Innlent

Strandveiðimenn boða til mótmæla

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Á myndinni er Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands.
Á myndinni er Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands. aðsend

Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf.

Strandveiðifélag Íslands stendur fyrir mótmælunum. Samkvæmt tilkynningu mun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar flytja ávarp auk þess sem tónlistarmaðurinn KK mun flytja nokkur lög. Loks mun Kristján Torfi og tillukarlakórinn stíga á stokk. 

Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn.

Mikil óánægja er með þessa tilhögun. Í tilkynningu frá strandveiðifélagi Íslands segir:

„Strandveiðar voru stöðvaðar þann 11. júlí síðastliðinn þrátt fyrir að veiðarnar eigi að standa yfir í fjóra mánuði; í maí, júní, júlí og ágúst. Um er að ræða fjórða árið í röð þar sem veiðitímabilið er skert og annað árið í röð þar sem stöðvunin fer fram í júlímánuði. Það er mat félagsins að það starfsumhverfi sem strandveiðimönnum er búið sé óboðlegt.“

Og ennfremur:

„Stöðvunin er reiðaslag fyrir strandveiðisjómenn, fjölskyldur þeirra og brothættar byggðir hringinn í kring um landið. Strandveiðifélag Íslands er þeirrar skoðunar að ekki sé lengur hægt að taka stöðvun veiðanna þegjandi og hljóðalaust, enda er um að ræða umhverfisvænustu fiskveiðar sem stundaðar eru við Íslandsstrendur.“


Tengdar fréttir

Síðasti dagur strandveiða

Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi.

„Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“

Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×