Enski boltinn

Andre Onana færist nær Manchester United

Jón Már Ferro skrifar
Andre Onana verður að öllum líkindum leikmaður Manchester United áður en langt um líður.
Andre Onana verður að öllum líkindum leikmaður Manchester United áður en langt um líður. vísir/getty

Manchester United færist skrefi nær því að klófesta Andre Onana frá Inter Milan. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Samningsviðræður hafa gengið hægt á milli liðanna en Inter hafnaði fyrsta tilboðinu sem var upp á 45 milljónir evra. Ítalska stórveldið verðmetur kamerúnska markmanninn á sextíu milljónir evra.

Onana gekk til liðs við Inter frá Ajax og gerði samning til fimm ára síðasta sumar. Nú er talið líklegt að hann skipti um félag einungis ári síðar.

Heimildamenn Onana segja alla aðila vilja semja áður en Inter hefur undirbúningstímabilið eftir einungis tvo daga.

Onana lék undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax en nú gætu þeir félagar leitt hesta sína saman á ný á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×