Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2023 20:05 Samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í morgun verða 909 milljarðar settir í uppbyggingu samgöngukerfisins á næstu fimmtán árum. Stöð 2/Steingrímur Dúi Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. Samkvæmt samgönguáætlun 2024 til 2038 sem lögð verður fyrir Alþingi í haust er fyrirhugað að setja 909 milljarða króna til uppbyggingar samgöngukerfisins. Stefnt er að stóraukinni uppbyggingu innanlandsflugvalla og þá sérstaklega varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið á Egilsstöðum og Akureyri. Áttatíu kílómetrar af stofnvegum fá aðskildar akstursstefnur og bundið slitlag lagt á 619 kílómetra af tengivegum. Engar einbreiðar brýr verði á þjóðvegum landsins en þær eru 29 í dag auk þess sem þær munu einnig hverfa á 50 öðrum vegum. Sigurður Ingi Jóhannson innviðaráðherra segir miklu skipta að lög um varaflugvallagjald voru samþykkt á Alþingi á vorþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir hægt að ráðast í miklar framkvæmdir á varaflugvöllum landsins eftir að Alþingi samþykkti lög um varaflugvallagjald á vorþingi.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Þá erum við búin að koma uppbyggingunni og fjármögnun flugvallanna í gott horf,“ segir innviðaráðherra. Lokið verði við lagningu flughlaðs og akbrautar á Egilsstaðaflugvelli, stækkun flugstöðvar á Akureyri og ráðist í byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt samkomulagi við borgina og Icelandair sem á núverandi flugstöð. Hvenær gæti það gerst að ráðist verði í framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli? „Við getum gert það fyrr en seinna. Með þessu nýja varaflugvallargjaldi eru um 1,2 milljarðar að koma í hús strax á næsta ári og fara síðan vaxandi,“ segir Sigurður Ingi. Á næstu 10 til 13 árum ætti að takast að byggja upp mjög góða varaflugvelli. „Með góðri aðstöðu. Þar sem á Egilsstöðum verði möguleiki að taka allt að 20 flugvélar niður og talsverðan fjölda á Akureyri. Og Reykjavíkurflugvöllur stendur vel fyrir sínu líka,“ segir Sigurður Ingi. Auk þessara tíu jarðganga er fjögur önnur göng í nánari skoðun. Göng um Reynisfjall, Lónsheiði, Hellisheiði eystri og Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng.Grafík/Sara Samhliða samgönguáætlun er einnig lögð fram jarðgangaáætlun til 30 ára. Þar eru Fjarðarheiðagöng, Siglufjarðargöng og Hvalfjarðargöng 2 efst á lista tíu ganga í forgangsröð auk þess sem fjórir aðrir gangakostir eru til nánari skoðunar. Innviðaráðherra segir reiknað með gjadtöku í öllum göngum samhliða væntanlegum breytingum á gjöldum á umferðina. Ríkið muni leggja 12 til 15 milljarða til jarðgangagerðar á ári í samvinnu við einkaaðila í stað um fjögurra nú. Sérstakt jarðgangafélag gæti verið með tvenn til þrenn göng í framkvæmd á hverju ári. „Við myndum síðan greiða þessa framkvæmd til baka, Íslendingar og okkar gestir, notendur; eigum við að segja allt að fimmtíu árum eftir að framkvæmdum lýkur.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að umhverfismat fyrir Sundabraut liggi fyrir í haust. Margir möguleikar komi til greina varðandi hvers konar brú verði lögð yfir á Gufunes.Stöð 2/Steingrímur Dúi Sundabraut er eitt af stóru verkefnunum í samgönguáætlun. Hún er nú í umhverfismati þar sem meðal annars er lagt mat á hvort farin verði brúarleið yfir í Gufunesið eða gangaleið. Innviðaráðherra segir mikilvægt að umhverfismatið liggi fyrir í haust. „Vegna þess að útboðsferli í svona stóru verki tekur allt að tvö ár og við miðum við að framkvæmdir geti hafist 2026 og standi í fimm ár. Þannig að það verður ekki fyrr en '31 sem við keyrum yfir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sem enn hugnast brú yfir sundið. