Chow kjörinn borgarstjóri úr hópi 102 frambjóðenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2023 12:58 Chow tók þátt í gleðigöngu Toronto-borgar á sunnudag. AP/Chris Young Olivia Chow, róttækur vinstrimaður, hefur verið kjörin borgarstjóri Toronto í Kanada. Chow lagði 101 andstæðing í sögulegum kosningum en hundur var meðal frambjóðenda. Boðað var til kosninganna eftir að borgarstjórinn John Tory, 68 ára, sagði af sér í kjölfar umfjöllunar Toronto Star um að Tory hefði átt í ástarsambandi við 31 árs lærling í miðjum Covid-faraldri. Þegar upp komst um sambandið voru aðeins nokkrir mánuðir síðan Tory tryggði sér þriðja kjörtímabilið í borgarstjórasætinu með yfir 60 prósent atkvæða. Toronto er fjölmennasta borg Kanada og það stóð ekki á borgarbúum að bjóðast til að taka við stjórnartaumunum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru hvorki mörg né ströng; 25 undirskriftir og 25 þúsund krónu þátttökugjald. Á endanum rötuðu 102 nöfn á kjörseðilinn, meðal annars nafn Toby Heaps, hvers helsta baráttumál var að draga úr saltnotkun á götum á veturna. Sagði hann saltið sært þófa hunda á borð við tíkina Molly, sem hann sagðist myndu gera að heiðursborgarstjóra ef þau ynnu. „Ég held að borgarráð tæki betri ákvarðanir ef það væri dýr í salnum,“ sagði Heaps í samtali við BBC. Molly varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Chow, sem þarf nú að takast á við svipuð vandamál og plaga Íslendinga. Hefur hún heitið því að byggja meira ódýrt húsnæði og auka stuðning við leigjendur. Þá segist hún vilja skapa öruggara og umhyggjusamara samfélag. Chow gæti átt á brattan að sækja þar sem ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagði á meðan kosningabaráttunni stóð að kjör Chow yrði „algjör hörmung“. Kanada Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Boðað var til kosninganna eftir að borgarstjórinn John Tory, 68 ára, sagði af sér í kjölfar umfjöllunar Toronto Star um að Tory hefði átt í ástarsambandi við 31 árs lærling í miðjum Covid-faraldri. Þegar upp komst um sambandið voru aðeins nokkrir mánuðir síðan Tory tryggði sér þriðja kjörtímabilið í borgarstjórasætinu með yfir 60 prósent atkvæða. Toronto er fjölmennasta borg Kanada og það stóð ekki á borgarbúum að bjóðast til að taka við stjórnartaumunum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru hvorki mörg né ströng; 25 undirskriftir og 25 þúsund krónu þátttökugjald. Á endanum rötuðu 102 nöfn á kjörseðilinn, meðal annars nafn Toby Heaps, hvers helsta baráttumál var að draga úr saltnotkun á götum á veturna. Sagði hann saltið sært þófa hunda á borð við tíkina Molly, sem hann sagðist myndu gera að heiðursborgarstjóra ef þau ynnu. „Ég held að borgarráð tæki betri ákvarðanir ef það væri dýr í salnum,“ sagði Heaps í samtali við BBC. Molly varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Chow, sem þarf nú að takast á við svipuð vandamál og plaga Íslendinga. Hefur hún heitið því að byggja meira ódýrt húsnæði og auka stuðning við leigjendur. Þá segist hún vilja skapa öruggara og umhyggjusamara samfélag. Chow gæti átt á brattan að sækja þar sem ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagði á meðan kosningabaráttunni stóð að kjör Chow yrði „algjör hörmung“.
Kanada Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira