Hálft Reykjanesið geti farið undir eld Kristján Már Unnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. júlí 2023 20:42 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir mikið í húfi. Vísir/Arnar Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag. „Við höfum ekki verið með svona mikla gróðurelda í hinum tveimur gosunum. Það er meiri gróður í kringum þetta gos. Þetta er mosi og engin rigning, og engin rigning í kortunum. Brunaröndin er orðin fimm kílómetrar að lengd og ef við missum meiri tök á þessu þá er hætta á að hálft Reykjanesið fari undir í eld,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í gær var greint frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar væri mætt á svæðið til þess að dreifa vatni yfir gróðureldana. Einar segir að slökkviliðsmenn notist ekki einungis við vatn heldur einnig hrífur og jarðgröfur. „Af því mosinn er þannig að það þarf að rjúfa brunaröndina og láta glóðina brenna að skurðinum. Þannig að við erum komin með gröfur með okkur til að hjálpa okkur og svo bara vatn og hrífur og mannshöndina,“ segir Einar slökkviliðsstjóri. Þetta sé ekki síður krefjandi verkefni þegar það er eins vindasamt og það hefur verið í dag. „Suðurnesjalognið fer aðeins of hratt yfir í dag. Við verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni líka, við getum ekki lofað henni að brenna bara út. Þannig að við verðum að reyna,“ segir Einar. Mikið vatn hefur verið flutt á svæðið.Vísir/Arnar Nóg pláss í Meradölum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýndi Kristján Már Unnarsson fréttamaður hvernig hraunið frá gosinu við Litla-Hrút hefur fyllt lægð á svæðinu og stefni í Meradali „Eftir því sem hraunið kemur yfir nýtt landslag þá kveikir það í mosanum og veldur þessum reyk sem kemur hérna yfir gönguleiðirnar. Það er ekki mikill hraði á þessu hrauni, það er kannski að fara fimm til tíu metra á klukkustund en það er búið að fara tvo kílómetra síðan gosið hófst.“ Hraunið sé nú á leiðinni inn í Meradali þar sem fyrir liggur hraun sem kom upp með eldgosinu á síðasta ári. „Það er nóg pláss fyrir hraunið að fylla þessa dali.“ Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19 Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
„Við höfum ekki verið með svona mikla gróðurelda í hinum tveimur gosunum. Það er meiri gróður í kringum þetta gos. Þetta er mosi og engin rigning, og engin rigning í kortunum. Brunaröndin er orðin fimm kílómetrar að lengd og ef við missum meiri tök á þessu þá er hætta á að hálft Reykjanesið fari undir í eld,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í gær var greint frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar væri mætt á svæðið til þess að dreifa vatni yfir gróðureldana. Einar segir að slökkviliðsmenn notist ekki einungis við vatn heldur einnig hrífur og jarðgröfur. „Af því mosinn er þannig að það þarf að rjúfa brunaröndina og láta glóðina brenna að skurðinum. Þannig að við erum komin með gröfur með okkur til að hjálpa okkur og svo bara vatn og hrífur og mannshöndina,“ segir Einar slökkviliðsstjóri. Þetta sé ekki síður krefjandi verkefni þegar það er eins vindasamt og það hefur verið í dag. „Suðurnesjalognið fer aðeins of hratt yfir í dag. Við verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni líka, við getum ekki lofað henni að brenna bara út. Þannig að við verðum að reyna,“ segir Einar. Mikið vatn hefur verið flutt á svæðið.Vísir/Arnar Nóg pláss í Meradölum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýndi Kristján Már Unnarsson fréttamaður hvernig hraunið frá gosinu við Litla-Hrút hefur fyllt lægð á svæðinu og stefni í Meradali „Eftir því sem hraunið kemur yfir nýtt landslag þá kveikir það í mosanum og veldur þessum reyk sem kemur hérna yfir gönguleiðirnar. Það er ekki mikill hraði á þessu hrauni, það er kannski að fara fimm til tíu metra á klukkustund en það er búið að fara tvo kílómetra síðan gosið hófst.“ Hraunið sé nú á leiðinni inn í Meradali þar sem fyrir liggur hraun sem kom upp með eldgosinu á síðasta ári. „Það er nóg pláss fyrir hraunið að fylla þessa dali.“
Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19 Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19
Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent