Fótbolti

Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappé er í hópi allra bestu knattspyrnumanna heims í dag og kannski bara sá besti.
Kylian Mbappé er í hópi allra bestu knattspyrnumanna heims í dag og kannski bara sá besti. Getty/Christian Liewig

Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar.

Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, lýsti því yfir á dögunum að annað hvort myndi Mbappé skrifa undir nýjan samning eða að félagið myndi selja hann. ESPN hefur heimildir fyrir því að franski framherjinn ætli ekki að skrifa undir nýjan samning.

Ummæli Al-Khelaifi fóru ekki vel í Mbappé og hann hikar ekkert í sinni afstöðu samkvæmt fréttum erlendra miðla. Mbappé ætlaði sér að klára samninginn sinn og fara svo frítt næsta sumar.

Forráðamenn PSG geta ekki látið svo verðmætan leikmann ganga út og því verður hann nær örugglega seldur á næstu tveimur mánuðum.

Heimildarmenn ESPN úr röðum Mbappé segja að leikmaðurinn sé ekkert að stessa sig yfir þessu en hann er eins og er í fríi í Kamerún.

Allt bendir til þess að Real Madrid muni nú bjóða í leikmanninn en frægt er þegar PSG hafnaði risatilboði í Mbappé í fyrrasumar. Mbappé framlengdi þá við PSG á síðustu stundu eftir mikla pressu frá meðal annars forsætisráðherra Frakklands.

Erlendir miðlar hafa slúðrað um það í morgun að Arsenal sé fyrsti kostur skipti Mbappé yfir í ensku úrvalsdeildina. Arsenal er búið að eyða miklu í leikmenn nú þegar og ráða varla við að bæta Mbappé við.

Liverpool hefur stundum verið orðað við Mbappé ekki síst vegna þess að móðir hans er mikill stuðningsmaður Liverpool. Ekki er þó útlit fyrir það að Liverpool ráði við kaupverð og laun Frakkans miðað við núverandi rekstur félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×