Eftirlitsstofnanir sýknaðar af kröfum hvalveiðiskipstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 12:34 Hvalur 8 við bryggju í hvalstöðinni í Hvalfirði. Skipstjórar tveggja hvalveiðiskipa stefndu Matvælastofnun og Fiskistofu vegna eftirlits með veiðum þeirra í fyrra. Egill Aðalsteinsson Héraðsdómur Suðurlands sýknaði Matvælastofnun og Fiskistofu af kröfu tveggja skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. um miskabætur vegna eftirlits með veiðum þeirra í fyrra. Skipstjórarnir töldu meðal annars brotið á friðhelgi einkalífs síns með eftirlitinu. Þeir Bergþór Ingibergsson og Einar Jóhannes Lárusson, skipstjórar á Hval 8 og 9, stefndu eftirlitsstofnunum tveimur vegna eftirliti þeirra með hvalveiðum síðsumars og haustið 2022. Eftirlitsmenn Fiskistofu tóku upp veiðar á tugum dýra en skipstjórarnir sáust á mörgum myndskeiðanna. Þeir voru þekkjanlegir á sumum upptakanna. Hluti þeirra birtist í fjölmiðlum í tengslum við umfjöllun um skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar í vor. Skipstjórarnir töldu brotið á rétti þeirra til friðhelgis einkalífs og sögðu lagastoð skorta fyrir eftirlitinu. Kröfðust þeir tveggja milljóna króna í miskabætur hvor um sig. Dómurinn féllst ekki á að lagastoð skorti fyrir eftirlitinu eða að það hafi verið umfram tilefni eða heimildir. Þvert á móti taldi dómurinn að tilefni væri til eftirlitsins þar sem veiðarnar væru lítt sýnilegar og ýmislegt benti til að veiðarnar fullnægðu ekki skilyrðum laga um dýravernd. Vísaði dómurinn til eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem byggði á eftirlitinu sem deilt var um. Aðeins 59 prósent langreyða sem voru skotnar hafi drepist við fyrsta skot hvalveiðimanna. Rýr rökstuðningur fyrir miska Hvað persónuverndarhluta málsins varðaði taldi dómurinn að eftirlitið félli ekki undir rafræna vöktun í skilningi persónuverndarlaga þar sem hún hefði ekki farið fram með „fjarstýrðum eða sjálfvirkum búnaði“. Ekki hafi heldur verið um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga. Skipstjórarnir hafi verið aukaatriði á upptökunum og myndatakan fyrst og fremst beinst að veiðunum sjálfum. Rökstuðningur þeirra fyrir miska hafi verið mjög rýr. Þó að þeim hafi þótt óþægilegt að vera myndaðir við vinnu þá hafi þeir sjaldnast verið þekkjanlegir og þeir ekki í persónulegum erindagjörðum þegar þeir voru teknir upp. Hins vegar taldi héraðsdómur að eftirlitsstofnanirnar tvær hefðu ekki fylgt fyrirmælum persónuverndarlaga við eftirlitið að öllu leyti. Ekki væri ljóst hvort að öryggi persónuupplýsinganna væri tryggt með því að taka upp á farsíma og hlaða myndskeiðum upp á tölvu. Það sæist ekki síst á því að hluti upptakanna hafi ratað í fjölmiðla án þess að skýringar hafi fengið um hvernig það gerðist. Frávikin frá persónuverndarlögum hafi þó ekki verið það veigamikil eða íþyngjandi að þau teljist ólögmæt. Stofnanirnar tvær voru sýknaðar af kröfum skipstjóranna en rétt var talið að láta málskostnað falla niður. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í síðasta mánuði hefur valdið streitu á stjórnarheimilinu. Hún byggði á áliti fagráðs um velferð dýra sem vísaði til niðurstaðna eftirlitsins sem deilt var um í máli skipstjóranna.Vísir/Vilhelm Stöðvaði hvalveiðar á grundvelli eftirlitsins Fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu að þær aðferðir sem væru notaðar við hvalveiðar samræmdust ekki kröfum laga um velferð dýra í síðasta mánuði. Sú ákvörðun byggði á skýrslu Matvælastofnunar sem byggði aftur á upptökum eftirlitsmannana sem deilt var um í máli skipstjóranna. Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, ákvað að stöðva hvalveiðar tímabundið daginn eftir að álit fagráðsins barst og degi áður en veiðarnar áttu að hefjast. