Lék á EM í fyrra en spriklar nú í strákabolta fyrir vestan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2023 07:31 Elín Metta Jensen er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Vísir/Vilhelm Knattspyrnukonan fyrrverandi, Elín Metta Jensen, var hluti af íslenska landsliðinu sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar. Hún lagði hins vegar skóna á hilluna í október á síðasta ári aðeins 27 ára gömul, en hefur þó ekki alveg sagt skilið við fótboltann. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Fljótlega var þó blásið á þær sögusagnir, en nú fyrir skemmstu heyrðist aftur hvísl um að mögulega myndi þessi sjöunda markahæsta kona efstu deildar Íslands snúa aftur og taka slaginn með Garðarbæjarliðinu seinni hluta sumars. „Ekki búin að ákveða neitt svoleiðis“ Sjálf vildi Elín þó lítið sem ekkert gefa upp í þeim efnum þegar Vísir leitaði eftir svörum. „Ég er bara að vinna fyrir vestan á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt svoleiðis,“ sagði Elín í samtali við Vísi í vikunni. „Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ bætti Elín Metta við, en hún æfir nú með Herði Ísafirði sem æfir í Bolungarvík. Markamaskína sem myndi hjálpa hvaða liði sem er Elín Metta var á sínum heldur stutta ferli einn allra mesti markaskorari sem hefur leikið í efstu deild hér á Íslandi. Eins og áður segir er hún sjöundi markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi með 132 mörk í 183 leikjum. Þá skoraði hún einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Hún var hluti af íslenska hópnum sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar og kom inn af varamannabekknum í lokaleik riðlakeppninnar gegn Frakklandi. Seinustu landsleikir hennar voru gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM í september á síðasta ári þar sem hún kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Það er því ljóst að ef þær sögusagnir um mögulega endurkomu Elínar Mettu reynast sannar yrði það happafengur fyrir Stjörnuna, og raunar hvaða lið sem er í deildinni. Stjörnukonu sitja eins og er í sjötta sæti Bestu-deildar kvenna með 11 stig eftir níu umferðir og titilbaráttan sem liðinu var spáð í fyrir tímabilið virðist vera að breytast í fjarlægan draum. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Stjarnan Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Fljótlega var þó blásið á þær sögusagnir, en nú fyrir skemmstu heyrðist aftur hvísl um að mögulega myndi þessi sjöunda markahæsta kona efstu deildar Íslands snúa aftur og taka slaginn með Garðarbæjarliðinu seinni hluta sumars. „Ekki búin að ákveða neitt svoleiðis“ Sjálf vildi Elín þó lítið sem ekkert gefa upp í þeim efnum þegar Vísir leitaði eftir svörum. „Ég er bara að vinna fyrir vestan á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt svoleiðis,“ sagði Elín í samtali við Vísi í vikunni. „Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ bætti Elín Metta við, en hún æfir nú með Herði Ísafirði sem æfir í Bolungarvík. Markamaskína sem myndi hjálpa hvaða liði sem er Elín Metta var á sínum heldur stutta ferli einn allra mesti markaskorari sem hefur leikið í efstu deild hér á Íslandi. Eins og áður segir er hún sjöundi markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi með 132 mörk í 183 leikjum. Þá skoraði hún einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Hún var hluti af íslenska hópnum sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar og kom inn af varamannabekknum í lokaleik riðlakeppninnar gegn Frakklandi. Seinustu landsleikir hennar voru gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM í september á síðasta ári þar sem hún kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Það er því ljóst að ef þær sögusagnir um mögulega endurkomu Elínar Mettu reynast sannar yrði það happafengur fyrir Stjörnuna, og raunar hvaða lið sem er í deildinni. Stjörnukonu sitja eins og er í sjötta sæti Bestu-deildar kvenna með 11 stig eftir níu umferðir og titilbaráttan sem liðinu var spáð í fyrir tímabilið virðist vera að breytast í fjarlægan draum.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Stjarnan Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira