Fótbolti

Fullyrða að FH sé að sækja KR-ing

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Grétar Snær Gunanrsson er að öllum líkindum á leið til FH
Grétar Snær Gunanrsson er að öllum líkindum á leið til FH Vísir/Vilhelm

Grétar Snær Gunnarsson, leikmaður KR í Bestu-deild karla í knattspyrnu, er á leið til FH.

Þetta er fullyrt í útvarpsþætti Fótbolta.net á X977 í dag og Fótbolti.net segir frá yfirvofandi vistaskiptum Grétars á miðlum sínum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru félagsskiptin nú þegar frágengin og Grétar er búinn að fkrifa undir samning við Hafnarfjarðarliðið.

Grétar, sem er 26 ára gamall varnarmaður, gekk í raðir KR árið 2021 frá Fjölni, en þetta verður ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn leikur fyrir FH. Grétar gekk í raðir FH frá nágrönnum þeirra í Haukum þegar hann var í öðrum flokki og lék einn leik í efstu deild fyrir FH.

Þó er enn óvíst hvort Grétar komi til FH-inga í sumarglugganum sem opnar á þriðjudaginn eða eftir tímabilið þar sem FH var dæmt í félagsskiptabann á dögunum vegna vangoldinna launa sem Morten Beck Guldsmed átti inni hjá félaginu.

FH-ingar vinna þó hörðum höndum að því að fá banninu aflétt, en gangi það ekki eftir mun Grétar ekki ganga í raðir félagsins fyrr en eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×