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Reykjavíkurflugvöllur Sundabraut Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Samkvæmt samgönguáætlun 2024 til 2038 sem lögð verður fyrir Alþingi í haust er fyrirhugað að setja 909 milljarða króna til uppbyggingar samgöngukerfisins. Stefnt er að stóraukinni uppbyggingu innanlandsflugvalla og þá sérstaklega varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið á Egilsstöðum og Akureyri. Áttatíu kílómetrar af stofnvegum fá aðskildar akstursstefnur og bundið slitlag lagt á 619 kílómetra af tengivegum. Engar einbreiðar brýr verði á þjóðvegum landsins en þær eru 29 í dag auk þess sem þær munu einnig hverfa á 50 öðrum vegum. Sigurður Ingi Jóhannson innviðaráðherra segir miklu skipta að lög um varaflugvallagjald voru samþykkt á Alþingi á vorþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir hægt að ráðast í miklar framkvæmdir á varaflugvöllum landsins eftir að Alþingi samþykkti lög um varaflugvallagjald á vorþingi.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Þá erum við búin að koma uppbyggingunni og fjármögnun flugvallanna í gott horf,“ segir innviðaráðherra. Lokið verði við lagningu flughlaðs og akbrautar á Egilsstaðaflugvelli, stækkun flugstöðvar á Akureyri og ráðist í byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt samkomulagi við borgina og Icelandair sem á núverandi flugstöð. Hvenær gæti það gerst að ráðist verði í framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli? „Við getum gert það fyrr en seinna. Með þessu nýja varaflugvallargjaldi eru um 1,2 milljarðar að koma í hús strax á næsta ári og fara síðan vaxandi,“ segir Sigurður Ingi. Á næstu 10 til 13 árum ætti að takast að byggja upp mjög góða varaflugvelli. „Með góðri aðstöðu. Þar sem á Egilsstöðum verði möguleiki að taka allt að 20 flugvélar niður og talsverðan fjölda á Akureyri. Og Reykjavíkurflugvöllur stendur vel fyrir sínu líka,“ segir Sigurður Ingi. Auk þessara tíu jarðganga er fjögur önnur göng í nánari skoðun. Göng um Reynisfjall, Lónsheiði, Hellisheiði eystri og Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng.Grafík/Sara Samhliða samgönguáætlun er einnig lögð fram jarðgangaáætlun til 30 ára. Þar eru Fjarðarheiðagöng, Siglufjarðargöng og Hvalfjarðargöng 2 efst á lista tíu ganga í forgangsröð auk þess sem fjórir aðrir gangakostir eru til nánari skoðunar. Innviðaráðherra segir reiknað með gjadtöku í öllum göngum samhliða væntanlegum breytingum á gjöldum á umferðina. Ríkið muni leggja 12 til 15 milljarða til jarðgangagerðar á ári í samvinnu við einkaaðila í stað um fjögurra nú. Sérstakt jarðgangafélag gæti verið með tvenn til þrenn göng í framkvæmd á hverju ári. „Við myndum síðan greiða þessa framkvæmd til baka, Íslendingar og okkar gestir, notendur; eigum við að segja allt að fimmtíu árum eftir að framkvæmdum lýkur.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að umhverfismat fyrir Sundabraut liggi fyrir í haust. Margir möguleikar komi til greina varðandi hvers konar brú verði lögð yfir á Gufunes.Stöð 2/Steingrímur Dúi Sundabraut er eitt af stóru verkefnunum í samgönguáætlun. Hún er nú í umhverfismati þar sem meðal annars er lagt mat á hvort farin verði brúarleið yfir í Gufunesið eða gangaleið. Innviðaráðherra segir mikilvægt að umhverfismatið liggi fyrir í haust. „Vegna þess að útboðsferli í svona stóru verki tekur allt að tvö ár og við miðum við að framkvæmdir geti hafist 2026 og standi í fimm ár. Þannig að það verður ekki fyrr en '31 sem við keyrum yfir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sem enn hugnast brú yfir sundið.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Reykjavíkurflugvöllur Sundabraut Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12
Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48