Innlent

Mynd­band: Þyrla Land­helgis­gæslunnar slekkur gróður­elda við Litla-Hrút

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
slokkvva
Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er notast við skjólur sem þyrlan ber og hellir úr þeim vatni yfir gosið. Hver skjóla ber um tvö tonn af vatni. Í gærkvöldi voru að auki svokallaðir „bambar“ fullir af vatni fluttir norðan við gosið þar sem slökkviliðsmenn voru við störf.

Myndband af þyrlunni að hella vatni yfir gróðureldana má sjá hér að neðan. 

Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan gærdag. Rok hefur verið á svæðinu sem gerir slökkvistörf erfiðari. „Þetta er alls ekki þægilegt, þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel. Við höfum fundið ákveðna taktík við þetta,“ sagði EInar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík í  kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×