Byrlaði eiginkonu sinni og leyfði 83 mönnum að nauðga henni Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júní 2023 00:12 Þorpið Mazan í Frakklandi þar sem Dominique P og kona hans höfðu eytt eftirlaunaárum þar til upp komst um hryllilega glæpi hans. Getty Franskur maður byrlaði eiginkonu sinni og leyfði 83 mönnum að nauðga henni á meðan hún svaf. Hann tók nauðganirnar, sem áttu sér stað yfir tíu ára tímabil, upp og geymdi upptökurnar. Lögregla hefur borið kennsl á 51 mannanna sem munu auk eiginmannsins fara fyrir dóm í sögulegu dómsmáli. Le Monde greinir frá málinu. Eiginmaðurinn, sem er þekktur undir nafninu Dominique P, er ellilífeyrisþegi og fyrrverandi fasteigna- og raftækjasali. Hann hafði verið giftur eiginkonu sinni í fjörutíu ár og átti með henni þrjú börn þegar hann byrjaði að blanda kvíðalyfinu Temésta (Lorazepam) í kvöldmáltíðir hennar. Síðan bauð hann mönnum inn á heimili þeirra í Provence í suðurhluta Frakklands til að nauðga henni á meðan hann tók það upp. Nauðganirnar áttu sér stað á árunum 2011 til 2020 og voru að minnsta kosti 92 talsins. Ræddu saman um nauðganir á spjallborði Lögreglan í Avignon hóf rannsókn á málinu árið 2020 og er búin að bera kennsl á, handtaka og ákæra 51 mannanna sem nauðguðu konunni. Mennirnir eru á aldrinum 26 til 73 ára og eru af ýmsum sviðum þjóðfélagsins, meðal annars slökkviliðsmaður, blaðamaður, fangavörður, tölvusérfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Dominique, sem er frá bænum Mazan, fann mennina á netspjallborðinu „a son insu“ (á frönsku þýðir það „án þess að hún/hann viti“). Þar ræddu meðlimir vettvangsins sín á milli um nauðganir sem þeir framkvæma á konum, oft þegar búið er að byrla þeim. Síðunni hefur nú verið eytt eftir að hún tengdist inn í rannsóknir á barnaníð, rasísku og andsemitísku efni og sölu á ólöglegum vímuefnum. Tók nauðganirnar upp og geymdi í misnotkunarmöppu Dominique bannaði mönnum að neyta tóbaks og nota kölnarvatn til að tryggja að eiginkonan myndi ekki vakna. Þá lét hann mennina þvo sér með heitu vatni til að forðast skyndilegar hitabreytingar og afklæðast í eldhúsinu til að skilja ekki eftir nein föt í svefnherberginu. Mönnunum var sagt að leggja við nálægan skóla og ganga í myrkrinu að húsinu til að koma í veg fyrir að nágrannar yrðu einhvers varir. Margir mannanna heimsóttu húsið oftar en einu sinni. Dominique tók athafnirnar síðan upp og geymdi myndefnið í möppu sem hét „MISNOTKUN“ (fr. ABUS) á USB-kubbi. Lögregla uppgötvaði myndefnið á USB-kubbnum óvart í tengslum við aðra rannsókn á Dominique P þar sem hann hafði tekið upp konur í búningsklefum stórmarkaðar með falinni myndavél. Sumir mannanna héldu því fram að þeir hafi ekki vitað að kona hans hafi ekki gefið samþykki fyrir kynlífinu á meðan einn þeirra neitaði því að um nauðgun væri að ræða og sagði „Þetta er eiginkonan hans, hann ræður hvað hann gerir við hana.“ Dominique sagði sjálfur að hann hefði ekki neytt neinn mannanna til athafna heldur hafi þeir allir verið þar af fúsum og frjálsum vilja. Óútskýrð síþreyta og rænuleysi Þegar lögregla tók fyrst skýrslu af eiginkonu Dominique lýsti hún honum sem góðum og ástríkum manni. Hann hefði reynt að fá hana til að taka þátt í makaskiptum en hún hafi ekki viljað vera snert af einhverjum sem hún bar ekki tilfinningar til. Að sögn lögreglu brotnaði hún saman og hugleiddi sjálfsmorð þegar henni var greint frá tilveru upptakanna. Eftir því sem henni tókst að púsla saman fortíðinni sagðist hún upplifa endurlit sem hún taldi upprunalega vera drauma. Byrlanir gætu skýrt síþreytu hennar og gleymni auk þess sem hún glímdi við óútskýrð vandamál tengd kynfærum sínum. Í kjölfar læknisskoðunar kom í ljós að