Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júní 2023 22:03 Að öllu óbreyttu mun sýslumaðurinn á Suðurnesjum ráðast í útburð á heimili Jakubs á föstudaginn. vísir/egill Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. Frá máli hins 23 ára gamla Jakub Polkowski var greint í kvöldfréttum RÚV. Segir þar að Jakub hafi staðgreitt lítið einbýlishús árið 2018, þá nýorðinn átján ára, við Hátún í Keflavík fyrir bætur sem hann hlaut vegna alvarlegra læknamistaka þegar hann var aðeins þrettán ára. Húsið er í dag verðmetið á 57 milljónir sem orðnar eru að engu eftir nauðungaruppboð sýslumannsins á Suðurnesjum. Ráðist var í nauðungaruppboð á húsinu vegna alvarlegra vanskila. Jakub borgaði ekki fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir orðnar tvær og hálf milljón þegar innheimta var framkvæmd. Jakub kveðst ekki hafa vitað af því að greiða þyrfti fasteignagjöldin þar sem hann hafi staðgreitt húsið á sínum tíma. „Ég bara vissi ekki að maður þyrfti að borga af húsinu þegar maður er búinn að kaupa hús,“ útskýrir hann í samtali við RÚV. Svo fór að húsið var selt til útgerðarmanns á Suðurnesjum, þess eina sem bauð á nauðungaruppboði, fyrir þrjár milljónir. Jakub vissi ekki af uppboðinu og var ekki viðstaddur, eða nokkur fyrir hans hönd. Útburði var frestað til næsta föstudags en Jakub og fjölskylda vita ekki hvað tekur við þá. „Þú veist, hvert eigum við að fara á föstudaginn?“ spyr Jakub sem bjóst við því að búa í húsinu um ókomna tíð. Ekki jafn einfalt og það virðist Þessi vinnubrögð sýslumanns hafa vakið hörð viðbrögð í ljósi þess að Jakub hefur takmarkaða getu til að gæta hagsmuna sinna. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki vita betur en að útburður komi til framkvæmda á föstudaginn næsta. Í 37. grein laga um nauðungasölu segir að sýslumaður geti endurtekið uppboð telji hann að boðin sem komi til álita séu „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Eins og áður segir fékkst einn tuttugasti af eign Jakubs við uppboðið og því gagnrýnt að ekki hafi verið ráðist í uppboð að nýju. Ásdís segir lagaákvæðið umrædda ekki jafn einfalt og það hljómi. „Ef maður les allt ákvæðið verður að vera rökstuddur grunur um að það komi betra verð fyrir það ef það er haldið nýtt uppboð. Þar er talað sérstaklega um að ófærð hafi hamlað því að fólk hafi komist á staðinn eða eitthvað nýtt, það verða að vera einhverjar sérstakar ástæður til að halda uppboð að nýju.“ Ásdís Ármannsdóttir er sýslumaður á Suðurnesjum.visir Erfitt að meta hverjir geti gætt hagsmuna sinna Hvaða sjónarmið koma þá til skoðunar þegar gerðarþoli virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna? „Það er alltaf spurning hvenær menn eru augljóslega ófærir um að gæta hagsmuna sinna. Getum við ákveðið að einhver í hjólastól geti ekki gætt hagsmuna sinna, til dæmis? Það er erfitt að meta eitthvað svona á staðnum. Fólk fær tilkynningar, fólki er birt tilkynningar og leiðbeiningar um að leita til lögmanns og fá fresti. Það er ýmislegt hægt að gera í svona aðstæðum og við getum ekki skikkað fólk til að fá sér lögmann. En við erum alltaf með leiðbeiningarskyldu og reynum að aðstoða fólk. Það er ekki okkur í hag að fara fram með svona gerðir,“ segir Ásdís. Hún segir ekkert sérstakt vera í lögum sem skyldi sýslumann til að ganga úr skugga um að gerðarþoli átti sig á aðstæðum eða alvarleika máls. „Ef einstaklingur getur keypt fasteign og hefur skilning til að kaupa hana og eiga, þá höfum við bara þessa almennu leiðbeiningaskyldu. Þá reynum við meta aðstæður og fá fólk til að skilja hvað sé í gangi og hvetja það til að gera eitthvað í sínum málum,“ segir Ásdís. Atviksbundið mat sé því á hversu langt sýslumaður eigi að ganga í leiðbeiningarskyldu hverju sinni. Sáu ekkert annað í stöðunni „Þetta er ferli sem getur tekið upp undir ár,“ segir hún og bætir við að skrýtið sé að gerðarþoli viti ekki af nauðungaruppboði. Honum sé ávallt birt greiðsluáskorun, bæði frá gerðarbeiðanda og sýslumanni, áður en nauðungarsala er tekin fyrir þrisvar sinnum. „Það er því alltaf spurning hvort það hafi eitthvað upp á sig að fara í fjórðu söluna.“ Hún segir að í ákveðnum tilfellum sé haft samband við réttindagæslumann fatlaðra. „En við förum ekki á staðinn fyrr en á lokasölu. Fyrr fáum við ekki að vita hvernig aðstæður eru og gerum ráð fyrir að fólk bregðist við venjulegum bréfum.“ Var þá ekki hægt að gera neitt annað í stöðunni? „Við sáum ekkert annað sem hægt var að gera. Við reynum að fylgja lögunum. Við mátum það þannig að mikið þyrfti til að koma, til að fara í fjórða uppboð.“ Allir frestir Jakubs eru nú liðnir og fyrir liggur dómsúrskurður sem sýslumaður mun að óbreyttu fylgja eftir í lok vikunnar. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Frá máli hins 23 ára gamla Jakub Polkowski var greint í kvöldfréttum RÚV. Segir þar að Jakub hafi staðgreitt lítið einbýlishús árið 2018, þá nýorðinn átján ára, við Hátún í Keflavík fyrir bætur sem hann hlaut vegna alvarlegra læknamistaka þegar hann var aðeins þrettán ára. Húsið er í dag verðmetið á 57 milljónir sem orðnar eru að engu eftir nauðungaruppboð sýslumannsins á Suðurnesjum. Ráðist var í nauðungaruppboð á húsinu vegna alvarlegra vanskila. Jakub borgaði ekki fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir orðnar tvær og hálf milljón þegar innheimta var framkvæmd. Jakub kveðst ekki hafa vitað af því að greiða þyrfti fasteignagjöldin þar sem hann hafi staðgreitt húsið á sínum tíma. „Ég bara vissi ekki að maður þyrfti að borga af húsinu þegar maður er búinn að kaupa hús,“ útskýrir hann í samtali við RÚV. Svo fór að húsið var selt til útgerðarmanns á Suðurnesjum, þess eina sem bauð á nauðungaruppboði, fyrir þrjár milljónir. Jakub vissi ekki af uppboðinu og var ekki viðstaddur, eða nokkur fyrir hans hönd. Útburði var frestað til næsta föstudags en Jakub og fjölskylda vita ekki hvað tekur við þá. „Þú veist, hvert eigum við að fara á föstudaginn?“ spyr Jakub sem bjóst við því að búa í húsinu um ókomna tíð. Ekki jafn einfalt og það virðist Þessi vinnubrögð sýslumanns hafa vakið hörð viðbrögð í ljósi þess að Jakub hefur takmarkaða getu til að gæta hagsmuna sinna. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki vita betur en að útburður komi til framkvæmda á föstudaginn næsta. Í 37. grein laga um nauðungasölu segir að sýslumaður geti endurtekið uppboð telji hann að boðin sem komi til álita séu „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Eins og áður segir fékkst einn tuttugasti af eign Jakubs við uppboðið og því gagnrýnt að ekki hafi verið ráðist í uppboð að nýju. Ásdís segir lagaákvæðið umrædda ekki jafn einfalt og það hljómi. „Ef maður les allt ákvæðið verður að vera rökstuddur grunur um að það komi betra verð fyrir það ef það er haldið nýtt uppboð. Þar er talað sérstaklega um að ófærð hafi hamlað því að fólk hafi komist á staðinn eða eitthvað nýtt, það verða að vera einhverjar sérstakar ástæður til að halda uppboð að nýju.“ Ásdís Ármannsdóttir er sýslumaður á Suðurnesjum.visir Erfitt að meta hverjir geti gætt hagsmuna sinna Hvaða sjónarmið koma þá til skoðunar þegar gerðarþoli virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna? „Það er alltaf spurning hvenær menn eru augljóslega ófærir um að gæta hagsmuna sinna. Getum við ákveðið að einhver í hjólastól geti ekki gætt hagsmuna sinna, til dæmis? Það er erfitt að meta eitthvað svona á staðnum. Fólk fær tilkynningar, fólki er birt tilkynningar og leiðbeiningar um að leita til lögmanns og fá fresti. Það er ýmislegt hægt að gera í svona aðstæðum og við getum ekki skikkað fólk til að fá sér lögmann. En við erum alltaf með leiðbeiningarskyldu og reynum að aðstoða fólk. Það er ekki okkur í hag að fara fram með svona gerðir,“ segir Ásdís. Hún segir ekkert sérstakt vera í lögum sem skyldi sýslumann til að ganga úr skugga um að gerðarþoli átti sig á aðstæðum eða alvarleika máls. „Ef einstaklingur getur keypt fasteign og hefur skilning til að kaupa hana og eiga, þá höfum við bara þessa almennu leiðbeiningaskyldu. Þá reynum við meta aðstæður og fá fólk til að skilja hvað sé í gangi og hvetja það til að gera eitthvað í sínum málum,“ segir Ásdís. Atviksbundið mat sé því á hversu langt sýslumaður eigi að ganga í leiðbeiningarskyldu hverju sinni. Sáu ekkert annað í stöðunni „Þetta er ferli sem getur tekið upp undir ár,“ segir hún og bætir við að skrýtið sé að gerðarþoli viti ekki af nauðungaruppboði. Honum sé ávallt birt greiðsluáskorun, bæði frá gerðarbeiðanda og sýslumanni, áður en nauðungarsala er tekin fyrir þrisvar sinnum. „Það er því alltaf spurning hvort það hafi eitthvað upp á sig að fara í fjórðu söluna.“ Hún segir að í ákveðnum tilfellum sé haft samband við réttindagæslumann fatlaðra. „En við förum ekki á staðinn fyrr en á lokasölu. Fyrr fáum við ekki að vita hvernig aðstæður eru og gerum ráð fyrir að fólk bregðist við venjulegum bréfum.“ Var þá ekki hægt að gera neitt annað í stöðunni? „Við sáum ekkert annað sem hægt var að gera. Við reynum að fylgja lögunum. Við mátum það þannig að mikið þyrfti til að koma, til að fara í fjórða uppboð.“ Allir frestir Jakubs eru nú liðnir og fyrir liggur dómsúrskurður sem sýslumaður mun að óbreyttu fylgja eftir í lok vikunnar.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira