Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júní 2023 00:00 James Cameron segir ískyggilegt hve lík örlög kafbátsins Titan og farþegaskipsins Titanic séu. Það sé súrrealískt að þau hafi farist á sama stað á meðan færið væri í köfunarleiðangra um allan heim. Samsett/Getty James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. Cameron tjáði sig í fyrsta skipti um kafbátinn Titan og örlög hans í viðtali við ABC í kvöld. Sjálfur hefur hann mikla þekkingu á neðansjávarköfun, hefur kafað niður að flaki Titanic og var fyrsti maðurinn til að kafa niður á botn Maríanadjúpálsins þar sem er mesta hafdýpi á jörðinni, rúmir ellefu kílómetrar. Hafið og neðansjávarköfun hafa sömuleiðis verið fyrirferðarmikil í kvikmyndum hans, þar má nefna Titanic, Avatar 2: The Way of Water, The Abyss og Aliens of the Deep. Titanic director James Cameron on the catastrophic implosion of Titan submersible: I m struck by the similarity of the Titanic disaster itself, where the captain was repeatedly warned about ice ahead of his ship and yet he steamed at full speed into an ice field." pic.twitter.com/vO8JkCXS5f— ABC News (@ABC) June 22, 2023 Aðvaranir virtar að vettugi í báðum tilvikum Í viðtalinu sagði hann að fólk innan samfélags neðansjávarkönnunar hafi verið mjög áhyggjufullt vegna leiðangurs Titan. Fjöldi þekktra neðanjsávarverkfræðinga hafi meira að segja skrifað bréf til OceanGate til að vara við því að kafbáturinn væri of tilraunakenndur. Kafbáturinn hafi ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum og ferðalagið hafi verið glæfraför. Hann segir að það hafi slegið sig hve lík örlög kafbátsins og Titanic voru. En í tilfelli farþegaskipsins var skipstjórinn ítrekað varaður við ísjökunum sem voru fram undan en sigldi ótrauður áfram inn í hafísinn og vota gröfina. „Fyrir okkur er þetta mjög sambærilegur harmleikur þar sem aðvaranir voru virtar að vettugi. Að það eigi sér stað á nákvæmlega sama stað, með alla þá köfun sem á sér stað um allan heim, mér finnst það undravert. Það er í rauninni mjög súrrealískt,“ segir Cameron. Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. 22. júní 2023 06:57 Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Cameron tjáði sig í fyrsta skipti um kafbátinn Titan og örlög hans í viðtali við ABC í kvöld. Sjálfur hefur hann mikla þekkingu á neðansjávarköfun, hefur kafað niður að flaki Titanic og var fyrsti maðurinn til að kafa niður á botn Maríanadjúpálsins þar sem er mesta hafdýpi á jörðinni, rúmir ellefu kílómetrar. Hafið og neðansjávarköfun hafa sömuleiðis verið fyrirferðarmikil í kvikmyndum hans, þar má nefna Titanic, Avatar 2: The Way of Water, The Abyss og Aliens of the Deep. Titanic director James Cameron on the catastrophic implosion of Titan submersible: I m struck by the similarity of the Titanic disaster itself, where the captain was repeatedly warned about ice ahead of his ship and yet he steamed at full speed into an ice field." pic.twitter.com/vO8JkCXS5f— ABC News (@ABC) June 22, 2023 Aðvaranir virtar að vettugi í báðum tilvikum Í viðtalinu sagði hann að fólk innan samfélags neðansjávarkönnunar hafi verið mjög áhyggjufullt vegna leiðangurs Titan. Fjöldi þekktra neðanjsávarverkfræðinga hafi meira að segja skrifað bréf til OceanGate til að vara við því að kafbáturinn væri of tilraunakenndur. Kafbáturinn hafi ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum og ferðalagið hafi verið glæfraför. Hann segir að það hafi slegið sig hve lík örlög kafbátsins og Titanic voru. En í tilfelli farþegaskipsins var skipstjórinn ítrekað varaður við ísjökunum sem voru fram undan en sigldi ótrauður áfram inn í hafísinn og vota gröfina. „Fyrir okkur er þetta mjög sambærilegur harmleikur þar sem aðvaranir voru virtar að vettugi. Að það eigi sér stað á nákvæmlega sama stað, með alla þá köfun sem á sér stað um allan heim, mér finnst það undravert. Það er í rauninni mjög súrrealískt,“ segir Cameron.
Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. 22. júní 2023 06:57 Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. 22. júní 2023 06:57
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent