Leita á meðan vonin lifir Samúel Karl Ólason skrifar 21. júní 2023 13:00 Sérfræðingar höfðu áhyggjur af Títan fyrir nokkrum árum. AP/OceanGate Expeditions Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. Verið var að kafa bátnum að flaki skipsins Titanic sem liggur á tæplega fjögurra kílómetra dýpi um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Samband við kafbátinn slitnaði á sunnudagsmorgun en fimm manns voru um borð. Talið er að súrefnið um borð í kafbátnum gæti í mesta lagi dugað fram á fimmtudagsmorgun. Sjá einnig: Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Áhöfn kanadískrar flugvélar heyrði í gær hljóð sem hefur verið lýst sem bankhljóði og mun það hafa heyrst á um hálftíma fresti í minnst fjórar klukkustundir. Hljóðið heyrðist með sérstakri bauju sem varpað er úr flugvélum og notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Aðmírállinn John Mauger, frá Strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, segir að finna megi mjög marga málmhluti við flak Titanic, sem gætu gefið frá sér sambærilegt hljóð. Uppruni hljóðsins sé enn óljós. Mauger sagði einnig, samkvæmt frétt BBC, að leitinni yrði haldið áfram svo lengi sem talinn væri möguleiki á því að mennirnir um borð í kafbátnum gætu verið á lífi. Hér að neðan má sjá hvernig leitað hefur verið. Press release for the establishment of the Unified Command for the 21-foot submersible, Titan, 900 miles east of Cape Cod click here: https://t.co/yvhGizVnw7#Titanic pic.twitter.com/fJPaYvovB5— USCGNortheast (@USCGNortheast) June 21, 2023 Höfðu áhyggjur af kafbátnum Kafbáturinn sem er týndur er í eigu fyrirtækisins OceanGate Expeditions. New York Times sagði frá því á dögunum að innan fyrirtækisins hefðu menn áhyggjur af bátnum og sögðu hann þurfa mun meiri vinnu og prófanir. Það var árið 2018 en þá skrifaði einn af yfirmönnum OceanGate harðorðaða skýrslu um stöðu kafbátsins. Aðrir sérfræðingar slógu á svipaða strengi í bréfi til Stockton Rush, yfirmanns OceanGate, og sögðu varhugavert framferði fyrirtækisins gæti haft alvarlegar afleiðingar. Kvörtunin sneri að því að Rush neitaði þá að láta sérfræðinga skoða bátinn og votta hann. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Hér að neðan má sjá viðtal Reuters við tvo menn sem hafa farið með kafbátnum. CBS reporter David Pogue and the Simpsons writer Mike Reiss describe what it was like inside the Titan, the missing submersible which disappeared while taking tourists to see the wreckage of the Titanic https://t.co/rHr3lBSspC pic.twitter.com/2I2p5cuzt9— Reuters (@Reuters) June 21, 2023 Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Verið var að kafa bátnum að flaki skipsins Titanic sem liggur á tæplega fjögurra kílómetra dýpi um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Samband við kafbátinn slitnaði á sunnudagsmorgun en fimm manns voru um borð. Talið er að súrefnið um borð í kafbátnum gæti í mesta lagi dugað fram á fimmtudagsmorgun. Sjá einnig: Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Áhöfn kanadískrar flugvélar heyrði í gær hljóð sem hefur verið lýst sem bankhljóði og mun það hafa heyrst á um hálftíma fresti í minnst fjórar klukkustundir. Hljóðið heyrðist með sérstakri bauju sem varpað er úr flugvélum og notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Aðmírállinn John Mauger, frá Strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, segir að finna megi mjög marga málmhluti við flak Titanic, sem gætu gefið frá sér sambærilegt hljóð. Uppruni hljóðsins sé enn óljós. Mauger sagði einnig, samkvæmt frétt BBC, að leitinni yrði haldið áfram svo lengi sem talinn væri möguleiki á því að mennirnir um borð í kafbátnum gætu verið á lífi. Hér að neðan má sjá hvernig leitað hefur verið. Press release for the establishment of the Unified Command for the 21-foot submersible, Titan, 900 miles east of Cape Cod click here: https://t.co/yvhGizVnw7#Titanic pic.twitter.com/fJPaYvovB5— USCGNortheast (@USCGNortheast) June 21, 2023 Höfðu áhyggjur af kafbátnum Kafbáturinn sem er týndur er í eigu fyrirtækisins OceanGate Expeditions. New York Times sagði frá því á dögunum að innan fyrirtækisins hefðu menn áhyggjur af bátnum og sögðu hann þurfa mun meiri vinnu og prófanir. Það var árið 2018 en þá skrifaði einn af yfirmönnum OceanGate harðorðaða skýrslu um stöðu kafbátsins. Aðrir sérfræðingar slógu á svipaða strengi í bréfi til Stockton Rush, yfirmanns OceanGate, og sögðu varhugavert framferði fyrirtækisins gæti haft alvarlegar afleiðingar. Kvörtunin sneri að því að Rush neitaði þá að láta sérfræðinga skoða bátinn og votta hann. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Hér að neðan má sjá viðtal Reuters við tvo menn sem hafa farið með kafbátnum. CBS reporter David Pogue and the Simpsons writer Mike Reiss describe what it was like inside the Titan, the missing submersible which disappeared while taking tourists to see the wreckage of the Titanic https://t.co/rHr3lBSspC pic.twitter.com/2I2p5cuzt9— Reuters (@Reuters) June 21, 2023
Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira