Skora á kaupandann að hætta við kaupin Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júní 2023 11:40 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Sigurjón Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. „Þetta getur bara ekki verið löglegt, að hús sem er metið á 57 milljónir sé selt á þrjár milljónir. Við erum ekki að endurtaka hrunið er það? Þegar selt var undan fólki fyrir einhverjum smáaurum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í samtali við fréttastofu um málið. Þuríður segir Öryrkjabandalagið telja að þarna hljóti að hafa orðið einhver stórkostleg mistök. „Það hlýtur að hafa mátt leysa þetta mál á annan veg,“ segir hún. „Það er alveg ljóst að bæði sýslumaður og sveitarfélag hljóta þarna að hafa brugðist upplýsingaskyldu og leiðbeiningarskyldu gagnvart þessum fatlaða einstaklingi. Lögin hljóta að eiga sérstaklega að verja einstaklinga í hans stöðu. Ef það er ekki þannig þá þarf bara að fara í það að breyta og bæta lagaumhverfið.“ Skora á sýslumann, sveitarfélag og kaupendur Fram kemur í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu að þau vilji leiðréttingu á umræddri ákvörðun. Þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn í áður en húsið var selt á nauðungaruppboði. Einungis eitt tilboð barst í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Var því tilboði tekið þrátt fyrir að um sé að ræða einungis um fimm prósent af markaðsvirði hússins. Öryrkjabandalagið vekur athygli á því að í lögum um nauðungarsölu segir að sýslumaður geti ákveðið að halda uppboð upp á nýtt telji hann þau tilboð sem koma til álita vera „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Réttindasamtökin skora bæði á sýslumannsembættið og sveitarfélagið að „tryggja velferð mannsins og húsnæðisöryggi í hans eigin eign.“ Sömuleiðis sé nauðsynlegt að fara yfir alla verkferla í málinu til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki. Þá hvetur Öryrkjabandalagið þá sem keyptu húsið til að hætta við kaupin þar sem nú er ljóst hvernig í málinu liggur. „Mér finnst bara eðlilegt, ef maður vísar til eðlilegra samskipta siðferðisfólks þá hljóti það að vera borðleggjandi að viðkomandi bara skili eigninni þegar búið er að upplýst hefur verið um hvernig að málunum var staðið,“ segir Þuríður. Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
„Þetta getur bara ekki verið löglegt, að hús sem er metið á 57 milljónir sé selt á þrjár milljónir. Við erum ekki að endurtaka hrunið er það? Þegar selt var undan fólki fyrir einhverjum smáaurum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, í samtali við fréttastofu um málið. Þuríður segir Öryrkjabandalagið telja að þarna hljóti að hafa orðið einhver stórkostleg mistök. „Það hlýtur að hafa mátt leysa þetta mál á annan veg,“ segir hún. „Það er alveg ljóst að bæði sýslumaður og sveitarfélag hljóta þarna að hafa brugðist upplýsingaskyldu og leiðbeiningarskyldu gagnvart þessum fatlaða einstaklingi. Lögin hljóta að eiga sérstaklega að verja einstaklinga í hans stöðu. Ef það er ekki þannig þá þarf bara að fara í það að breyta og bæta lagaumhverfið.“ Skora á sýslumann, sveitarfélag og kaupendur Fram kemur í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu að þau vilji leiðréttingu á umræddri ákvörðun. Þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn í áður en húsið var selt á nauðungaruppboði. Einungis eitt tilboð barst í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Var því tilboði tekið þrátt fyrir að um sé að ræða einungis um fimm prósent af markaðsvirði hússins. Öryrkjabandalagið vekur athygli á því að í lögum um nauðungarsölu segir að sýslumaður geti ákveðið að halda uppboð upp á nýtt telji hann þau tilboð sem koma til álita vera „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Réttindasamtökin skora bæði á sýslumannsembættið og sveitarfélagið að „tryggja velferð mannsins og húsnæðisöryggi í hans eigin eign.“ Sömuleiðis sé nauðsynlegt að fara yfir alla verkferla í málinu til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki. Þá hvetur Öryrkjabandalagið þá sem keyptu húsið til að hætta við kaupin þar sem nú er ljóst hvernig í málinu liggur. „Mér finnst bara eðlilegt, ef maður vísar til eðlilegra samskipta siðferðisfólks þá hljóti það að vera borðleggjandi að viðkomandi bara skili eigninni þegar búið er að upplýst hefur verið um hvernig að málunum var staðið,“ segir Þuríður.
Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Húsnæðismál Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Tengdar fréttir „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05