hún hafði smitast af fjórum kynsjúkdómum. Hún hefur sótt um skilnað frá manni sínum. Talið er að réttarhöld í málinu gætu hafist á næsta ári og mun Dominique P vafalaust eiga yfir höfði sér langan dóm. Mál Dominique Pélicot Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Le Monde greinir frá málinu. Eiginmaðurinn, sem er þekktur undir nafninu Dominique P, er ellilífeyrisþegi og fyrrverandi fasteigna- og raftækjasali. Hann hafði verið giftur eiginkonu sinni í fjörutíu ár og átti með henni þrjú börn þegar hann byrjaði að blanda kvíðalyfinu Temésta (Lorazepam) í kvöldmáltíðir hennar. Síðan bauð hann mönnum inn á heimili þeirra í Provence í suðurhluta Frakklands til að nauðga henni á meðan hann tók það upp. Nauðganirnar áttu sér stað á árunum 2011 til 2020 og voru að minnsta kosti 92 talsins. Ræddu saman um nauðganir á spjallborði Lögreglan í Avignon hóf rannsókn á málinu árið 2020 og er búin að bera kennsl á, handtaka og ákæra 51 mannanna sem nauðguðu konunni. Mennirnir eru á aldrinum 26 til 73 ára og eru af ýmsum sviðum þjóðfélagsins, meðal annars slökkviliðsmaður, blaðamaður, fangavörður, tölvusérfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Dominique, sem er frá bænum Mazan, fann mennina á netspjallborðinu „a son insu“ (á frönsku þýðir það „án þess að hún/hann viti“). Þar ræddu meðlimir vettvangsins sín á milli um nauðganir sem þeir framkvæma á konum, oft þegar búið er að byrla þeim. Síðunni hefur nú verið eytt eftir að hún tengdist inn í rannsóknir á barnaníð, rasísku og andsemitísku efni og sölu á ólöglegum vímuefnum. Tók nauðganirnar upp og geymdi í misnotkunarmöppu Dominique bannaði mönnum að neyta tóbaks og nota kölnarvatn til að tryggja að eiginkonan myndi ekki vakna. Þá lét hann mennina þvo sér með heitu vatni til að forðast skyndilegar hitabreytingar og afklæðast í eldhúsinu til að skilja ekki eftir nein föt í svefnherberginu. Mönnunum var sagt að leggja við nálægan skóla og ganga í myrkrinu að húsinu til að koma í veg fyrir að nágrannar yrðu einhvers varir. Margir mannanna heimsóttu húsið oftar en einu sinni. Dominique tók athafnirnar síðan upp og geymdi myndefnið í möppu sem hét „MISNOTKUN“ (fr. ABUS) á USB-kubbi. Lögregla uppgötvaði myndefnið á USB-kubbnum óvart í tengslum við aðra rannsókn á Dominique P þar sem hann hafði tekið upp konur í búningsklefum stórmarkaðar með falinni myndavél. Sumir mannanna héldu því fram að þeir hafi ekki vitað að kona hans hafi ekki gefið samþykki fyrir kynlífinu á meðan einn þeirra neitaði því að um nauðgun væri að ræða og sagði „Þetta er eiginkonan hans, hann ræður hvað hann gerir við hana.“ Dominique sagði sjálfur að hann hefði ekki neytt neinn mannanna til athafna heldur hafi þeir allir verið þar af fúsum og frjálsum vilja. Óútskýrð síþreyta og rænuleysi Þegar lögregla tók fyrst skýrslu af eiginkonu Dominique lýsti hún honum sem góðum og ástríkum manni. Hann hefði reynt að fá hana til að taka þátt í makaskiptum en hún hafi ekki viljað vera snert af einhverjum sem hún bar ekki tilfinningar til. Að sögn lögreglu brotnaði hún saman og hugleiddi sjálfsmorð þegar henni var greint frá tilveru upptakanna. Eftir því sem henni tókst að púsla saman fortíðinni sagðist hún upplifa endurlit sem hún taldi upprunalega vera drauma. Byrlanir gætu skýrt síþreytu hennar og gleymni auk þess sem hún glímdi við óútskýrð vandamál tengd kynfærum sínum. Í kjölfar læknisskoðunar kom í ljós að hún hafði smitast af fjórum kynsjúkdómum. Hún hefur sótt um skilnað frá manni sínum. Talið er að réttarhöld í málinu gætu hafist á næsta ári og mun Dominique P vafalaust eiga yfir höfði sér langan dóm.
Mál Dominique Pélicot Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira