Innlent

Braut­skráningar Há­skóla Ís­lands

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Metfjöldi brautskráist í dag í Laugardalshöllinni.
Metfjöldi brautskráist í dag í Laugardalshöllinni. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Alls brautskrást 2.832 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri. Vísir streymir frá brautskráningunni sem haldin er í Laugardalshöll.

Athafnirnar eru tvær. Fyrri athöfnin hefst klukkan 10:00 en þar taka 606 kandídatar frá Félagsvísindasviði, 570 frá Heilbrigðisvísindasviði og 167 frá Hugvísindasviði við prófskírteinum sínum.

Seinni athöfnin hefst klukkan 13:30. Þar taka 543 kandídatar frá Menntavísindasviði og 275 frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði við skírteinum sínum.

Auk þeirra brautskrást 677 kandídatar af diplómanámsleiðum en verða ekki viðstödd athafnirnar.

Í heildina eru þetta 2.832 kandídatar sem er metfjöldi, 238 fleiri en í fyrra. Þar að auki brautskráðust 505 kandídatar í febrúar síðastliðnum.

Jón Atli Benediktsson rektor flytur ávarp við athafnirnar sem og Rakel Anna Boulter sem brautskráist með BA í almennri bókmenntafræði og Alec Elías Sigurðarson sem brautskráist með MS í efnafræði. Þá mun tónlistarkonan Árný Margrét skemmta gestum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×