Útburði fjölskyldunnar frestað þar til í ágúst Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. júní 2023 10:13 Jakubs Polkowski á heimili sínu í Keflavík. Til stóð að hann ásamt fjölskyldu sinni yrðu borin út á morgun en því hefur nú verið frestað um rúman mánuð. Stöð 2 Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. „Ég var að fá þetta í hendurnar fyrir tveimur mínútum síðan en þessi póstur var sendur til okkar í gærkvöldi. Ég get það staðfest að það sé búið að fresta útburði til fyrstu vikunnar í ágúst,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði hefur verið mikið í umræðunni síðasta sólarhringinn. Ákvörðun tekin í samráði við nýjan eiganda hússins Hús Jakobs, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, var selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir eftir að engin gjöld eða tryggingar höfðu verið greidd og skuldir safnast upp. Útgerðarmaður úr Sandgerði keypti húsið á þrjár milljónir og í gær var greint frá því að hann hyggðist ekki hætta við kaupin, þrátt fyrir umræðuna. „Bara gleði“ Friðjón segir að ákvörðunin um frestun útburðarins hafi verið tekin í samráði við nýjan eiganda hússins, útgerðarmanninn. Þetta séu mjög jákvæðar fréttir. „Við vorum búin að finna húsnæði en það er bara sett á hold þar til það er búið að vinna meira úr þessu máli varðandi fjölskylduna. Nú vinnst betri tími til að vinna í málinu. Nú hafa þau heilan mánuð í viðbót og kannski gerast góðir hlutir á þeim tíma.“ Friðjón segir að búið sé að tilkynna fjölskyldunni tíðindin. Hvernig voru þeirra viðbrögð? „Bara gleði, bara gleði.“ Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Ég var að fá þetta í hendurnar fyrir tveimur mínútum síðan en þessi póstur var sendur til okkar í gærkvöldi. Ég get það staðfest að það sé búið að fresta útburði til fyrstu vikunnar í ágúst,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði hefur verið mikið í umræðunni síðasta sólarhringinn. Ákvörðun tekin í samráði við nýjan eiganda hússins Hús Jakobs, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, var selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir eftir að engin gjöld eða tryggingar höfðu verið greidd og skuldir safnast upp. Útgerðarmaður úr Sandgerði keypti húsið á þrjár milljónir og í gær var greint frá því að hann hyggðist ekki hætta við kaupin, þrátt fyrir umræðuna. „Bara gleði“ Friðjón segir að ákvörðunin um frestun útburðarins hafi verið tekin í samráði við nýjan eiganda hússins, útgerðarmanninn. Þetta séu mjög jákvæðar fréttir. „Við vorum búin að finna húsnæði en það er bara sett á hold þar til það er búið að vinna meira úr þessu máli varðandi fjölskylduna. Nú vinnst betri tími til að vinna í málinu. Nú hafa þau heilan mánuð í viðbót og kannski gerast góðir hlutir á þeim tíma.“ Friðjón segir að búið sé að tilkynna fjölskyldunni tíðindin. Hvernig voru þeirra viðbrögð? „Bara gleði, bara gleði.“
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05
Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent