Leikarar í Hollywood komnir í verkfall Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 23:01 Formaður stéttarfélagsins Fran Drescher á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um verkfallið. getty Stjórn stéttarfélags leikara í Hollywood (SAG) samþykkti í kvöld að leggja niður störf á miðnætti. Verkfallið nær til um 160 þúsund leikara sem hafa undanfarið reynt að ná nýjum samningi, fyrir leikara í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, í höfn. Samningaviðræður við framleiðendur hafa staðið yfir undanfarnar vikur og fór stéttarfélag leikara fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Í gær sigldu þær viðræður í strand og var kosið um verkfallið í kvöld. „Við erum fórnarlömbin hér,“ er haft eftir formanni stéttarfélagsins Fran Drescher í frétt LA Times um málið. „Fórnarlömb í mjög gráðugum bransa. Ég er hneyksluð yfir því hvernig fólkið sem við höfum átt í viðskiptum við kemur fram við okkur. Það er ógeðslegt, skammist ykkar. Þeir standa röngum megin í sögunni á þessari stundu.“ Um er að ræða fyrsta verkfall leikara í 63 ár. Á meðan verkfallinu stendur mega leikarar ekki sækja frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Líkur eru því á að Emmy verðlaunum, sem eiga að fara fram í september, verði frestað fram á vetur. Handritshöfundar hafa sömuleiðis staðið í ströngu í kjarabaráttu sinni í Hollywood og hófu verkfallsaðgerðir 2. maí síðastliðinn. Í kvöld gengu leikararnir Matt Damon, Emily Blunt, Cillian Murphy og Florence Pugh út af frumsýningu stórmyndarinnar Oppenheimer í Bretlandi. Leikstjóri myndarinnar Christopher Nolan tilkynnti sýningargestum að verkfall væri hafið og því væru leikararnir ekki viðstaddir: Official: Christopher Nolan just confirmed the cast of #Oppenheimer have LEFT the U.K. premiere due to the #SAGAFTRA strike The first time in 60 years that writers and actors are striking together. #SAGStrike pic.twitter.com/BQBo2jRfCd— The Weekly Cut (@weeklycut) July 13, 2023 Hollywood Kjaramál Bandaríkin Tengdar fréttir Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. 2. maí 2023 08:43 Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. 13. júlí 2023 08:58 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk kannski andað aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Sjá meira
Samningaviðræður við framleiðendur hafa staðið yfir undanfarnar vikur og fór stéttarfélag leikara fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Í gær sigldu þær viðræður í strand og var kosið um verkfallið í kvöld. „Við erum fórnarlömbin hér,“ er haft eftir formanni stéttarfélagsins Fran Drescher í frétt LA Times um málið. „Fórnarlömb í mjög gráðugum bransa. Ég er hneyksluð yfir því hvernig fólkið sem við höfum átt í viðskiptum við kemur fram við okkur. Það er ógeðslegt, skammist ykkar. Þeir standa röngum megin í sögunni á þessari stundu.“ Um er að ræða fyrsta verkfall leikara í 63 ár. Á meðan verkfallinu stendur mega leikarar ekki sækja frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Líkur eru því á að Emmy verðlaunum, sem eiga að fara fram í september, verði frestað fram á vetur. Handritshöfundar hafa sömuleiðis staðið í ströngu í kjarabaráttu sinni í Hollywood og hófu verkfallsaðgerðir 2. maí síðastliðinn. Í kvöld gengu leikararnir Matt Damon, Emily Blunt, Cillian Murphy og Florence Pugh út af frumsýningu stórmyndarinnar Oppenheimer í Bretlandi. Leikstjóri myndarinnar Christopher Nolan tilkynnti sýningargestum að verkfall væri hafið og því væru leikararnir ekki viðstaddir: Official: Christopher Nolan just confirmed the cast of #Oppenheimer have LEFT the U.K. premiere due to the #SAGAFTRA strike The first time in 60 years that writers and actors are striking together. #SAGStrike pic.twitter.com/BQBo2jRfCd— The Weekly Cut (@weeklycut) July 13, 2023
Hollywood Kjaramál Bandaríkin Tengdar fréttir Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. 2. maí 2023 08:43 Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. 13. júlí 2023 08:58 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk kannski andað aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Sjá meira
Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. 2. maí 2023 08:43
Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. 13. júlí 2023 08:58
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent