Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2023 12:02 EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar. Beltadrekinn myndi nota ofurheitan ljósboga til að bræða sig í gegnum bergið. Earthgrid Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi skrifað undir yfirlýsinguna ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa EarthGrid, í Vestmannaeyjum á föstudag. Vísir vakti athygli á þessari tækni í frétt í fyrrasumar en þar sagði að ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð. Sú aðferð að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekti vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt væri að með þessari tækni mætti grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson, fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Í frétt Stjórnarráðsins um viljayfirlýsinguna segir að mikil framþróun sé fyrirsjáanleg í jarðgangagerð í heiminum með tilkomu svokallaðra kyndilborunartækni, sem á ensku kallast „plasma tunnel-boring technology“. Í stað þess að bora og sprengja með hefðbundnum hætti séu fyrirtæki að byrja að nýta kyndilbora sem bræði bergið. „Hagræðið við þessa aðferð er mikið og er talið að á sólarhring sé hægt að bræða allt að einum kílómetra sem er mun meira en hægt er með hefðbundnum aðferðum. Kostnaður við þessa aðferð er einnig mun minni en talið er að kostnaður sé allt að helmingi minni en við þekkjum í dag. Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Þar segir ennfremur að tækniþróunin sé hröð og að kyndilboranir fyrir lagnagöng í Bandaríkjunum hefjist fyrir lok árs. Lagnagöng séu fyrst á dagskrá en búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. „Það liggur fyrir gríðarleg þörf fyrir fjölmörg jarðgöng eins og kemur fram í tillögu að nýrri samgönguáætlun. Ný tækni við jarðgangagerð getur verið mjög dýrmæt í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er. Það er sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa viljayfirlýsingu í Eyjum í dag,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. „Það eru mikil tækifæri í því fólgin fyrir okkur Íslendinga að nýta tækniþróun og nýsköpun til uppbyggingar innviða og það er von mín að þessi aðferð geti komið að góðum notum í þeim stóru verkefnum sem við blasa,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra. Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Orkumál Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi skrifað undir yfirlýsinguna ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa EarthGrid, í Vestmannaeyjum á föstudag. Vísir vakti athygli á þessari tækni í frétt í fyrrasumar en þar sagði að ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð. Sú aðferð að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekti vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt væri að með þessari tækni mætti grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson, fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Í frétt Stjórnarráðsins um viljayfirlýsinguna segir að mikil framþróun sé fyrirsjáanleg í jarðgangagerð í heiminum með tilkomu svokallaðra kyndilborunartækni, sem á ensku kallast „plasma tunnel-boring technology“. Í stað þess að bora og sprengja með hefðbundnum hætti séu fyrirtæki að byrja að nýta kyndilbora sem bræði bergið. „Hagræðið við þessa aðferð er mikið og er talið að á sólarhring sé hægt að bræða allt að einum kílómetra sem er mun meira en hægt er með hefðbundnum aðferðum. Kostnaður við þessa aðferð er einnig mun minni en talið er að kostnaður sé allt að helmingi minni en við þekkjum í dag. Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Þar segir ennfremur að tækniþróunin sé hröð og að kyndilboranir fyrir lagnagöng í Bandaríkjunum hefjist fyrir lok árs. Lagnagöng séu fyrst á dagskrá en búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. „Það liggur fyrir gríðarleg þörf fyrir fjölmörg jarðgöng eins og kemur fram í tillögu að nýrri samgönguáætlun. Ný tækni við jarðgangagerð getur verið mjög dýrmæt í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er. Það er sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa viljayfirlýsingu í Eyjum í dag,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. „Það eru mikil tækifæri í því fólgin fyrir okkur Íslendinga að nýta tækniþróun og nýsköpun til uppbyggingar innviða og það er von mín að þessi aðferð geti komið að góðum notum í þeim stóru verkefnum sem við blasa,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra.
Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Orkumál Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20