„Þykir gríðarlega miður að upplifun einstaka foreldra hafi verið neikvæð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 19:45 Jóhann Þór Jónsson, mótsstjóri Símamótsins. Vísir/Arnar Mótastjóri Símamótsins harmar slæma upplifun iðkenda og foreldra á mótinu um helgina en afreksfólk í íþróttum hefur greint frá slíku á samfélagsmiðlum. Hann segir mótið heilt yfir hafa farið afar vel fram. Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vakti athygli á slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu um helgina og sama má segja um Sif Atladóttur, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna. Upplifun sem í báðum tilfellum hafi verið vegna hegðunar foreldra. Jóhann Þór Jónsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks og formaður mótsnefndar Símamótsins, segir mótið heilt yfir hafa verið afar vel heppnað en því miður komi upp einstaka atvik á risastóru móti. „Ég lít ekki á þetta sem neinar ásakanir. Ég vil fyrst og fremst segja að Símamótið heppnaðist gríðarlega vel. Hér voru spilaðir 1.600 leikir og okkur þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð,“ „Símamótið lagði upp með það að leggja áherslu á virðingu foreldra og aðstandenda fyrir leikmönnunum. Símamótið er vettvengur ungu stelpnanna okkar og það tókst. Það fór ekkert bleikt spjald á loft. En í 1.600 leikjum gerist ýmislegt og það finnst okkur gríðarlega miður að einhverjir leikir hafi farið þannig og upplifun einhverra foreldra hafi verið þannig að markmið mótsins hafi ekki náðst,“ segir Jóhann Þór. Mótsstjórn skikki leikmenn ekki í bann Jóhann vildi ekki tjá sig um einstaka mál eða stöðuuppfærslur þeirra sem nefnd eru að ofan. Hann segir þó skýrt að mótsstjórn banni leikmönnum ekki að spila. „Mótsstjórn setur ekki leikmenn í bann. Mótsstjórn treystir frábærum þjálfurum þessara liða til að vinna með sínum krökkum, og foreldrum til að stíga inn ef þarf. Það er alveg af og frá að mótsstjórn geri eitthvað slíkt,“ segir Jóhann Þór sem segir mótið í heild hafa gengið afar vel. „1.600 leikir og tíu þúsund manns. Það er viðbúið að eitthvað komi upp. En upplifun allra sem ég hef talað við hefur verið mjög jákvæð og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frumkvæði um bleika spjaldi. Ég vona svo sannarlega að sú umræða skili sér frá sjöunda flokki og alla leið upp í efstu deild. Því mér virðist ekki veita af,“ segir Jóhann Þór. Viðtal við Jóhann má sjá í spilaranum að ofan. Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Kópavogur Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Grindavík snýr aftur heim: „Heimvöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vakti athygli á slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu um helgina og sama má segja um Sif Atladóttur, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna. Upplifun sem í báðum tilfellum hafi verið vegna hegðunar foreldra. Jóhann Þór Jónsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks og formaður mótsnefndar Símamótsins, segir mótið heilt yfir hafa verið afar vel heppnað en því miður komi upp einstaka atvik á risastóru móti. „Ég lít ekki á þetta sem neinar ásakanir. Ég vil fyrst og fremst segja að Símamótið heppnaðist gríðarlega vel. Hér voru spilaðir 1.600 leikir og okkur þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð,“ „Símamótið lagði upp með það að leggja áherslu á virðingu foreldra og aðstandenda fyrir leikmönnunum. Símamótið er vettvengur ungu stelpnanna okkar og það tókst. Það fór ekkert bleikt spjald á loft. En í 1.600 leikjum gerist ýmislegt og það finnst okkur gríðarlega miður að einhverjir leikir hafi farið þannig og upplifun einhverra foreldra hafi verið þannig að markmið mótsins hafi ekki náðst,“ segir Jóhann Þór. Mótsstjórn skikki leikmenn ekki í bann Jóhann vildi ekki tjá sig um einstaka mál eða stöðuuppfærslur þeirra sem nefnd eru að ofan. Hann segir þó skýrt að mótsstjórn banni leikmönnum ekki að spila. „Mótsstjórn setur ekki leikmenn í bann. Mótsstjórn treystir frábærum þjálfurum þessara liða til að vinna með sínum krökkum, og foreldrum til að stíga inn ef þarf. Það er alveg af og frá að mótsstjórn geri eitthvað slíkt,“ segir Jóhann Þór sem segir mótið í heild hafa gengið afar vel. „1.600 leikir og tíu þúsund manns. Það er viðbúið að eitthvað komi upp. En upplifun allra sem ég hef talað við hefur verið mjög jákvæð og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frumkvæði um bleika spjaldi. Ég vona svo sannarlega að sú umræða skili sér frá sjöunda flokki og alla leið upp í efstu deild. Því mér virðist ekki veita af,“ segir Jóhann Þór. Viðtal við Jóhann má sjá í spilaranum að ofan.
Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Kópavogur Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Grindavík snýr aftur heim: „Heimvöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira