Freista þess að tryggja aðild Svía í Vilníus í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júlí 2023 07:42 Kristersson og Biden í Hvíta húsinu í gær. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti tók á móti Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Hvíta húsinu í gær, þar sem leiðtogarnir ræddu meðal aðildarumsókn Svía að Atlantshafsbandalaginu. Kristersson sagði eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt að fundur bandalagsins í Vilníus í næstu viku væri tilvalinn vettvangur til að veita Svíþjóð formlega aðild en stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa staðið í veginum. „Aðeins Tyrkland getur tekið ákvarðanir fyrir Tyrkland,“ ítrekaði Kristersson. Biden sagðist hlakka til aðildar Svía og sagðist vilja ítreka að hann væri ötull stuðningsmaður umsóknar þeirra um aðild að Nató. Biden mun heimsækja Bretland á sunnudaginn og ferðast þaðan á ráðstefnuna í Vilníus, þaðan sem hann mun svo fara í opinbera heimsókn til nýjasta aðildarríkisins, Finnlands. Eins og kunnugt er sóttu bæði Finnland og Svíþjóð um aðild að bandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Finnar hafa þegar verið teknir inn en aðild Svía mætir enn andspyrnu, séstaklega í Tyrklandi, þar sem stjórnvöld hafa gert alvarlegar athugasemdir við afstöðu Svía gagnvart Kúrdum. Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Biden, vildi ekki svara því í gær hvort Biden hygðist eiga samtal við leiðtoga Tyrklands og Ungverjalands fyrir fundinn í Vilníus til. Hún sagði forsetann hins vegar staðfastan í stuðningi sínum við umsókn Svía. Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði á þriðjudag að Tyrkir myndu aldrei láta undan tímapressu þegar hann var spurður um mögulega inngöngu Svía í Vilníus í næstu viku. Svíþjóð Bandaríkin Tyrkland NATO Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Kristersson sagði eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt að fundur bandalagsins í Vilníus í næstu viku væri tilvalinn vettvangur til að veita Svíþjóð formlega aðild en stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa staðið í veginum. „Aðeins Tyrkland getur tekið ákvarðanir fyrir Tyrkland,“ ítrekaði Kristersson. Biden sagðist hlakka til aðildar Svía og sagðist vilja ítreka að hann væri ötull stuðningsmaður umsóknar þeirra um aðild að Nató. Biden mun heimsækja Bretland á sunnudaginn og ferðast þaðan á ráðstefnuna í Vilníus, þaðan sem hann mun svo fara í opinbera heimsókn til nýjasta aðildarríkisins, Finnlands. Eins og kunnugt er sóttu bæði Finnland og Svíþjóð um aðild að bandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Finnar hafa þegar verið teknir inn en aðild Svía mætir enn andspyrnu, séstaklega í Tyrklandi, þar sem stjórnvöld hafa gert alvarlegar athugasemdir við afstöðu Svía gagnvart Kúrdum. Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Biden, vildi ekki svara því í gær hvort Biden hygðist eiga samtal við leiðtoga Tyrklands og Ungverjalands fyrir fundinn í Vilníus til. Hún sagði forsetann hins vegar staðfastan í stuðningi sínum við umsókn Svía. Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði á þriðjudag að Tyrkir myndu aldrei láta undan tímapressu þegar hann var spurður um mögulega inngöngu Svía í Vilníus í næstu viku.
Svíþjóð Bandaríkin Tyrkland NATO Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira