Fótbolti

Mæta til Ís­lands með nýjan þjálfara í brúnni: Rekinn eftir mikil læti

Aron Guðmundsson skrifar
Faruk Hadzibegic er ekki lengur landsliðsþjálfari Bosníu & Herzegovinu
Faruk Hadzibegic er ekki lengur landsliðsþjálfari Bosníu & Herzegovinu Vísir/Getty

Faruk Hadzibegic hefur verið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara karlaliðs Bosníu og Herzegovinu í fótbolta. Bosnía mun því mæta með nýjan þjálfara í brúnni til Íslands í september. 

Eftir öruggan sigur á Íslandi í fyrstu umferð undankeppni EM 2024 í fótbolta hefur gengi Bosníu & Herzegovinu fatast verulega flugið. 

Liðið hefur síðan þá tapað öllum leikjum sínum í riðlinum, gegn Slóvakíu, Portúgal og nú síðast gegn Luxemborg.

Tapið gegn Lúxemborg í síðustu umferð var dropinn sem fyllti mælinn fyrir forráðamenn bosníska knattspyrnusambandsins og hefur Faruk nú verið rekinn úr starfi.

Stuðningsmenn Bosníu söfnuðust saman fyrir utan heimavöll landsliðsins í Zenica eftir tapið gegn Lúxemborg, og stóðu við girðingu sem leikmenn Bosníu gengu framhjá. 

Mikill fjöldi lögreglumanna gætti að öryggi leikmanna en tvær af stærstu stjörnum liðsins, Edin Dzeko og Sead Kolasinac, stoppuðu hins vegar og gáfu sér tíma til að ræða við stuðningsmennina.

Með brotthvarfi Faruk er ljóst að Bosnía & Herzegovina mun mæta til Íslands með nýjan landsliðsþjálfara í brúnni þann 11. september næstkomandi þegar að liðin mætast á Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×