti þessum verkum að ljúka. En ekkert bólar á útboðum næstu verkáfanga, hvorki á Dynjandisheiði né um Gufudalssveit, enda er samgönguáætlunin sem kynnt var rétt fyrir síðustu þingkosningar á leið í pappírstætarann. Í staðinn er innviðaráðherrann búinn að kynna nýja samgönguáætlun í samráðsgátt stjórnvalda. Frá veginum um Dynjandisheiði.Arnar Halldórsson Viðbrögð Fjórðungssambands Vestfirðinga í umsögn eru að lýsa vonbrigðum og segir sambandið þessa nýju áætlun þýða að bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit seinki um þrjú ár, eða til ársins 2027. Ennfremur sé annarri vegagerð á Vestfjörðum, sem boðuð var á árunum 2025 til 2028, frestað um fimm ár. Þá segir Fjórðungssambandið óásættanlegt að jarðgangaframkvæmdir á Vestfjörðum tefjist um 15 til 25 ár og segir ekki boðlegt að umfang einnar framkvæmdar, Fjarðarheiðarganga á Austfjörðum, takmarki upphaf annarra verkefna. Frá veginum um Veiðileysuháls á Ströndum.Egill Aðalsteinsson Í Árnesheppi segir oddvitinn, Eva Sigurbjörnsdóttir, að íbúar séu í áfalli yfir því að uppbygging vegarins um Veiðileysuháls, sem átti að hefjast á næsta ári, sé slegin af. Og við getum endursýnt viðtalið við hana fyrir fimm árum þegar þá var enn einu sinni verið að fresta þessum vegarbótum, sem upphaflega áttu að hefjast árið 2009. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Og þetta eru algjörlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ sagði Eva í viðtali á Stöð 2 þann 8. nóvember árið 2018, sem sjá má hér: Í frétt Stöðvar 2 fyrir síðustu jól var rifjað upp að undanfarna áratugi virðist það hafa verið reglan að framlög sem heitið er til vegagerðar í samgönguáætlun, áður vegaáætlun, rétt fyrir þingkosningar, eru skorin niður í fjárlögum eftir kosningar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra afsakaði þá niðurskurð vegna ársins 2023 með því að slá hafi þurft á þensluna en sagði að stærstu verkin á Vestfjörðum, í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði, myndu „halda sínum takti“. Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísafjarðarbær Árneshreppur Vesturbyggð Bolungarvík Strandabyggð Tálknafjörður Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Tengdar fréttir Segir þörf á mannsæmandi samgöngum til Vestfjarða Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis, segir þörf á mannsæmandi samgöngum á Vestfjörðum. Mikill vöxtur væri á svæðinu og gera þyrfti mun betur þegar kæmi að samgöngum. 9. júlí 2023 14:30 Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Vestfirðingar héldu að þeir væru farnir að sjá til sólar í samgöngumálum þegar byrjað var á endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði fyrir þremur árum, á brúargerð yfir Þorskafjörð fyrir tveimur árum og á vegagerð um Teigsskóg í fyrravor. Fjallað var um boðaðan niðurskurð í þessari frétt Stöðvar 2: Rifjað var upp svar verkefnisstjóra Vegagerðarinnar, Sigurþórs Guðmundssonar, fyrir tveimur árum þegar spurt var hvenær Vestfjarðahringurinn yrði tilbúinn með bundnu slitlagi: „Við erum sem sagt að horfa til þess að vera búnir 2024,“ svaraði Sigurþór í frétt Stöðvar 2 þann 3. nóvember 2021. Sem sagt á næsta ári átti þessum verkum að ljúka. En ekkert bólar á útboðum næstu verkáfanga, hvorki á Dynjandisheiði né um Gufudalssveit, enda er samgönguáætlunin sem kynnt var rétt fyrir síðustu þingkosningar á leið í pappírstætarann. Í staðinn er innviðaráðherrann búinn að kynna nýja samgönguáætlun í samráðsgátt stjórnvalda. Frá veginum um Dynjandisheiði.Arnar Halldórsson Viðbrögð Fjórðungssambands Vestfirðinga í umsögn eru að lýsa vonbrigðum og segir sambandið þessa nýju áætlun þýða að bæði Dynjandisheiði og Gufudalssveit seinki um þrjú ár, eða til ársins 2027. Ennfremur sé annarri vegagerð á Vestfjörðum, sem boðuð var á árunum 2025 til 2028, frestað um fimm ár. Þá segir Fjórðungssambandið óásættanlegt að jarðgangaframkvæmdir á Vestfjörðum tefjist um 15 til 25 ár og segir ekki boðlegt að umfang einnar framkvæmdar, Fjarðarheiðarganga á Austfjörðum, takmarki upphaf annarra verkefna. Frá veginum um Veiðileysuháls á Ströndum.Egill Aðalsteinsson Í Árnesheppi segir oddvitinn, Eva Sigurbjörnsdóttir, að íbúar séu í áfalli yfir því að uppbygging vegarins um Veiðileysuháls, sem átti að hefjast á næsta ári, sé slegin af. Og við getum endursýnt viðtalið við hana fyrir fimm árum þegar þá var enn einu sinni verið að fresta þessum vegarbótum, sem upphaflega áttu að hefjast árið 2009. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Og þetta eru algjörlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ sagði Eva í viðtali á Stöð 2 þann 8. nóvember árið 2018, sem sjá má hér: Í frétt Stöðvar 2 fyrir síðustu jól var rifjað upp að undanfarna áratugi virðist það hafa verið reglan að framlög sem heitið er til vegagerðar í samgönguáætlun, áður vegaáætlun, rétt fyrir þingkosningar, eru skorin niður í fjárlögum eftir kosningar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra afsakaði þá niðurskurð vegna ársins 2023 með því að slá hafi þurft á þensluna en sagði að stærstu verkin á Vestfjörðum, í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði, myndu „halda sínum takti“.
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísafjarðarbær Árneshreppur Vesturbyggð Bolungarvík Strandabyggð Tálknafjörður Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Tengdar fréttir Segir þörf á mannsæmandi samgöngum til Vestfjarða Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis, segir þörf á mannsæmandi samgöngum á Vestfjörðum. Mikill vöxtur væri á svæðinu og gera þyrfti mun betur þegar kæmi að samgöngum. 9. júlí 2023 14:30 Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Segir þörf á mannsæmandi samgöngum til Vestfjarða Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis, segir þörf á mannsæmandi samgöngum á Vestfjörðum. Mikill vöxtur væri á svæðinu og gera þyrfti mun betur þegar kæmi að samgöngum. 9. júlí 2023 14:30
Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45
Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14