Stuðningsmenn West Ham fá ekki að mæta á næsta heimaleik Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 18:01 Stuðningsmenn West Ham sjást hér fagna eftir sigur liðsins í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Getty West Ham þarf að leika næsta Evrópuleik sinn fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á úrslitaleik Sambandsdeildarinnar fyrr í mánuðinum. West Ham bar sigurorð af Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu á dögunum og vann þar með sinn fyrsta stóra titil í fjörtíu og þrjú ár. Í fyrri hálfleik leiksins, sem fram fór í Prag, köstuðu stuðningsmenn West Ham glösum inn á völlinn þegar Cristiano Biraghi leikmaður Fiorentina hugðist taka hornspyrnu. Glösunum rigndi yfir Biraghi og aðstoðardómarann sem átti fótum sínum fjör að launa. Glösunum rignir hér yfir Cristiano Biraghi, leikmann Fiorentina, í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar. Biraghi fékk gat á höfuðið eftir að eitt glasanna hæfði hann.Vísir/Getty Eitt glasanna hæfði Biraghi í höfuðið svo að úr blæddi. Gera þurfti hlé á leiknum í dágóða stund á meðan gert var að sárum Biraghi og fengu stuðningsmenn West Ham á vellinum skilaboð á risaskjá vallarins að láta umsvifalaust af hegðun sinni og bera virðingu fyrir leikmönnum og starfsmönnum leiksins. Nú hefur UEFA úrskurðað að engir áhorfendur megi mæta á næsta heimaleik West Ham í Evrópukeppni. Auk þess fær félagið 50.000 evrur í sekt og auka 8000 evrur í sekt þar sem áhorfendur hlupu inn á völlinn í leikslok. Þá má félagið ekki heldur selja miða til stuðningsmanna á næsta útileik liðsins í Evrópu en sú refsing er skilorðsbundin til tveggja ára. West Ham tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili með sigrinum í Sambandsdeildinni. Töluverð ólæti voru í Prag í aðdraganda úrslitaleiksins og bárust fréttir af því að stuðningsmenn Fiorentina hefðu ráðist að Englendingum á veitingastað í borginni. Þá réðust stuðningsmenn AZ Alkmaar að stuðningsmönnum West Ham í lok undanúrslitaleik liðanna í Sambandsdeildinni. Hollenska félagið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið og sagði að „litið yrði tilbaka á kvöldið með skömm“ en stuðningsmenn Alkmaar réðust þar að svæði á áhorfendapöllunum þar sem fjölskyldur og vinir leikmanna West Ham sátu. Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01 Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
West Ham bar sigurorð af Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu á dögunum og vann þar með sinn fyrsta stóra titil í fjörtíu og þrjú ár. Í fyrri hálfleik leiksins, sem fram fór í Prag, köstuðu stuðningsmenn West Ham glösum inn á völlinn þegar Cristiano Biraghi leikmaður Fiorentina hugðist taka hornspyrnu. Glösunum rigndi yfir Biraghi og aðstoðardómarann sem átti fótum sínum fjör að launa. Glösunum rignir hér yfir Cristiano Biraghi, leikmann Fiorentina, í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar. Biraghi fékk gat á höfuðið eftir að eitt glasanna hæfði hann.Vísir/Getty Eitt glasanna hæfði Biraghi í höfuðið svo að úr blæddi. Gera þurfti hlé á leiknum í dágóða stund á meðan gert var að sárum Biraghi og fengu stuðningsmenn West Ham á vellinum skilaboð á risaskjá vallarins að láta umsvifalaust af hegðun sinni og bera virðingu fyrir leikmönnum og starfsmönnum leiksins. Nú hefur UEFA úrskurðað að engir áhorfendur megi mæta á næsta heimaleik West Ham í Evrópukeppni. Auk þess fær félagið 50.000 evrur í sekt og auka 8000 evrur í sekt þar sem áhorfendur hlupu inn á völlinn í leikslok. Þá má félagið ekki heldur selja miða til stuðningsmanna á næsta útileik liðsins í Evrópu en sú refsing er skilorðsbundin til tveggja ára. West Ham tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili með sigrinum í Sambandsdeildinni. Töluverð ólæti voru í Prag í aðdraganda úrslitaleiksins og bárust fréttir af því að stuðningsmenn Fiorentina hefðu ráðist að Englendingum á veitingastað í borginni. Þá réðust stuðningsmenn AZ Alkmaar að stuðningsmönnum West Ham í lok undanúrslitaleik liðanna í Sambandsdeildinni. Hollenska félagið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið og sagði að „litið yrði tilbaka á kvöldið með skömm“ en stuðningsmenn Alkmaar réðust þar að svæði á áhorfendapöllunum þar sem fjölskyldur og vinir leikmanna West Ham sátu.
Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01 Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Fær gefins miða á úrslitaleikinn 58 ára gamall stuðningsmaður West Ham er hetja í augum margra í dag og launin fyrir hetjudáðir hans er ekki bara frægðin, uppklapp á Ólympíuleikvanginum og beiðnir um myndatökur með öðrum stuðningsmönnum um síðustu helgi. 24. maí 2023 13:01
Dótakall af Englinum í Alkmaar boðinn upp á eBay Búið er að gera dótakall af stuðningsmanni West Ham United sem varði fjölskyldur leikmanna félagsins fyrir ólátabelgjum úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar. 25. maí 2023 12:01