Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 14:50 Ísraelskir sjúkraflutningamenn flytja mann af vettvangi árásar ungs Palestínumanns í Tel Aviv í dag. AP/Oded Balilty Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. Átta eru sagðir særðir eftir árásina í Tel Aviv, þar af þrír lífshættulega. Kobi Shabtai, lögreglustjóri, sagði fréttamönnum að óbreyttur borgari hafi skotið árásarmanninn til bana. Árásarmaðurinn var tvítugur íbúa Vesturbakkans sem hafði ekki leyfi til að koma til Ísraels, að sögn ísraelsku leyniþjónustunnar. Hann hafi ekki verið á sakaskrá. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng ísraelskra stjórnmála, flýtti sér á vettvang árásarinnar og lofaði hugrakkan borgara sem skaut árásarmanninn. Kallaði hann eftir því að fleiri almennir borgarar gengu um vopnaðir. Hamas-samtökin lofuðu árásarmanninn og sögðu hann hafa dáið píslavættisdauða. Árásin væri „hetjuleg“ hefnd fyrir aðgerðir Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum sem hófust í fyrrinótt. Ekki er ljóst hvort að árásarmaðurinn hafi verið á vegum samtakanna eða staðið einn að verki, að sögn AP-fréttastofunnar. Íslamskt jíhad, önnur samtök palestínskra íslamista, lofuðu einnig árásina. Ungmenni eða saklaust fólk á meðal tíu látinna Tíu Palestínumenn eru nú sagðir fallnir í aðgerðum Ísraela í Jenín sem eru þær umfangsmestu tæp tuttugu ár. Ísraelar segja að flestir þeirra látnu séu vígamenn en einhver ungmenni sem mótmæltu aðgerðunum með grjótkasti og saklaust fólk hafi einnig fallið. Aðgerðirnar héldu áfram í dag. Þúsundir íbúar í borginni hafa lagt á flótta. Ísraelskir hermenn hafa meðal annars rutt sér leið með jarðýtum og skemmt íbúðarhús. Ísraelsher segist hafa lagt hald á sprengiefni og vopn í aðgerðunum í dag. Þá hafi hann eyðilagt göng undir mosku í flóttamannabúðunum. Ísraelskir fjölmiðlar segja herinn hafa tekið að minnsta kosti 120 meinta vígamenn höndum frá því í gær. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Átta eru sagðir særðir eftir árásina í Tel Aviv, þar af þrír lífshættulega. Kobi Shabtai, lögreglustjóri, sagði fréttamönnum að óbreyttur borgari hafi skotið árásarmanninn til bana. Árásarmaðurinn var tvítugur íbúa Vesturbakkans sem hafði ekki leyfi til að koma til Ísraels, að sögn ísraelsku leyniþjónustunnar. Hann hafi ekki verið á sakaskrá. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng ísraelskra stjórnmála, flýtti sér á vettvang árásarinnar og lofaði hugrakkan borgara sem skaut árásarmanninn. Kallaði hann eftir því að fleiri almennir borgarar gengu um vopnaðir. Hamas-samtökin lofuðu árásarmanninn og sögðu hann hafa dáið píslavættisdauða. Árásin væri „hetjuleg“ hefnd fyrir aðgerðir Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum sem hófust í fyrrinótt. Ekki er ljóst hvort að árásarmaðurinn hafi verið á vegum samtakanna eða staðið einn að verki, að sögn AP-fréttastofunnar. Íslamskt jíhad, önnur samtök palestínskra íslamista, lofuðu einnig árásina. Ungmenni eða saklaust fólk á meðal tíu látinna Tíu Palestínumenn eru nú sagðir fallnir í aðgerðum Ísraela í Jenín sem eru þær umfangsmestu tæp tuttugu ár. Ísraelar segja að flestir þeirra látnu séu vígamenn en einhver ungmenni sem mótmæltu aðgerðunum með grjótkasti og saklaust fólk hafi einnig fallið. Aðgerðirnar héldu áfram í dag. Þúsundir íbúar í borginni hafa lagt á flótta. Ísraelskir hermenn hafa meðal annars rutt sér leið með jarðýtum og skemmt íbúðarhús. Ísraelsher segist hafa lagt hald á sprengiefni og vopn í aðgerðunum í dag. Þá hafi hann eyðilagt göng undir mosku í flóttamannabúðunum. Ísraelskir fjölmiðlar segja herinn hafa tekið að minnsta kosti 120 meinta vígamenn höndum frá því í gær.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“