Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Árni Sæberg skrifar 21. júní 2023 14:05 Claudia hlaut þriggja ára fangelsisdóm. Landsréttur hafði dæmt hana í fjórtán ára fangelsi. vísir/vilhelm Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. Claudia Carvalho var dæmd til þriggja ára fangelsis, Murat Selivrada fjögurra ára og Shpetim Qerimi fékk tíu ára dóm. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að heimild skorti að lögum til að dæma Angjelin til þyngri tímabundinnar refsingar en mælt er fyrir um ákvæði almennra hegningarlaga um manndráp. Þá væru ekki skilyrði til að ákveða honum refsingu með vísan samverknaðarákvæðis sömu laga þar sem brot annarra hefðu verið hlutdeildarbrot. Við ákvörðun refsingar hinna þriggja var litið til þess að um hlutdeild í mjög alvarlegu broti væri að ræða. Þar sem þáttur Claudiu og Murats í undirbúningi þess þótti smávægilegur var refsing þeirra ákveðin með hliðsjón ákvæði hegningarlaga um smávægilega hlutdeild. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Hinir þrír sakborningarnir, þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru öll sýknuð en Landsréttur sneri dómnum við og dæmdi öll þrjú í fjórtán ára fangelsi fyrir samverknað auk þess að þyngja dóminn yfir Angjelin í tuttugu ár. Angjelin Sterkaj var endanlega sakfelldur fyrir morðið á Armando Bequrai í dag.Vísir/Vilhelm Öll fjögur óskuðu eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnunum í desembermánuði í fyrra. Fram kom í álitinu að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm Angjelins. Þá væri mikilvægt að Hæstiréttur skoðaði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Ein umfangsmesta rannsókn seinni tíma Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum. Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð. Var fjöldi fólks handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Málið var gert upp í sérstökum annál fréttastofu fyrir síðustu áramót. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu, enda hefur morðinu verið lýst sem aftöku. Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, ræddi málið við Kompás fyrir tveimur árum. Hún telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að Angjelin hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Claudia Carvalho var dæmd til þriggja ára fangelsis, Murat Selivrada fjögurra ára og Shpetim Qerimi fékk tíu ára dóm. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að heimild skorti að lögum til að dæma Angjelin til þyngri tímabundinnar refsingar en mælt er fyrir um ákvæði almennra hegningarlaga um manndráp. Þá væru ekki skilyrði til að ákveða honum refsingu með vísan samverknaðarákvæðis sömu laga þar sem brot annarra hefðu verið hlutdeildarbrot. Við ákvörðun refsingar hinna þriggja var litið til þess að um hlutdeild í mjög alvarlegu broti væri að ræða. Þar sem þáttur Claudiu og Murats í undirbúningi þess þótti smávægilegur var refsing þeirra ákveðin með hliðsjón ákvæði hegningarlaga um smávægilega hlutdeild. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Hinir þrír sakborningarnir, þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru öll sýknuð en Landsréttur sneri dómnum við og dæmdi öll þrjú í fjórtán ára fangelsi fyrir samverknað auk þess að þyngja dóminn yfir Angjelin í tuttugu ár. Angjelin Sterkaj var endanlega sakfelldur fyrir morðið á Armando Bequrai í dag.Vísir/Vilhelm Öll fjögur óskuðu eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnunum í desembermánuði í fyrra. Fram kom í álitinu að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm Angjelins. Þá væri mikilvægt að Hæstiréttur skoðaði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Ein umfangsmesta rannsókn seinni tíma Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum. Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð. Var fjöldi fólks handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Málið var gert upp í sérstökum annál fréttastofu fyrir síðustu áramót. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu, enda hefur morðinu verið lýst sem aftöku. Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, ræddi málið við Kompás fyrir tveimur árum. Hún telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að Angjelin hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira