„Þykir gríðarlega miður að upplifun einstaka foreldra hafi verið neikvæð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 19:45 Jóhann Þór Jónsson, mótsstjóri Símamótsins. Vísir/Arnar Mótastjóri Símamótsins harmar slæma upplifun iðkenda og foreldra á mótinu um helgina en afreksfólk í íþróttum hefur greint frá slíku á samfélagsmiðlum. Hann segir mótið heilt yfir hafa farið afar vel fram. Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vakti athygli á slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu um helgina og sama má segja um Sif Atladóttur, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna. Upplifun sem í báðum tilfellum hafi verið vegna hegðunar foreldra. Jóhann Þór Jónsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks og formaður mótsnefndar Símamótsins, segir mótið heilt yfir hafa verið afar vel heppnað en því miður komi upp einstaka atvik á risastóru móti. „Ég lít ekki á þetta sem neinar ásakanir. Ég vil fyrst og fremst segja að Símamótið heppnaðist gríðarlega vel. Hér voru spilaðir 1.600 leikir og okkur þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð,“ „Símamótið lagði upp með það að leggja áherslu á virðingu foreldra og aðstandenda fyrir leikmönnunum. Símamótið er vettvengur ungu stelpnanna okkar og það tókst. Það fór ekkert bleikt spjald á loft. En í 1.600 leikjum gerist ýmislegt og það finnst okkur gríðarlega miður að einhverjir leikir hafi farið þannig og upplifun einhverra foreldra hafi verið þannig að markmið mótsins hafi ekki náðst,“ segir Jóhann Þór. Mótsstjórn skikki leikmenn ekki í bann Jóhann vildi ekki tjá sig um einstaka mál eða stöðuuppfærslur þeirra sem nefnd eru að ofan. Hann segir þó skýrt að mótsstjórn banni leikmönnum ekki að spila. „Mótsstjórn setur ekki leikmenn í bann. Mótsstjórn treystir frábærum þjálfurum þessara liða til að vinna með sínum krökkum, og foreldrum til að stíga inn ef þarf. Það er alveg af og frá að mótsstjórn geri eitthvað slíkt,“ segir Jóhann Þór sem segir mótið í heild hafa gengið afar vel. „1.600 leikir og tíu þúsund manns. Það er viðbúið að eitthvað komi upp. En upplifun allra sem ég hef talað við hefur verið mjög jákvæð og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frumkvæði um bleika spjaldi. Ég vona svo sannarlega að sú umræða skili sér frá sjöunda flokki og alla leið upp í efstu deild. Því mér virðist ekki veita af,“ segir Jóhann Þór. Viðtal við Jóhann má sjá í spilaranum að ofan. Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Kópavogur Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vakti athygli á slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu um helgina og sama má segja um Sif Atladóttur, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna. Upplifun sem í báðum tilfellum hafi verið vegna hegðunar foreldra. Jóhann Þór Jónsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks og formaður mótsnefndar Símamótsins, segir mótið heilt yfir hafa verið afar vel heppnað en því miður komi upp einstaka atvik á risastóru móti. „Ég lít ekki á þetta sem neinar ásakanir. Ég vil fyrst og fremst segja að Símamótið heppnaðist gríðarlega vel. Hér voru spilaðir 1.600 leikir og okkur þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð,“ „Símamótið lagði upp með það að leggja áherslu á virðingu foreldra og aðstandenda fyrir leikmönnunum. Símamótið er vettvengur ungu stelpnanna okkar og það tókst. Það fór ekkert bleikt spjald á loft. En í 1.600 leikjum gerist ýmislegt og það finnst okkur gríðarlega miður að einhverjir leikir hafi farið þannig og upplifun einhverra foreldra hafi verið þannig að markmið mótsins hafi ekki náðst,“ segir Jóhann Þór. Mótsstjórn skikki leikmenn ekki í bann Jóhann vildi ekki tjá sig um einstaka mál eða stöðuuppfærslur þeirra sem nefnd eru að ofan. Hann segir þó skýrt að mótsstjórn banni leikmönnum ekki að spila. „Mótsstjórn setur ekki leikmenn í bann. Mótsstjórn treystir frábærum þjálfurum þessara liða til að vinna með sínum krökkum, og foreldrum til að stíga inn ef þarf. Það er alveg af og frá að mótsstjórn geri eitthvað slíkt,“ segir Jóhann Þór sem segir mótið í heild hafa gengið afar vel. „1.600 leikir og tíu þúsund manns. Það er viðbúið að eitthvað komi upp. En upplifun allra sem ég hef talað við hefur verið mjög jákvæð og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frumkvæði um bleika spjaldi. Ég vona svo sannarlega að sú umræða skili sér frá sjöunda flokki og alla leið upp í efstu deild. Því mér virðist ekki veita af,“ segir Jóhann Þór. Viðtal við Jóhann má sjá í spilaranum að ofan.
Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Kópavogur Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ Sjá meira