Stuðningsmenn West Ham fá ekki að mæta á næsta heimaleik Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 18:01 Stuðningsmenn West Ham sjást hér fagna eftir sigur liðsins í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Getty West Ham þarf að leika næsta Evrópuleik sinn fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á úrslitaleik Sambandsdeildarinnar fyrr í mánuðinum. West Ham bar sigurorð af Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu á dögunum og vann þar með sinn fyrsta stóra titil í fjörtíu og þrjú ár. Í fyrri hálfleik leiksins, sem fram fór í Prag, köstuðu stuðningsmenn West Ham glösum inn á völlinn þegar Cristiano Biraghi leikmaður Fiorentina hugðist taka hornspyrnu. Glösunum rigndi yfir Biraghi og aðstoðardómarann sem átti fótum sínum fjör að launa. Glösunum rignir hér yfir Cristiano Biraghi, leikmann Fiorentina, í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar. Biraghi fékk gat á höfuðið eftir að eitt glasanna hæfði hann.Vísir/Getty Eitt glasanna hæfði Biraghi í höfuðið svo að úr blæddi. Gera þurfti hlé á leiknum í dágóða stund á meðan gert var að sárum Biraghi og fengu stuðningsmenn West Ham á vellinum skilaboð á risaskjá vallarins að láta umsvifalaust af hegðun sinni og bera virðingu fyrir leikmönnum og starfsmönnum leiksins. Nú hefur UEFA úrskurðað að engir áhorfendur megi mæta á næsta heimaleik West Ham í Evrópukeppni. Auk þess fær félagið 50.000 evrur í sekt og auka 8000 evrur í sekt þar sem áhorfendur hlupu inn á völlinn í leikslok. Þá má félagið ekki heldur selja miða til stuðningsmanna á næsta útileik liðsins í Evrópu en sú refsing er skilorðsbundin til tveggja ára. West Ham tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili með sigrinum í Sambandsdeildinni. Töluverð ólæti voru í Prag í aðdraganda úrslitaleiksins og bárust fréttir af því að stuðningsmenn Fiorentina hefðu ráðist að Englendingum á veitingastað í borginni. Þá réðust stuðningsmenn AZ Alkmaar að stuðningsmönnum West Ham í lok undanúrslitaleik liðanna í Sambandsdeildinni. Hollenska félagið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið og sagði að „litið yrði tilbaka á kvöldið með skömm“ en stuðningsmenn Alkmaar réðust þar að svæði á áhorfendapöllunum þar sem fjölskyldur og vinir leikmanna West Ham sátu. Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01 Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
West Ham bar sigurorð af Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu á dögunum og vann þar með sinn fyrsta stóra titil í fjörtíu og þrjú ár. Í fyrri hálfleik leiksins, sem fram fór í Prag, köstuðu stuðningsmenn West Ham glösum inn á völlinn þegar Cristiano Biraghi leikmaður Fiorentina hugðist taka hornspyrnu. Glösunum rigndi yfir Biraghi og aðstoðardómarann sem átti fótum sínum fjör að launa. Glösunum rignir hér yfir Cristiano Biraghi, leikmann Fiorentina, í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar. Biraghi fékk gat á höfuðið eftir að eitt glasanna hæfði hann.Vísir/Getty Eitt glasanna hæfði Biraghi í höfuðið svo að úr blæddi. Gera þurfti hlé á leiknum í dágóða stund á meðan gert var að sárum Biraghi og fengu stuðningsmenn West Ham á vellinum skilaboð á risaskjá vallarins að láta umsvifalaust af hegðun sinni og bera virðingu fyrir leikmönnum og starfsmönnum leiksins. Nú hefur UEFA úrskurðað að engir áhorfendur megi mæta á næsta heimaleik West Ham í Evrópukeppni. Auk þess fær félagið 50.000 evrur í sekt og auka 8000 evrur í sekt þar sem áhorfendur hlupu inn á völlinn í leikslok. Þá má félagið ekki heldur selja miða til stuðningsmanna á næsta útileik liðsins í Evrópu en sú refsing er skilorðsbundin til tveggja ára. West Ham tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili með sigrinum í Sambandsdeildinni. Töluverð ólæti voru í Prag í aðdraganda úrslitaleiksins og bárust fréttir af því að stuðningsmenn Fiorentina hefðu ráðist að Englendingum á veitingastað í borginni. Þá réðust stuðningsmenn AZ Alkmaar að stuðningsmönnum West Ham í lok undanúrslitaleik liðanna í Sambandsdeildinni. Hollenska félagið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið og sagði að „litið yrði tilbaka á kvöldið með skömm“ en stuðningsmenn Alkmaar réðust þar að svæði á áhorfendapöllunum þar sem fjölskyldur og vinir leikmanna West Ham sátu.
Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01 Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01
Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01