Samkvæmt upplýsingum frá heimildarmanni Evening Standard var fingurinn strax settur í ísskáp til að hægt væri að rannsaka hann. Ísskápurinn sem fingurinn var settur í hafi verið notaður af lögreglumönnum til að geyma mat.
„Þetta var gert til að sjá til þess að fingurinn væri varðveittur og svo það væri hægt að greina hans eins fljótt og hægt var,“ er haft eftir heimildarmanninum sem sagður er vera frá bústað forsetans.
Rannsóknir á fingrinum hafi leitt í ljós að hann hafi tilheyrt manneskju sem var á lífi þegar hann var skorinn af. Fullyrt er að maðurinn sem fingurinn tilheyrði hafi fundist og að hann hafi fengið læknishjálp.
Enginn miði eða neitt slíkt fylgdi fingrinum í pakkanum. Það ku hafa gert rannsóknarlögreglumenn ráðþrota. Samkvæmt Mirror er þetta í fyrsta skipti sem forseta Frakklands berst pakki með líkamshluta.