Ætluðu sér að myrða njósnara í Miami Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2023 13:01 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er mjög í nöp við rússneska svikara og hefur reynt að láta ráða nokkra þeirra af dögum. AP/Evgeny Biyatov Rússneskir útsendarar ætluðu árið 2020 að ráða rússneskum manni bana í Miamiborg í Bandaríkjunum. Banatilræðið gekk ekki eftir en leiddi til þess að Bandaríkjamenn vísuðu rússneskum erindrekum og njósnurum úr landi. Í frétt New York Times segir að skotmark Rússa hafi verið fyrrverandi njósnari í Rússlandi, sem veitti Bandaríkjamönnum upplýsingar um fjölmarga rússneska njósnara í Bandaríkjunum. Aleksandr Poteyev, starfaði á árum áður í Leyniþjónustu Rússlands. Hann snerist þó á band Bandaríkjamanna og veitti yfirvöldum vestanhafs upplýsingar um hópa leynilegra njósnara. Árið 2010 voru ellefu rússneskir njósnarar sem höfðu komið sér fyrir á austurströnd Bandaríkjanna handteknir af Alríkislögreglunni (FBI). Umræddir njósnarar lifðu undir dulnefnum og unnu hefðbundin störf. Markmið þeirra var að afla upplýsinga og útsendara fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands sem starfar erlendis. Sendir til Rússlands fyrir Sergei Skripal Eins og fram kemur í frétt NYT voru tíu af þessum njósnurum sendir aftur til Rússlands í skiptum fyrir fjóra sem voru fangar þar. Þeirra á meðal var Sergei Skripal, fyrrverandi ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Hann byrjaði árið 1996 að veita Bretum upplýsingar um rússneska njósnastarfsemi GRU en þá starfaði hann í sendiráði Rússa í Madríd. Hann hélt áfram að veita Bretum upplýsingar eftir að hann flutti aftur til Moskvu en hitti aldrei útsendara Breta. Þess í stað skrifaði hann upplýsingarnar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans, sem ferðaðist ítrekað til Spánar, tók bækurnar með sér og afhenti þær til Breta. Hann var handtekinn árið 2004 eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Eins og frægt er reyndu rússneskir útsendarar að myrða hann með taugaeitrinu Novichok í Salisbury í Englandi í mars 2018. „Rauðu línurnar eru horfnar hjá Pútín,“ segir Marc Polymeroploulus, sem leiddi á árum áður starfsemi Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Evrópu og í Rússlandi. „Hann vill sjá alla þessa menn dauða.“ Notaði eigin nafn Poteyev var ekki handtekinn eftir að upp um hann komst, heldur tókst honum að flýja til Bandaríkjanna árið 2008. Leyniþjónusta Bandaríkjanna kom honum í felur með nýju nafni. Árið 2011 var hann dæmdur til fangelsis í Rússlandi. Í frétt NYT segir að fjallað sé um banatilræðið gegn Poteyev í nýrri bók sem gefin verður út í lok mánaðarins. Blaðamenn miðilsins hafa staðfest frásögn bókarinnar. Rússar sendu útsendara til Bandaríkjanna til að leita Poteyev en árið 2016 sögðu rússneskir miðlar að hann væri dáinn. Heimildarmenn NYT segja að þar hafi mögulega verið um ráðabrugg að ráða þar sem markmiðið var að fá Poteyev úr felum. Árið 2016 bjó Poteyev í Miami í Flórída en það ár skráði hann sig sem Repúblikana og sótt um veiðileyfi, undir eigin nafni. Síðar, árið 2018 var fjallað um hann í héraðsmiðlum. Sendu vísindamann frá Mexíkó Til að afla frekari upplýsinga notuðu Rússar vísindamann frá Mexíkó. Sá er sagður heita Hector Alejandro Cabrera Fuentes en hann átti tvær eiginkonu á þessum tíma. Eina í Mexíkó og eina rússneska sem bjó í Þýskalandi. Yfirvöld í Rússlandi meinuðu rússnesku eiginkonunni og tveimur dætrum hennar að fara frá Rússlandi, nema hann aðstoðaði Rússa. Honum var gert að finna bíl Poteyev, skrifa niður númer hans og hvar hann væri iðulega geymdur. Fuentes klúðraði því þó og var handtekinn. Við yfirheyrslu sagði hann frá því að Rússar hefðu fengið hann til að afla upplýsinga en hann vissi ekki um hvern. Yfirvöld Í Bandaríkjunum brugðust við með því að vísa úr landi tíu erindrekum sem taldir voru vera njósnarar og þar á meðal sá sem talinn var vera yfir starfsemi SVR í Bandaríkjunum. Rússar gerðu það sama við njósnara Bandaríkjanna í Rússlandi. Rússland Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Í frétt New York Times segir að skotmark Rússa hafi verið fyrrverandi njósnari í Rússlandi, sem veitti Bandaríkjamönnum upplýsingar um fjölmarga rússneska njósnara í Bandaríkjunum. Aleksandr Poteyev, starfaði á árum áður í Leyniþjónustu Rússlands. Hann snerist þó á band Bandaríkjamanna og veitti yfirvöldum vestanhafs upplýsingar um hópa leynilegra njósnara. Árið 2010 voru ellefu rússneskir njósnarar sem höfðu komið sér fyrir á austurströnd Bandaríkjanna handteknir af Alríkislögreglunni (FBI). Umræddir njósnarar lifðu undir dulnefnum og unnu hefðbundin störf. Markmið þeirra var að afla upplýsinga og útsendara fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands sem starfar erlendis. Sendir til Rússlands fyrir Sergei Skripal Eins og fram kemur í frétt NYT voru tíu af þessum njósnurum sendir aftur til Rússlands í skiptum fyrir fjóra sem voru fangar þar. Þeirra á meðal var Sergei Skripal, fyrrverandi ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Hann byrjaði árið 1996 að veita Bretum upplýsingar um rússneska njósnastarfsemi GRU en þá starfaði hann í sendiráði Rússa í Madríd. Hann hélt áfram að veita Bretum upplýsingar eftir að hann flutti aftur til Moskvu en hitti aldrei útsendara Breta. Þess í stað skrifaði hann upplýsingarnar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans, sem ferðaðist ítrekað til Spánar, tók bækurnar með sér og afhenti þær til Breta. Hann var handtekinn árið 2004 eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Eins og frægt er reyndu rússneskir útsendarar að myrða hann með taugaeitrinu Novichok í Salisbury í Englandi í mars 2018. „Rauðu línurnar eru horfnar hjá Pútín,“ segir Marc Polymeroploulus, sem leiddi á árum áður starfsemi Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Evrópu og í Rússlandi. „Hann vill sjá alla þessa menn dauða.“ Notaði eigin nafn Poteyev var ekki handtekinn eftir að upp um hann komst, heldur tókst honum að flýja til Bandaríkjanna árið 2008. Leyniþjónusta Bandaríkjanna kom honum í felur með nýju nafni. Árið 2011 var hann dæmdur til fangelsis í Rússlandi. Í frétt NYT segir að fjallað sé um banatilræðið gegn Poteyev í nýrri bók sem gefin verður út í lok mánaðarins. Blaðamenn miðilsins hafa staðfest frásögn bókarinnar. Rússar sendu útsendara til Bandaríkjanna til að leita Poteyev en árið 2016 sögðu rússneskir miðlar að hann væri dáinn. Heimildarmenn NYT segja að þar hafi mögulega verið um ráðabrugg að ráða þar sem markmiðið var að fá Poteyev úr felum. Árið 2016 bjó Poteyev í Miami í Flórída en það ár skráði hann sig sem Repúblikana og sótt um veiðileyfi, undir eigin nafni. Síðar, árið 2018 var fjallað um hann í héraðsmiðlum. Sendu vísindamann frá Mexíkó Til að afla frekari upplýsinga notuðu Rússar vísindamann frá Mexíkó. Sá er sagður heita Hector Alejandro Cabrera Fuentes en hann átti tvær eiginkonu á þessum tíma. Eina í Mexíkó og eina rússneska sem bjó í Þýskalandi. Yfirvöld í Rússlandi meinuðu rússnesku eiginkonunni og tveimur dætrum hennar að fara frá Rússlandi, nema hann aðstoðaði Rússa. Honum var gert að finna bíl Poteyev, skrifa niður númer hans og hvar hann væri iðulega geymdur. Fuentes klúðraði því þó og var handtekinn. Við yfirheyrslu sagði hann frá því að Rússar hefðu fengið hann til að afla upplýsinga en hann vissi ekki um hvern. Yfirvöld Í Bandaríkjunum brugðust við með því að vísa úr landi tíu erindrekum sem taldir voru vera njósnarar og þar á meðal sá sem talinn var vera yfir starfsemi SVR í Bandaríkjunum. Rússar gerðu það sama við njósnara Bandaríkjanna í Rússlandi.
Rússland Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira