Nýjar íslenskar kartöflur bestar með smjöri og salti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2023 20:04 Börn eru mjög hrifin af nýjum kartöflum, ekki síður en fullorðnir. Hér eru þau frá vinstri, Ólöf Edda Helgadóttir 3 ára, Ólafur Kolbeinn Eiríksson 8 ára, Rúnar Atli Helgason 6 ára og Björgvin Geir Sigurðarson 11 ára að smakka í dag á nýju kartöflunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu íslensku kartöflur sumarsins í Þykkvabænum voru teknar upp í dag og fara strax í verslanir. Bestar þykja þær nýsoðnar með smjöri og salti segja kartöflubændur. Það voru kartöflubændurnir í Vesturholtum, sem byrjuðu að taka upp í dag, bræðurnir Helgi og Birkir Ármannssynir með sína aðstoðarmenn á upptökuvélinni á færibandinu. „Mér list bara glimrandi vel á þetta, þetta lítur bara mjög vel út. Kartöflurnar eru ljómandi fínar og fallegar, það er ekki annað hægt að segja,” segir Helgi. Helgi segir að vorið hafa verið bændum erfitt, mikil bleyta og kuldi en síðustu vikur hafi gert gæfumuninn með sprettuna með góðum hita. „Nú fara þær í verslanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þær voru þvegnar seinni partinn í dag og þá fara þær með bíl í fyrramálið og koma í búðir upp úr hádegi á morgun.” Bræðurnir Helgi (t.v. )og Birkir Ármannssynir í einum kartöflugarðinum en þeir rækta kartöflur, ásamt foreldrum sínum á um 45 hekturum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru 11 fjölskyldur í Þykkvabæ í kartöflurækt og því mikil törn fram undan hjá bændum og búaliði að taka upp kartöflur. En erum við dugleg að borða kartöflur eða eigum við að vera duglegri? „Við mættum alveg vera duglegri en það er bara kannski svo mikið að gera hjá öllum. Nei, nei, þetta gengur bara ágætlega, Íslendingar vilja íslenskar kartöflur,” segir Helgi. Unnið á færibandinu en nýju kartöflurnar úr Þykkvabæ verða komnar í verslanir á morgun miðvikudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var ekki hægt að koma í Þykkvabæ án þess að fá að smakka nýjar kartöflur en bræðurnir eru sammála um að þær séu bestar nýsoðnar með smjöri og salti. Nýjar kartöflur þykja sérstaklega góðar með smjöri og salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Kartöflurækt Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Það voru kartöflubændurnir í Vesturholtum, sem byrjuðu að taka upp í dag, bræðurnir Helgi og Birkir Ármannssynir með sína aðstoðarmenn á upptökuvélinni á færibandinu. „Mér list bara glimrandi vel á þetta, þetta lítur bara mjög vel út. Kartöflurnar eru ljómandi fínar og fallegar, það er ekki annað hægt að segja,” segir Helgi. Helgi segir að vorið hafa verið bændum erfitt, mikil bleyta og kuldi en síðustu vikur hafi gert gæfumuninn með sprettuna með góðum hita. „Nú fara þær í verslanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þær voru þvegnar seinni partinn í dag og þá fara þær með bíl í fyrramálið og koma í búðir upp úr hádegi á morgun.” Bræðurnir Helgi (t.v. )og Birkir Ármannssynir í einum kartöflugarðinum en þeir rækta kartöflur, ásamt foreldrum sínum á um 45 hekturum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru 11 fjölskyldur í Þykkvabæ í kartöflurækt og því mikil törn fram undan hjá bændum og búaliði að taka upp kartöflur. En erum við dugleg að borða kartöflur eða eigum við að vera duglegri? „Við mættum alveg vera duglegri en það er bara kannski svo mikið að gera hjá öllum. Nei, nei, þetta gengur bara ágætlega, Íslendingar vilja íslenskar kartöflur,” segir Helgi. Unnið á færibandinu en nýju kartöflurnar úr Þykkvabæ verða komnar í verslanir á morgun miðvikudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var ekki hægt að koma í Þykkvabæ án þess að fá að smakka nýjar kartöflur en bræðurnir eru sammála um að þær séu bestar nýsoðnar með smjöri og salti. Nýjar kartöflur þykja sérstaklega góðar með smjöri og salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Kartöflurækt Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira