Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2023 20:01 Vinir Victoriu Amelina minntust hennar í minningarathöfn í Kænugarði í dag. Hún verður jarðsungin síðar í heimaborg sinni Lviv. AP/Jae C. Hong Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. Eitt af nýjustu hryðjuverkum Rússa er eldflaugaárás þeirra á veitingastað í borginni Kramatorsk hinn 27. Júní þar sem ellefu fórust og rúmlega fimmtíu særðust. Minningarathöfn var haldin í Kænugarði í dag fyrir hins 37 ára gömlu Victoriu Amelina sem féll í eldflaugaárásinni. Amelina er virtur rithöfundur í Úkraínu en frá því innrás Rússa hófst hafði hún einhent sér í að vinna við skráningu á stríðsglæpum Rússa. Hún sat fyrir utan matsölustaðinn með félögum sínum þegar eldflaugin sprakk. Forseti Úkraínu segir umheiminn verða að sýna Rússum að fylgst sé með undirbúningi þeirra á hryðjuverki í kjarnorkuverinu og að það muni hafa afleiðingar ef þeir sprengja verið í loft upp.Getty Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ítrekaði viðvaranir sínar til umheimsins í daglegu ávarpi í gærkvöldi vegna ummerkja um að Rússar ætli að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. „Heimsbyggðin verður að átta sig á því að öryggi hennar hvílir algerlega á því að hún fylgist með því sem innrásarliðið er að gera og þeim aðgerðum alþjóðasamfélagið grípur til. Rússum verður að vera ljóst að umheimurinn taki eftir þeim hryðjuverkum sem þeir eru að undirbúa og sé reiðubúinn að bregðast við,“ sagði Zelensky. Því miður hefðu engin meiriháttar viðbrögð verið við hryðjuverkaárás Rússa á Kakhovka fallorkuverið. „Og það getur hvatt Kremlin til frekari illvirkja. Það er á ábyrgð allra í heiminum að koma í veg fyrir það. Það getur enginn staðið aðgerðarlaus hjá, vegna þess að geislavirkni hefur áhrif á alla,” sagði Volodymyr Zelensky. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Eitt af nýjustu hryðjuverkum Rússa er eldflaugaárás þeirra á veitingastað í borginni Kramatorsk hinn 27. Júní þar sem ellefu fórust og rúmlega fimmtíu særðust. Minningarathöfn var haldin í Kænugarði í dag fyrir hins 37 ára gömlu Victoriu Amelina sem féll í eldflaugaárásinni. Amelina er virtur rithöfundur í Úkraínu en frá því innrás Rússa hófst hafði hún einhent sér í að vinna við skráningu á stríðsglæpum Rússa. Hún sat fyrir utan matsölustaðinn með félögum sínum þegar eldflaugin sprakk. Forseti Úkraínu segir umheiminn verða að sýna Rússum að fylgst sé með undirbúningi þeirra á hryðjuverki í kjarnorkuverinu og að það muni hafa afleiðingar ef þeir sprengja verið í loft upp.Getty Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ítrekaði viðvaranir sínar til umheimsins í daglegu ávarpi í gærkvöldi vegna ummerkja um að Rússar ætli að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. „Heimsbyggðin verður að átta sig á því að öryggi hennar hvílir algerlega á því að hún fylgist með því sem innrásarliðið er að gera og þeim aðgerðum alþjóðasamfélagið grípur til. Rússum verður að vera ljóst að umheimurinn taki eftir þeim hryðjuverkum sem þeir eru að undirbúa og sé reiðubúinn að bregðast við,“ sagði Zelensky. Því miður hefðu engin meiriháttar viðbrögð verið við hryðjuverkaárás Rússa á Kakhovka fallorkuverið. „Og það getur hvatt Kremlin til frekari illvirkja. Það er á ábyrgð allra í heiminum að koma í veg fyrir það. Það getur enginn staðið aðgerðarlaus hjá, vegna þess að geislavirkni hefur áhrif á alla,” sagði Volodymyr Zelensky.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18
Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11
Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41