Atvikið átti sér stað í miðju Eystrasalti, milli sænsku borgarinnar Karlskrona og Póllands, um sjötíu kílómetrum suður af sænsku eyjunni Öland. Voru mæðginin farþegar um borð í sænsku ferjunni Stena Spirit.
Farið var af stað með miklar björgunaraðgerðir eftir að móðirin stökk í sjóinn á eftir syni sínum. Samkvæmt norska fjölmiðlinum VG var meðal annars hætt við æfingu Atlantshafsbandalagsins vegna aðgerðanna. Þá hafi flugvél bandarísku landhelgisgæslunnar aðstoðað ásamt nokkrum þyrlum.
Um klukkan 17:30 í gær var tilkynnt að bæði móðirin og sonur hennar hefðu fundist. Farið var með þau á sjúkrahús í kjölfarið en samkvæmt Göteborgs-Posten var hvorugt þeirra með meðvitund þegar þeim var bjargað úr sjónum. Þá hafi endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.
Samkvæmt Aftonbladet, sem vitnar í yfirlýsingar frá pólsku lögreglunni, voru mæðginin sem um ræðir frá Póllandi.