„Vissi að við værum með lið sem gæti unnið öll hin liðin í deildinni“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júlí 2023 09:00 Magnús Már ásamt syni sínum, Einari Inga. vísir/ívar Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur verið knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur í um tvo áratugi enda var hann byrjaður að skrifa fyrir fótbolta.net um fermingu. Fyrir tæpum fjórum árum síðan lagði hann svo lyklaborðið frá sér og tók við þjálfun uppeldisfélagsins. „Þetta hefur verið skemmtilegra en ég átti von á. Ég var búinn að vera á fótbolti.net í nítján ár og hélt ég myndi sakna þess meira. Það hefur ekki verið söknuður í einn dag því ég er í fótbolta alla daga,“ segir hinn viðkunnalegi Magnús Már léttur. Ákveðin hugmyndafræði í gangi Liði Aftureldingar var aðeins spáð sjötta sætinu í deildinni en þegar níu umferðir eru búnar af mótinu er Afturelding á toppnum og hefur ekki enn tapað leik. Afturelding spilar skemmtilegan bolta eins og sést líka á því að liðið hefur skorað mest allra liða í deildinni. „Lykillinn að þessum árangri núna er mikil vinna undanfarin ár. Það er ákveðin hugmyndafræði í gangi hérna og strákarnir hafa lagt á sig mikla vinnu. Við höfum líka fengið inn leikmenn sem hafa fallið inn í hugmyndafræðina. Svo er mikil stemning í bæjarfélaginu og þetta er allt að smella,“ segir þjálfarinn sem er þó með báða fætur á jörðinni. „Mótið er varla hálfnað og það man enginn hvar var á toppnum í júlí. Þetta snýst um að vera á toppnum í september og við viljum meira.“ Vissi að við stæðum öðrum liðum snúning Þessi flotta byrjun Mosfellinga hefur komið mörgum á óvart en ekki Magnúsi. „Í draumaheimi já. Ég vissi að við værum að púsla saman liði sem gæti gert góða hluti í sumar. Lið sem getur unnið öll lið í þessari deild. Ég vissi að við værum með lið sem gæti staðið öllum liðum snúning og það hefur komið á daginn,“ segir Magnús Már en ef liðið kemst upp. Er bæði liðið og félagið tilbúið í svo stórt skref? Leikmenn sem geta tekið skrefið í efstu deild „Leikmennirnir eru flestir á mjög góðum aldrei og eru að bæta sig sem fótboltamenn. Ég treysti þeim til að taka þetta skref. Auðvitað yrðum við samt að styrkja hópinn eitthvað. Það er gott utanumhald í kringum liðið. Það sem vantar er samt betri aðstaða fyrir áhorfendur. Við erum með áhorfendasvæði fyrir 300 manns en á síðasta leik voru um 1.000 manns á vellinum. Því fyrr sem verður byrjað að grafa og gera eitthvað hérna því betra.“ Sjá má viðtalið við Magnús Má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Ætlum okkur stærri hluti Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
„Þetta hefur verið skemmtilegra en ég átti von á. Ég var búinn að vera á fótbolti.net í nítján ár og hélt ég myndi sakna þess meira. Það hefur ekki verið söknuður í einn dag því ég er í fótbolta alla daga,“ segir hinn viðkunnalegi Magnús Már léttur. Ákveðin hugmyndafræði í gangi Liði Aftureldingar var aðeins spáð sjötta sætinu í deildinni en þegar níu umferðir eru búnar af mótinu er Afturelding á toppnum og hefur ekki enn tapað leik. Afturelding spilar skemmtilegan bolta eins og sést líka á því að liðið hefur skorað mest allra liða í deildinni. „Lykillinn að þessum árangri núna er mikil vinna undanfarin ár. Það er ákveðin hugmyndafræði í gangi hérna og strákarnir hafa lagt á sig mikla vinnu. Við höfum líka fengið inn leikmenn sem hafa fallið inn í hugmyndafræðina. Svo er mikil stemning í bæjarfélaginu og þetta er allt að smella,“ segir þjálfarinn sem er þó með báða fætur á jörðinni. „Mótið er varla hálfnað og það man enginn hvar var á toppnum í júlí. Þetta snýst um að vera á toppnum í september og við viljum meira.“ Vissi að við stæðum öðrum liðum snúning Þessi flotta byrjun Mosfellinga hefur komið mörgum á óvart en ekki Magnúsi. „Í draumaheimi já. Ég vissi að við værum að púsla saman liði sem gæti gert góða hluti í sumar. Lið sem getur unnið öll lið í þessari deild. Ég vissi að við værum með lið sem gæti staðið öllum liðum snúning og það hefur komið á daginn,“ segir Magnús Már en ef liðið kemst upp. Er bæði liðið og félagið tilbúið í svo stórt skref? Leikmenn sem geta tekið skrefið í efstu deild „Leikmennirnir eru flestir á mjög góðum aldrei og eru að bæta sig sem fótboltamenn. Ég treysti þeim til að taka þetta skref. Auðvitað yrðum við samt að styrkja hópinn eitthvað. Það er gott utanumhald í kringum liðið. Það sem vantar er samt betri aðstaða fyrir áhorfendur. Við erum með áhorfendasvæði fyrir 300 manns en á síðasta leik voru um 1.000 manns á vellinum. Því fyrr sem verður byrjað að grafa og gera eitthvað hérna því betra.“ Sjá má viðtalið við Magnús Má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Ætlum okkur stærri hluti
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira