Erlent

Sjö hundruð hand­­teknir til við­bótar og kveikt í húsi bæjar­stjóra

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Yfir þúsund manns voru handteknir í gærnótt.
Yfir þúsund manns voru handteknir í gærnótt. EPA

Lögreglan í Frakklandi handtók 719 manns við mótmæli víðs vegar í Frakklandi í nótt, fimmtu nóttina í röð í núlíðandi mótmælaöldu. Þá var gerð tilraun til þess að kveikja í húsi bæjarstjóra í L'Hay-les-Roses í suður-París.

Vincent Jeanbrun, bæjarstjóri L'Hay-les-Roses í suður-París, segir í tilkynningu að alelda bíl hafi verið ekið í gegnum hlið að heimili sínu sem tilraun til þess að kveikja í húsinu.

Kona Jeanbrun ásamt tveimur börnum þeirra flúðu heimilið í kjölfarið en mótmælendur veittust þá að þeim með þeim afleiðingum að hún hlaut brot á fæti.

Samkvæmt BBC segja saksóknarar málið vera í rannsókn sem tilraun til manndráps. 

Efnt var til mótmæla eftir að lögregla skaut sautján ára dreng af alsírskum uppruna til bana sem hafði ekki sinnt stöðvunarmerkjum. 

Mótmæli hafa staðið yfir frá aðfaranótt miðvikudags. Brotist hefur verið inn í fjölda verslana og nær þrjú þúsund mótmælendur hafa verið handteknir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×