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., kallaði Svandísi „öfgafullan kommúnista“ vegna ákvörðunar hennar. Dómsmál Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 „Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júní 2023 11:45 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Þeir Bergþór Ingibergsson og Einar Jóhannes Lárusson, skipstjórar á Hval 8 og 9, stefndu eftirlitsstofnunum tveimur vegna eftirliti þeirra með hvalveiðum síðsumars og haustið 2022. Eftirlitsmenn Fiskistofu tóku upp veiðar á tugum dýra en skipstjórarnir sáust á mörgum myndskeiðanna. Þeir voru þekkjanlegir á sumum upptakanna. Hluti þeirra birtist í fjölmiðlum í tengslum við umfjöllun um skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar í vor. Skipstjórarnir töldu brotið á rétti þeirra til friðhelgis einkalífs og sögðu lagastoð skorta fyrir eftirlitinu. Kröfðust þeir tveggja milljóna króna í miskabætur hvor um sig. Dómurinn féllst ekki á að lagastoð skorti fyrir eftirlitinu eða að það hafi verið umfram tilefni eða heimildir. Þvert á móti taldi dómurinn að tilefni væri til eftirlitsins þar sem veiðarnar væru lítt sýnilegar og ýmislegt benti til að veiðarnar fullnægðu ekki skilyrðum laga um dýravernd. Vísaði dómurinn til eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem byggði á eftirlitinu sem deilt var um. Aðeins 59 prósent langreyða sem voru skotnar hafi drepist við fyrsta skot hvalveiðimanna. Rýr rökstuðningur fyrir miska Hvað persónuverndarhluta málsins varðaði taldi dómurinn að eftirlitið félli ekki undir rafræna vöktun í skilningi persónuverndarlaga þar sem hún hefði ekki farið fram með „fjarstýrðum eða sjálfvirkum búnaði“. Ekki hafi heldur verið um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga. Skipstjórarnir hafi verið aukaatriði á upptökunum og myndatakan fyrst og fremst beinst að veiðunum sjálfum. Rökstuðningur þeirra fyrir miska hafi verið mjög rýr. Þó að þeim hafi þótt óþægilegt að vera myndaðir við vinnu þá hafi þeir sjaldnast verið þekkjanlegir og þeir ekki í persónulegum erindagjörðum þegar þeir voru teknir upp. Hins vegar taldi héraðsdómur að eftirlitsstofnanirnar tvær hefðu ekki fylgt fyrirmælum persónuverndarlaga við eftirlitið að öllu leyti. Ekki væri ljóst hvort að öryggi persónuupplýsinganna væri tryggt með því að taka upp á farsíma og hlaða myndskeiðum upp á tölvu. Það sæist ekki síst á því að hluti upptakanna hafi ratað í fjölmiðla án þess að skýringar hafi fengið um hvernig það gerðist. Frávikin frá persónuverndarlögum hafi þó ekki verið það veigamikil eða íþyngjandi að þau teljist ólögmæt. Stofnanirnar tvær voru sýknaðar af kröfum skipstjóranna en rétt var talið að láta málskostnað falla niður. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í síðasta mánuði hefur valdið streitu á stjórnarheimilinu. Hún byggði á áliti fagráðs um velferð dýra sem vísaði til niðurstaðna eftirlitsins sem deilt var um í máli skipstjóranna.Vísir/Vilhelm Stöðvaði hvalveiðar á grundvelli eftirlitsins Fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu að þær aðferðir sem væru notaðar við hvalveiðar samræmdust ekki kröfum laga um velferð dýra í síðasta mánuði. Sú ákvörðun byggði á skýrslu Matvælastofnunar sem byggði aftur á upptökum eftirlitsmannana sem deilt var um í máli skipstjóranna. Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, ákvað að stöðva hvalveiðar tímabundið daginn eftir að álit fagráðsins barst og degi áður en veiðarnar áttu að hefjast. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., kallaði Svandísi „öfgafullan kommúnista“ vegna ákvörðunar hennar.
Dómsmál Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 „Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júní 2023 11:45 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32
„Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júní 2023 11:45
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41