„Ég held að skot Elísu hafi farið inn“ Jón Már Ferro skrifar 26. júní 2023 22:16 Murielle Tiernan, framherji Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Murielle Tiernan, framherji Tindastóls var kampakát eftir 0-1 sigur gegn Keflavík á HS Orku vellinum. Leikið var í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Síðustu tveir leikir Tindastóls hafa tapast með fimm mörkum gegn engu. Fyrst gegn Val og svo gegn Þór/KA. Þar á undan tapaði liðið 3-1 fyrir Þrótti. Óhætt er að segja að Stólarnir hafi verið særðir þegar leikurinn hófst í dag. „Mér er alveg sama hver skorar en auðvitað finnst mér gaman að skora. Fyrst og fremst er gott að ná sigrinum. Þetta var sannkallaður liðssigur. Við fengum ekkert mark á okkur og gáfum þeim lítið af færum. Að sama skapi hefðum við getað skorað meira að mínu mati. Við vildum endurstilla okkur eftir síðustu leiki. Þetta er fyrsti leikurinn af seinni hluta mótsins. Við vildum koma sterkar inn í seinni hlutinn og gleyma undanförnum leikjum,“ segir Murielle. Elísa Bríet Björnsdóttir átti frábært skot í slánna og niður en dómarar leiksins töldu að boltinn hafi ekki farið inn. Murielle var nokkuð viss um að boltinn hafi farið inn. „Ég held að skot Elísu hafi farið inn. Ég held svo sannarlega að við hefðum getað skorað og gert leikinn aðeins þægilegri. Þrátt fyrir það er ég mjög ánægð með sigurinn. Þrjú stig eru þrjú stig,“ segir Murielle. Sigurinn í dag gefur Tindastól byr undir báða vængi að mati Murielle sem var brosmild í viðtalinu. Eftir leikinn er liðið í áttunda sæti með 11 stig. Fyrir leikinn var liðið með átta stig í sama sæti. „Við vitum að við munum tapa sumum leikjum. Sum liðin í deildinni eru mjög góð og við munum fá skelli. Auðvitað reynum við að halda þeim í lágmarki. Að koma til baka eftir tvö 5-0 töp er erfitt,“ segir Murielle. Hún er teipuð á báðum hnjám. Aðspurð hvers vegna það sé er að hún sé orðin svo gömul. Þrátt fyrir það er hún ekki nema 29 ára. „Ég er ein af eldri leikmönnunum og þetta var hundraðasti leikurinn minn fyrir Tindastól. Ég hef fengið einhver högg en annars hafa hnén á mér verið til vandræða í langan tíma. Ég teipa hnén til að minnka sársaukann. Ég er stíf aftan í læri en þetta er ekkert alvarlegt,“ segir Murielle. Murielle segir liðið taka einn leik fyrir í einu og að liðið einbeiti sér að leikjunum sem þær þurfi að vinna. Þær reyni jafnframt að læra af tapleikjum sem og sigrum. Murielle fær mikið af löngum sendingum fram völlinn og treystir Tindastólslið mikið á að hún taki boltann niður. „Það eru styrkleikar mínir. Það er að segja að taka boltann niður. Margar af varnarmönnunum eru stórar og sterkar eins og ég. Stundum verð ég undir í baráttunni og það kemur mér alltaf á óvart. Svo lengi sem baráttan er heiðarleg þá er ég til í hana,“ segir Murielle að lokum. Tindastóll Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Síðustu tveir leikir Tindastóls hafa tapast með fimm mörkum gegn engu. Fyrst gegn Val og svo gegn Þór/KA. Þar á undan tapaði liðið 3-1 fyrir Þrótti. Óhætt er að segja að Stólarnir hafi verið særðir þegar leikurinn hófst í dag. „Mér er alveg sama hver skorar en auðvitað finnst mér gaman að skora. Fyrst og fremst er gott að ná sigrinum. Þetta var sannkallaður liðssigur. Við fengum ekkert mark á okkur og gáfum þeim lítið af færum. Að sama skapi hefðum við getað skorað meira að mínu mati. Við vildum endurstilla okkur eftir síðustu leiki. Þetta er fyrsti leikurinn af seinni hluta mótsins. Við vildum koma sterkar inn í seinni hlutinn og gleyma undanförnum leikjum,“ segir Murielle. Elísa Bríet Björnsdóttir átti frábært skot í slánna og niður en dómarar leiksins töldu að boltinn hafi ekki farið inn. Murielle var nokkuð viss um að boltinn hafi farið inn. „Ég held að skot Elísu hafi farið inn. Ég held svo sannarlega að við hefðum getað skorað og gert leikinn aðeins þægilegri. Þrátt fyrir það er ég mjög ánægð með sigurinn. Þrjú stig eru þrjú stig,“ segir Murielle. Sigurinn í dag gefur Tindastól byr undir báða vængi að mati Murielle sem var brosmild í viðtalinu. Eftir leikinn er liðið í áttunda sæti með 11 stig. Fyrir leikinn var liðið með átta stig í sama sæti. „Við vitum að við munum tapa sumum leikjum. Sum liðin í deildinni eru mjög góð og við munum fá skelli. Auðvitað reynum við að halda þeim í lágmarki. Að koma til baka eftir tvö 5-0 töp er erfitt,“ segir Murielle. Hún er teipuð á báðum hnjám. Aðspurð hvers vegna það sé er að hún sé orðin svo gömul. Þrátt fyrir það er hún ekki nema 29 ára. „Ég er ein af eldri leikmönnunum og þetta var hundraðasti leikurinn minn fyrir Tindastól. Ég hef fengið einhver högg en annars hafa hnén á mér verið til vandræða í langan tíma. Ég teipa hnén til að minnka sársaukann. Ég er stíf aftan í læri en þetta er ekkert alvarlegt,“ segir Murielle. Murielle segir liðið taka einn leik fyrir í einu og að liðið einbeiti sér að leikjunum sem þær þurfi að vinna. Þær reyni jafnframt að læra af tapleikjum sem og sigrum. Murielle fær mikið af löngum sendingum fram völlinn og treystir Tindastólslið mikið á að hún taki boltann niður. „Það eru styrkleikar mínir. Það er að segja að taka boltann niður. Margar af varnarmönnunum eru stórar og sterkar eins og ég. Stundum verð ég undir í baráttunni og það kemur mér alltaf á óvart. Svo lengi sem baráttan er heiðarleg þá er ég til í hana,“ segir Murielle að lokum.
Tindastóll Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira