Kostar vel yfir sjötíu milljarða að losa 33 ára Gundogan undan nýja samningnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júní 2023 15:30 Börsungar ætla að sjá til þess að fáir hafi efni á því að kaupa upp samning Ilkay Gundogan. Nicolò Campo/LightRocket via Getty Images Ilkay Gundogan, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, gengur í raðir spænska stórveldisins Barcelona þegar núverandi samningur hans við City rennur út. Greint var frá því hér á Vísi í gær að Gundogan ætlaði sér ekki að framlengja við Englandsmeistarana og mun hann þess í stað ganga í raðir Spánarmeistara Barcelona. Gundogan hefur verið lykilmaður í liði City undanfarin ár og unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu síðan hann kom til félagsins árið 2016. Gundogan, sem verður 33 ára gamall í haust, fer frítt frá Manchester City til Barcelona og mun skrifa undir tveggja ára samning með möguleika á árs framlengingu. Þrátt fyrir að vera að nálgast seinni hluta ferilsins ætla Börsungar þó að sjá til þess að fáir hafi efni á því að kaupa leikmanninn frá félaginu. Ef marka má orð félagsskiptasérfræðingsins Fabrizio Romano verður kaupákvæði í samningi Gundogan og Barcelona sem mun hljóða upp á 500 milljónir evra, en það samsvarar um 74,5 milljörðum íslenskra króna. Medical tests already approved for Ilkay Gündogan by direct contact with Barça staff. #FCBContract until June 2025 with an option until June 2026 will also include release clause worth 500m. pic.twitter.com/rR2qYIE3J3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Eins og áður segir hefur Gundogan verið algjör lykilmaður í liði Manchester City undanfarin ár og leikið stórt hlutverk í velgengni félagsins. Alls hefur hann leikið 304 leiki fyrir félagið og komið mep beinum hætti að 100 mörkum. Með liðinu hefur Gundogan fimm sinnum orðið Englandsmeistari, unnið deildarbikarinn fjórum sinnum, enska bikarinn tvisvar og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Greint var frá því hér á Vísi í gær að Gundogan ætlaði sér ekki að framlengja við Englandsmeistarana og mun hann þess í stað ganga í raðir Spánarmeistara Barcelona. Gundogan hefur verið lykilmaður í liði City undanfarin ár og unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu síðan hann kom til félagsins árið 2016. Gundogan, sem verður 33 ára gamall í haust, fer frítt frá Manchester City til Barcelona og mun skrifa undir tveggja ára samning með möguleika á árs framlengingu. Þrátt fyrir að vera að nálgast seinni hluta ferilsins ætla Börsungar þó að sjá til þess að fáir hafi efni á því að kaupa leikmanninn frá félaginu. Ef marka má orð félagsskiptasérfræðingsins Fabrizio Romano verður kaupákvæði í samningi Gundogan og Barcelona sem mun hljóða upp á 500 milljónir evra, en það samsvarar um 74,5 milljörðum íslenskra króna. Medical tests already approved for Ilkay Gündogan by direct contact with Barça staff. #FCBContract until June 2025 with an option until June 2026 will also include release clause worth 500m. pic.twitter.com/rR2qYIE3J3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Eins og áður segir hefur Gundogan verið algjör lykilmaður í liði Manchester City undanfarin ár og leikið stórt hlutverk í velgengni félagsins. Alls hefur hann leikið 304 leiki fyrir félagið og komið mep beinum hætti að 100 mörkum. Með liðinu hefur Gundogan fimm sinnum orðið Englandsmeistari, unnið deildarbikarinn fjórum sinnum, enska bikarinn tvisvar og Meistaradeild Evrópu einu sinni.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira