Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2023 15:15 Kári Stefánsson skaut föstum skotum á matvælaráðherra á mótmælunum í dag. Vísir/Ívar Fannar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. Félag strandveiðimanna stóð í dag fyrir mótmælum gegn stöðvun strandveiða, sem strandveiðimenn segja ótímabæra. Kári Stefánsson var meðal þeirra sem fór með erindi á mótmælunum. „Strandveiðar eru áframhald á þeim lífsstíl sem bjó til sjálfsmynd Íslendinga um langan aldur. Okkur ber skylda til þess að hlúa að þeim með öllum tiltækum ráðum. Þegar ráðherra sem hefur látið hafa það eftir sér að hún sé hlynnt strandveiðum segir nú að ekki sé lagaheimild fyrir að auka aflaheimildir strandveiða, er hún að benda okkur á, svo ekki verður um villst, að alþingi Íslendinga sé ekki að vinna vinnuna sína,“ sagði Kári Stefánsson í erindi sínu á mótmælunum. „Þegar ég flutti ávarp í Grindavík á sjómannadaginn og sagði að það væri kominn tími á sjómannabyltingu á Íslandi, grunaði mig engan veginn að það væri þegar svo mikil ólga á meðal strandveiðihluta stéttarinnar að innan skamms yrðu þorskhausum komið fyrir á tröppum Alþingis. Að vandlega athuguðu máli finnst mér sá gjörningur hins vegar hafa verið svo nálægt því að vera viðeigandi. Það eina sem vantaði upp á til þess að svo væri var að gæta þess að hafa þorskhausana á tröppunum sextíu og þrjá, þannig að það væru jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess,“ sagði hann einnig. Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna um þessa tilhögun. Sjávarútvegur Alþingi Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Félag strandveiðimanna stóð í dag fyrir mótmælum gegn stöðvun strandveiða, sem strandveiðimenn segja ótímabæra. Kári Stefánsson var meðal þeirra sem fór með erindi á mótmælunum. „Strandveiðar eru áframhald á þeim lífsstíl sem bjó til sjálfsmynd Íslendinga um langan aldur. Okkur ber skylda til þess að hlúa að þeim með öllum tiltækum ráðum. Þegar ráðherra sem hefur látið hafa það eftir sér að hún sé hlynnt strandveiðum segir nú að ekki sé lagaheimild fyrir að auka aflaheimildir strandveiða, er hún að benda okkur á, svo ekki verður um villst, að alþingi Íslendinga sé ekki að vinna vinnuna sína,“ sagði Kári Stefánsson í erindi sínu á mótmælunum. „Þegar ég flutti ávarp í Grindavík á sjómannadaginn og sagði að það væri kominn tími á sjómannabyltingu á Íslandi, grunaði mig engan veginn að það væri þegar svo mikil ólga á meðal strandveiðihluta stéttarinnar að innan skamms yrðu þorskhausum komið fyrir á tröppum Alþingis. Að vandlega athuguðu máli finnst mér sá gjörningur hins vegar hafa verið svo nálægt því að vera viðeigandi. Það eina sem vantaði upp á til þess að svo væri var að gæta þess að hafa þorskhausana á tröppunum sextíu og þrjá, þannig að það væru jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess,“ sagði hann einnig. Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna um þessa tilhögun.
Sjávarútvegur Alþingi Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira