Endurbætur á Nývangi í skugga fjármálaóreiðu Barcelona Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 16:15 Vinna er komin á fullt við endurbætur á Nývangi Vísir/Getty Barcelona mun leika heimaleiki sína næsta tímabil á Ólympíuleikvangnum í borginni en umfangsmiklar endurbætur á Nývangi eru komnar á fullt og reiknað er með að þær taki 18 mánuði. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er um 1,5 milljarður Evra. Reglulega hafa borist fréttir af bágri fjárhagstöðu Barcelona síðustu ár en stjórnendur liðsins redduðu sér fyrir horn síðasta sumar með því að selja ýmsar eignir félagsins. Um hreina einskiptisaðgerð var að ræða og ljóst að félagið þarf að taka frekar til í fjármálum sínum. Einn liður í að auka innkomu félagsins eru löngu tímabærar endurbætur á heimavelli liðsins Nývangi. Völlurinn var fyrst tekinn í notkun árið 1957, tekur 99.354 áhorfendur í sæti og er stærsti fótboltavöllur Evrópu. Hann hefur látið á sjá á síðustu árum og er á tæpasta vaði að uppfylla öryggiskröfur. Aðeins lítill hluti sæta vallarins eru VIP sæti og einkastúkur, og reikna stjórnendur Barcelona með að geta aukið tekjur félagsins töluvert með því að bæta við betri sætum fyrir þá sem eru tilbúnir að borga hærra miðverð. Um leið á að fjölga sætum og á nýr og endurbættur Nývangur að taka 105.000 áhorfendur í sæti. Skuldir yfir tvo milljarða Endurbæturnar hafa verið töluverðan tíma í farvatninu og hafa stjórnendur félagsins staðið í samningaviðræðum um fjármögnun í nokkurn tíma. Félagið hefur tekið lán upp á 1,5 milljarð evra til að fjármagna framkvæmdirnar, og stefna á að borga það til baka með auknum tekjum 2047. Nýr og endurbættur Nývangur verður glæsilegur ef marka má áætlanir Barcelona. Þakið verður 30.000 m2 af sólarsellum sem eiga bæði að skýla áhorfendum fyrir rigningu en einnig að knýja skjái sem ná hringinn í kringum völlinn. Miðað við þessa tölvugerðu mynd í myndbandinu hér að neðan er það ekki aðeins völlurinn sem breytist, heldur líka húsin í kringum völlinn. Mögulega er það höfundur myndarinnar sem tekur sér stafrænt skáldaleyfi en ráðgert er að breyta svæðinu í næsta nágrenni vallarins og gera það grænna og mannvænna. Hvar spila Barcelona á meðan? Á meðan á framkvæmdunum stendur mun lið Barcelona leika á Ólympíuleikvanginum í borginni. Einhverjar hugmyndir voru á lofti um að spila á æfingasvæðinu en Ólympíuvöllurinn varð ofan á. Sá völlur er töluvert minni en tekur þó rúmlega 54 þúsund manns í sæti. Espanyol léku sína heimaleiki þar 1997-2009. Helsti ókostur vallarins er þó kannski að hann stendur lengst upp á hæð, bílastæði þar eru fá og almenningssamgöngur takmarkaðar. Reiknað er með að margir ársmiðahafar muni þiggja tilboð félagisns um að frysta miðana sína næsta tímabil. Ólympíuvöllurinn er ekki alveg í sama klassa og Nývangur en Barcelona verða að gera sér það að góðu.Vísir/Getty Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15 Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Reglulega hafa borist fréttir af bágri fjárhagstöðu Barcelona síðustu ár en stjórnendur liðsins redduðu sér fyrir horn síðasta sumar með því að selja ýmsar eignir félagsins. Um hreina einskiptisaðgerð var að ræða og ljóst að félagið þarf að taka frekar til í fjármálum sínum. Einn liður í að auka innkomu félagsins eru löngu tímabærar endurbætur á heimavelli liðsins Nývangi. Völlurinn var fyrst tekinn í notkun árið 1957, tekur 99.354 áhorfendur í sæti og er stærsti fótboltavöllur Evrópu. Hann hefur látið á sjá á síðustu árum og er á tæpasta vaði að uppfylla öryggiskröfur. Aðeins lítill hluti sæta vallarins eru VIP sæti og einkastúkur, og reikna stjórnendur Barcelona með að geta aukið tekjur félagsins töluvert með því að bæta við betri sætum fyrir þá sem eru tilbúnir að borga hærra miðverð. Um leið á að fjölga sætum og á nýr og endurbættur Nývangur að taka 105.000 áhorfendur í sæti. Skuldir yfir tvo milljarða Endurbæturnar hafa verið töluverðan tíma í farvatninu og hafa stjórnendur félagsins staðið í samningaviðræðum um fjármögnun í nokkurn tíma. Félagið hefur tekið lán upp á 1,5 milljarð evra til að fjármagna framkvæmdirnar, og stefna á að borga það til baka með auknum tekjum 2047. Nýr og endurbættur Nývangur verður glæsilegur ef marka má áætlanir Barcelona. Þakið verður 30.000 m2 af sólarsellum sem eiga bæði að skýla áhorfendum fyrir rigningu en einnig að knýja skjái sem ná hringinn í kringum völlinn. Miðað við þessa tölvugerðu mynd í myndbandinu hér að neðan er það ekki aðeins völlurinn sem breytist, heldur líka húsin í kringum völlinn. Mögulega er það höfundur myndarinnar sem tekur sér stafrænt skáldaleyfi en ráðgert er að breyta svæðinu í næsta nágrenni vallarins og gera það grænna og mannvænna. Hvar spila Barcelona á meðan? Á meðan á framkvæmdunum stendur mun lið Barcelona leika á Ólympíuleikvanginum í borginni. Einhverjar hugmyndir voru á lofti um að spila á æfingasvæðinu en Ólympíuvöllurinn varð ofan á. Sá völlur er töluvert minni en tekur þó rúmlega 54 þúsund manns í sæti. Espanyol léku sína heimaleiki þar 1997-2009. Helsti ókostur vallarins er þó kannski að hann stendur lengst upp á hæð, bílastæði þar eru fá og almenningssamgöngur takmarkaðar. Reiknað er með að margir ársmiðahafar muni þiggja tilboð félagisns um að frysta miðana sína næsta tímabil. Ólympíuvöllurinn er ekki alveg í sama klassa og Nývangur en Barcelona verða að gera sér það að góðu.Vísir/Getty
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15 Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15
Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01