Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2023 15:15 Kári Stefánsson skaut föstum skotum á matvælaráðherra á mótmælunum í dag. Vísir/Ívar Fannar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. Félag strandveiðimanna stóð í dag fyrir mótmælum gegn stöðvun strandveiða, sem strandveiðimenn segja ótímabæra. Kári Stefánsson var meðal þeirra sem fór með erindi á mótmælunum. „Strandveiðar eru áframhald á þeim lífsstíl sem bjó til sjálfsmynd Íslendinga um langan aldur. Okkur ber skylda til þess að hlúa að þeim með öllum tiltækum ráðum. Þegar ráðherra sem hefur látið hafa það eftir sér að hún sé hlynnt strandveiðum segir nú að ekki sé lagaheimild fyrir að auka aflaheimildir strandveiða, er hún að benda okkur á, svo ekki verður um villst, að alþingi Íslendinga sé ekki að vinna vinnuna sína,“ sagði Kári Stefánsson í erindi sínu á mótmælunum. „Þegar ég flutti ávarp í Grindavík á sjómannadaginn og sagði að það væri kominn tími á sjómannabyltingu á Íslandi, grunaði mig engan veginn að það væri þegar svo mikil ólga á meðal strandveiðihluta stéttarinnar að innan skamms yrðu þorskhausum komið fyrir á tröppum Alþingis. Að vandlega athuguðu máli finnst mér sá gjörningur hins vegar hafa verið svo nálægt því að vera viðeigandi. Það eina sem vantaði upp á til þess að svo væri var að gæta þess að hafa þorskhausana á tröppunum sextíu og þrjá, þannig að það væru jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess,“ sagði hann einnig. Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna um þessa tilhögun. Sjávarútvegur Alþingi Reykjavík Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Félag strandveiðimanna stóð í dag fyrir mótmælum gegn stöðvun strandveiða, sem strandveiðimenn segja ótímabæra. Kári Stefánsson var meðal þeirra sem fór með erindi á mótmælunum. „Strandveiðar eru áframhald á þeim lífsstíl sem bjó til sjálfsmynd Íslendinga um langan aldur. Okkur ber skylda til þess að hlúa að þeim með öllum tiltækum ráðum. Þegar ráðherra sem hefur látið hafa það eftir sér að hún sé hlynnt strandveiðum segir nú að ekki sé lagaheimild fyrir að auka aflaheimildir strandveiða, er hún að benda okkur á, svo ekki verður um villst, að alþingi Íslendinga sé ekki að vinna vinnuna sína,“ sagði Kári Stefánsson í erindi sínu á mótmælunum. „Þegar ég flutti ávarp í Grindavík á sjómannadaginn og sagði að það væri kominn tími á sjómannabyltingu á Íslandi, grunaði mig engan veginn að það væri þegar svo mikil ólga á meðal strandveiðihluta stéttarinnar að innan skamms yrðu þorskhausum komið fyrir á tröppum Alþingis. Að vandlega athuguðu máli finnst mér sá gjörningur hins vegar hafa verið svo nálægt því að vera viðeigandi. Það eina sem vantaði upp á til þess að svo væri var að gæta þess að hafa þorskhausana á tröppunum sextíu og þrjá, þannig að það væru jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess,“ sagði hann einnig. Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna um þessa tilhögun.
Sjávarútvegur Alþingi Reykjavík Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira