Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar mættu nær engri mótspyrnu þegar þeir fóru inn í Rostov í gær og var í raun fagnað af mörgum íbúum. Því er ósvarað hvað það þýðir fyrir stjórnvöld í Rússlandi. epa Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði við rússneska miðla fyrir stundu að samkomulagið fæli það meðal annars í sér að Prigozhin yfirgæfi Rússland og flyttist til Belarús og að öðrum liðsmönnum Wagner yrði veitt sakaruppgjöf fyrir þátt sinn í átökunum í Úkraínu. Þeim Wagner-liðum sem ekki hefðu tekið þátt í valdaránstilrauninni yrði boðið að ganga hernum á hönd. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um samkomulagið, enn sem komið er, en hann hafði heitið því að láta þá gjalda það dýru verði sem hefðu svikið móðurlandið. Það var Lúkasjenkó sem tilkynnti um samkomulagið fyrr í dag en Prigozhin staðfesti það skömmu síðar og greindi frá því að sveitir Wagner myndu hörfa frá Moskvu og Rostov, þar sem þeir höfðu tekið yfir allar helstu stjórnarbyggingar. Fréttirnar virðast hafa komið flestum á óvart en Wagner-liðar höfðu farið inn í Rostov með lítilli fyrirhöfn og virtust fá góðar móttökur frá íbúum, sem hvöttu þá enn til dáða þegar þeir hófu brottför sína í dag. Úkraínumenn, sem höfðu fagnað mjög þróun mála í gærkvöldi og nótt, virtust einnig nokkuð hissa. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, sagði ákvörðun Prigozhin um að pakka saman ótrúlega og að hann tryði ekki öðru en að Pútín myndi standa við það að finna hann í fjöru. Ef óvissa var uppi um hvað myndi gerast þegar Wagner næði Moskvu virðast menn ekki síður hugsi yfir stöðu mála nú. Mörgum spurningum er ósvarað en það hefur til að mynda ekkert verið gefið út um mögulegar breytingar innan varnarmálaráðuneytisins, sem Prigozhin hafði þrýst á. Sérfræðingar eru sammála um að undraverð framganga Prigozhin í Rússlandi hafi afhjúpað algjört ráðaleysi Pútín og stjórnarinnar í Kreml og ekki síður hversu veik staða Rússa er á vígvellinum í Úkraínu. Orð Prigozhin um dugleysi hermálayfirvalda, upplognar forsendur innrásarinnar í Úkraínu og blekkingar varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu í garð Pútín munu ekki gleymast. Hvað gerist innan Kreml og í Úkraínu á næstu dögum er óráðin gáta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði við rússneska miðla fyrir stundu að samkomulagið fæli það meðal annars í sér að Prigozhin yfirgæfi Rússland og flyttist til Belarús og að öðrum liðsmönnum Wagner yrði veitt sakaruppgjöf fyrir þátt sinn í átökunum í Úkraínu. Þeim Wagner-liðum sem ekki hefðu tekið þátt í valdaránstilrauninni yrði boðið að ganga hernum á hönd. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um samkomulagið, enn sem komið er, en hann hafði heitið því að láta þá gjalda það dýru verði sem hefðu svikið móðurlandið. Það var Lúkasjenkó sem tilkynnti um samkomulagið fyrr í dag en Prigozhin staðfesti það skömmu síðar og greindi frá því að sveitir Wagner myndu hörfa frá Moskvu og Rostov, þar sem þeir höfðu tekið yfir allar helstu stjórnarbyggingar. Fréttirnar virðast hafa komið flestum á óvart en Wagner-liðar höfðu farið inn í Rostov með lítilli fyrirhöfn og virtust fá góðar móttökur frá íbúum, sem hvöttu þá enn til dáða þegar þeir hófu brottför sína í dag. Úkraínumenn, sem höfðu fagnað mjög þróun mála í gærkvöldi og nótt, virtust einnig nokkuð hissa. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, sagði ákvörðun Prigozhin um að pakka saman ótrúlega og að hann tryði ekki öðru en að Pútín myndi standa við það að finna hann í fjöru. Ef óvissa var uppi um hvað myndi gerast þegar Wagner næði Moskvu virðast menn ekki síður hugsi yfir stöðu mála nú. Mörgum spurningum er ósvarað en það hefur til að mynda ekkert verið gefið út um mögulegar breytingar innan varnarmálaráðuneytisins, sem Prigozhin hafði þrýst á. Sérfræðingar eru sammála um að undraverð framganga Prigozhin í Rússlandi hafi afhjúpað algjört ráðaleysi Pútín og stjórnarinnar í Kreml og ekki síður hversu veik staða Rússa er á vígvellinum í Úkraínu. Orð Prigozhin um dugleysi hermálayfirvalda, upplognar forsendur innrásarinnar í Úkraínu og blekkingar varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu í garð Pútín munu ekki gleymast. Hvað gerist innan Kreml og í Úkraínu á næstu dögum er óráðin gáta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“