CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2023 06:52 Upptakan þykir sanna að Trump hafi haft undir höndum skjöl sem hann vissi að væru leynileg en ræddi engu að síður við einstaklinga sem höfðu ekki heimild til að sjá umrædd gögn. epa/Michael Reynolds CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. Skjölin voru unnin í Pentagon og varða mögulega árás á Íran. Upptakan er sögð vera lykilsönnunargagn í málinu sem hefur verið höfðað á hendur forsetanum fyrrverandi vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Þetta eru skjölin,“ heyrist Trump segja, í samtali sem átti sér stað í Bedminster í New Jersey árið 2021 þar sem hann virðist meðal annars hafa verið að ræða útfærslur hermálayfirvalda á mögulegri árás á Íran. Upptakan er um það bil tveggja mínútna löng og heyrist Trump einnig skjóta á Hillary Clinton í tengslum við tölvupóstmálið svokallaða. Upptakan og ekki síst staðhæfing Trump; „Þetta eru skjölin“, virðast benda til þess að hann sé að sýna viðstöddum gögn og ganga gegn fullyrðingum hans í kjölfar þess að málið komst upp um að hann hafi ekki verið með nein skjöl á sér. Hefur Trump haldið fram að hann hafi verið að vísa í fjölmiðlaumfjöllun. Viðstaddir voru einstaklingar sem unnu að æviminningum Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. Trump var á þessum tíma sagður æfur vegna opinberra yfirlýsinga Mark Milley, leiðtoga herforingjaráðsins, um að hann væri sjálfur mótfallinn því að ráðast gegn Íran en hefði áhyggjur af því að Trump myndi leiða til átaka milli ríkjanna. „Þetta var unnið af hernum og ég látinn fá þetta,“ heyrist Trump segja og bætir svo við að skjalið sé enn flokkað sem leynilegt. „Sem forseti hefði ég getað aflétt leyndinni. Nú get ég það ekki, þetta er ennþá leyndarmál,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Skjölin voru unnin í Pentagon og varða mögulega árás á Íran. Upptakan er sögð vera lykilsönnunargagn í málinu sem hefur verið höfðað á hendur forsetanum fyrrverandi vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Þetta eru skjölin,“ heyrist Trump segja, í samtali sem átti sér stað í Bedminster í New Jersey árið 2021 þar sem hann virðist meðal annars hafa verið að ræða útfærslur hermálayfirvalda á mögulegri árás á Íran. Upptakan er um það bil tveggja mínútna löng og heyrist Trump einnig skjóta á Hillary Clinton í tengslum við tölvupóstmálið svokallaða. Upptakan og ekki síst staðhæfing Trump; „Þetta eru skjölin“, virðast benda til þess að hann sé að sýna viðstöddum gögn og ganga gegn fullyrðingum hans í kjölfar þess að málið komst upp um að hann hafi ekki verið með nein skjöl á sér. Hefur Trump haldið fram að hann hafi verið að vísa í fjölmiðlaumfjöllun. Viðstaddir voru einstaklingar sem unnu að æviminningum Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. Trump var á þessum tíma sagður æfur vegna opinberra yfirlýsinga Mark Milley, leiðtoga herforingjaráðsins, um að hann væri sjálfur mótfallinn því að ráðast gegn Íran en hefði áhyggjur af því að Trump myndi leiða til átaka milli ríkjanna. „Þetta var unnið af hernum og ég látinn fá þetta,“ heyrist Trump segja og bætir svo við að skjalið sé enn flokkað sem leynilegt. „Sem forseti hefði ég getað aflétt leyndinni. Nú get ég það ekki, þetta er ennþá leyndarmál,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira