Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. júní 2023 08:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. Í tilkynningu frá SFS segir að niðurstaðan sé skýr, ákvörðun ráðherra hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Í álitinu segir meðal annars að afar hæpið verði að teljast að ákvæði 4. gr laga um hvalveiðar færi ráðherra heimild til að setja reglugerð sem stöðvar í reynd veiðarnar fyrirvaralaust eða kemur beinlínis í veg fyrir að veiðirétthafar geti nýtt réttindi sín. Ákvörðun ráðherra hafi því ekki verið reist á viðhlítandi lagaheimildum og stenst því ekki stjórnarskrá, að mati lögmannnanna. Þá standist það vart kröfur um stjórnskipulegt meðalhóf að banna fyrirvaralaust veiðarnar með því að gefa út reglugerð, án fyrirvara eða aðlögunartíma. Sömuleiðis telja lögfræðingarnir að sú aðferð að setja reglugerð um bannið í stað þess að fylgja málsmeðferð stjórnsýslulaga sé tæplega í samræmi við svonefnda stjórnarfarsreglu en hún felur í sér að stjórnvaldi er bannað að misbeita valdi við val á leiðum til úrlausnar á máli. Ennfremur er bent á að ekki hafi verið óskað eftir sjónarmiðum Hvals hf., meðal annars um álit þeirra sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir fagráð um velferð dýra. Þannig hafi ekki verið gætt að andmælarétti sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Því hafi reglugerð ráðherra, sem byggði á niðurstöðu fagráðsins, ekki verið reist á nægilega traustum grundvelli. Að lokum benda lögfræðingar LEX á að það að „kollvarpa stjórnsýsluframkvæmd í einu vetfangi“, eins og þeir orða það, fari í bága við viðmið sem lögð hafi verið til grundvallar í stjórnsýslurétti. Sjá má minnisblað LEX í heild sinni að neðan. Tengd skjöl Minnisblað_LEX_um_tímabundið_bann_ráðherra_við_veiði_langreyðaPDF567KBSækja skjal Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Í tilkynningu frá SFS segir að niðurstaðan sé skýr, ákvörðun ráðherra hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Í álitinu segir meðal annars að afar hæpið verði að teljast að ákvæði 4. gr laga um hvalveiðar færi ráðherra heimild til að setja reglugerð sem stöðvar í reynd veiðarnar fyrirvaralaust eða kemur beinlínis í veg fyrir að veiðirétthafar geti nýtt réttindi sín. Ákvörðun ráðherra hafi því ekki verið reist á viðhlítandi lagaheimildum og stenst því ekki stjórnarskrá, að mati lögmannnanna. Þá standist það vart kröfur um stjórnskipulegt meðalhóf að banna fyrirvaralaust veiðarnar með því að gefa út reglugerð, án fyrirvara eða aðlögunartíma. Sömuleiðis telja lögfræðingarnir að sú aðferð að setja reglugerð um bannið í stað þess að fylgja málsmeðferð stjórnsýslulaga sé tæplega í samræmi við svonefnda stjórnarfarsreglu en hún felur í sér að stjórnvaldi er bannað að misbeita valdi við val á leiðum til úrlausnar á máli. Ennfremur er bent á að ekki hafi verið óskað eftir sjónarmiðum Hvals hf., meðal annars um álit þeirra sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir fagráð um velferð dýra. Þannig hafi ekki verið gætt að andmælarétti sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Því hafi reglugerð ráðherra, sem byggði á niðurstöðu fagráðsins, ekki verið reist á nægilega traustum grundvelli. Að lokum benda lögfræðingar LEX á að það að „kollvarpa stjórnsýsluframkvæmd í einu vetfangi“, eins og þeir orða það, fari í bága við viðmið sem lögð hafi verið til grundvallar í stjórnsýslurétti. Sjá má minnisblað LEX í heild sinni að neðan. Tengd skjöl Minnisblað_LEX_um_tímabundið_bann_ráðherra_við_veiði_langreyðaPDF567KBSækja skjal
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41
Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28