Aðeins sjö greiddu atkvæði gegn Partygate-skýrslunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 07:26 Segja má að Johnson hafi sætt niðurlægingu á þinginu í gær þegar aðeins sjö greiddu atkvæði gegn skýrslunni þar sem hann er harðlega gagnrýndur og sakaður um óheiðarleika. AP/Matt Dunham Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, mátti þola hálfgerða niðurlægingu í gær þegar skýrsla þverpólitískrar þingnefndar um framgöngu Johnson í svokölluðu „Partygate“-máli var samþykkt með næstum öllum greiddum atkvæðum. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Johnson hefði komið óheiðarlega fram þegar hann svaraði fyrir teiti sem haldin voru í Downing-stræti á sama tíma og Bretar sættu hörðum sóttvarnaraðgerðum; hunsað sannleikann og freistað þess að túlka reglur til að falla að eigin frásögn. Þrátt fyrir að leiðtogar Íhaldsflokksins hefðu sagt að þingmenn flokksins gengu óbundnir til atkvæðagreiðslunnar og ættu að hlusta á samvisku sína höfðu stuðningsmenn Johnson haft í hótunum um að þeir sem greiddu atkvæði með skýrslunni myndu sæta afleiðingum. Britain's parliament delivered another blow to the political career of former prime minister Boris Johnson when it endorsed a report that concluded that he deliberately lied over rule-breaking parties https://t.co/pLB8GQnosT pic.twitter.com/Ibo40fgJzk— Reuters (@Reuters) June 20, 2023 Hótanirnar virðast ekki hafa haft tilskilin áhrif en 354 þingmenn greiddu atkvæði með skýrslunni og aðeins sjö á móti. Í bili virðist sem Johnson einn verði sá sem þarf að taka afleiðingum gjörða sinna en í refsingarskyni fyrir óheiðarleika sinn verður hann sviptur aðgengi að Westminster. Rishi Sunak forsætisráðherra og aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni þegar atkvæðagreiðslan fór fram og fengu bágt fyrir frá Verkamannaflokknum. Þá voru samflokksmenn Johnson ófeimnir við að segja honum til syndanna án þess þó að nefna hann á nafn en Theresa May, forveri Johnson í embætti, biðlaði til þingmanna um að láta ekki vinskap birgja sér sýn; það væri mikilvægt að sýna að gripið væri til aðgerða þegar menn, hversu háttsettir sem þeir væru, gerðu rangt. Fleiri voru harðorðir en Angela Richardson, þingmaður Íhaldsflokksins, var ekki síst gagnrýnin á þá staðreynd að þeir sem sátu í þingnefndinni hefðu þurft á aukinni öryggisgæslu að halda eftir að Johnson sagði af sér þingmennsku í fússi og gagnrýndi skýrsluhöfunda opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Johnson hefði komið óheiðarlega fram þegar hann svaraði fyrir teiti sem haldin voru í Downing-stræti á sama tíma og Bretar sættu hörðum sóttvarnaraðgerðum; hunsað sannleikann og freistað þess að túlka reglur til að falla að eigin frásögn. Þrátt fyrir að leiðtogar Íhaldsflokksins hefðu sagt að þingmenn flokksins gengu óbundnir til atkvæðagreiðslunnar og ættu að hlusta á samvisku sína höfðu stuðningsmenn Johnson haft í hótunum um að þeir sem greiddu atkvæði með skýrslunni myndu sæta afleiðingum. Britain's parliament delivered another blow to the political career of former prime minister Boris Johnson when it endorsed a report that concluded that he deliberately lied over rule-breaking parties https://t.co/pLB8GQnosT pic.twitter.com/Ibo40fgJzk— Reuters (@Reuters) June 20, 2023 Hótanirnar virðast ekki hafa haft tilskilin áhrif en 354 þingmenn greiddu atkvæði með skýrslunni og aðeins sjö á móti. Í bili virðist sem Johnson einn verði sá sem þarf að taka afleiðingum gjörða sinna en í refsingarskyni fyrir óheiðarleika sinn verður hann sviptur aðgengi að Westminster. Rishi Sunak forsætisráðherra og aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni þegar atkvæðagreiðslan fór fram og fengu bágt fyrir frá Verkamannaflokknum. Þá voru samflokksmenn Johnson ófeimnir við að segja honum til syndanna án þess þó að nefna hann á nafn en Theresa May, forveri Johnson í embætti, biðlaði til þingmanna um að láta ekki vinskap birgja sér sýn; það væri mikilvægt að sýna að gripið væri til aðgerða þegar menn, hversu háttsettir sem þeir væru, gerðu rangt. Fleiri voru harðorðir en Angela Richardson, þingmaður Íhaldsflokksins, var ekki síst gagnrýnin á þá staðreynd að þeir sem sátu í þingnefndinni hefðu þurft á aukinni öryggisgæslu að halda eftir að Johnson sagði af sér þingmennsku í fússi og gagnrýndi skýrsluhöfunda opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira